Arnór Ingvi: Ég hef alveg verið betri Árni Jóhannsson skrifar 15. október 2018 22:22 Arnór Ingvi reynir að vinna boltann gegn Michael Lang í leiknum í kvöld. Vísir/vilhelm „Já við vorum mjög nálægt því að jafna leikinn í lokin en það eru nokkrar sekúndur þar sem við missum einbeitinguna og fáum á okkur þessi tvö mörk sem var dýrkeypt“, sagði Arnór Ingvi Traustason eftir leik þegar hann var spurður út í hversu nálægt Ísland hafi verið að jafna leikinn á móti Sviss í kvöld. „Þetta eru ákveðin smáatriði sem eru að klikka hjá okkur og það kostar okkur leikinn í dag. En við spiluðum þokkalega vel í fyrri hálfleik og gáfum ekki mörg færi á okkur svo kemur þessi kafli í seinni hálfleik þar sem þeir skora tvö mörk og það kostar okkur leikinn“. Tveir undanfarnir leikir eru framför frá fyrra landsleikjahléi og var Arnór beðinn um að leggja mat á stöðu liðsins í dag. „Mér finnst hún vera þokkalega góð. Eftir skellinn í seinasta verkefni þá hefur verið stígandi í okkar leik og á móti Frökkum sýndum við að við getum staðið í hverjum sem er. Það var alveg eins í kvöld en það er smá kafli í kvöld sem var erfiður en það er margt sem hægt er að byggja á og tekið með inn í næsta verkefni og næstu undankeppni“. Að lokum var Arnór spurður út í eigin frammistöðu og þá staðreynd að hann virðist njóta trausts hjá Erik Hamrén enda hefur Arnór verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð. „Ég hef alveg verið betri. Það voru kaflar þarna sem ég var þokkalegur en aftur á móti hef ég gert betur. Það er svo alltaf gaman að byrja og þá sérstaklega með landsliðinu þannig að ég er mjög ánægður með það og þakklátur. Ég mun reyna að halda áfram að standa mig vel með Malmö og reyna að halda landsliðssætinu“. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55 Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Sjá meira
„Já við vorum mjög nálægt því að jafna leikinn í lokin en það eru nokkrar sekúndur þar sem við missum einbeitinguna og fáum á okkur þessi tvö mörk sem var dýrkeypt“, sagði Arnór Ingvi Traustason eftir leik þegar hann var spurður út í hversu nálægt Ísland hafi verið að jafna leikinn á móti Sviss í kvöld. „Þetta eru ákveðin smáatriði sem eru að klikka hjá okkur og það kostar okkur leikinn í dag. En við spiluðum þokkalega vel í fyrri hálfleik og gáfum ekki mörg færi á okkur svo kemur þessi kafli í seinni hálfleik þar sem þeir skora tvö mörk og það kostar okkur leikinn“. Tveir undanfarnir leikir eru framför frá fyrra landsleikjahléi og var Arnór beðinn um að leggja mat á stöðu liðsins í dag. „Mér finnst hún vera þokkalega góð. Eftir skellinn í seinasta verkefni þá hefur verið stígandi í okkar leik og á móti Frökkum sýndum við að við getum staðið í hverjum sem er. Það var alveg eins í kvöld en það er smá kafli í kvöld sem var erfiður en það er margt sem hægt er að byggja á og tekið með inn í næsta verkefni og næstu undankeppni“. Að lokum var Arnór spurður út í eigin frammistöðu og þá staðreynd að hann virðist njóta trausts hjá Erik Hamrén enda hefur Arnór verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð. „Ég hef alveg verið betri. Það voru kaflar þarna sem ég var þokkalegur en aftur á móti hef ég gert betur. Það er svo alltaf gaman að byrja og þá sérstaklega með landsliðinu þannig að ég er mjög ánægður með það og þakklátur. Ég mun reyna að halda áfram að standa mig vel með Malmö og reyna að halda landsliðssætinu“.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55 Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Sjá meira
Ragnar: Styrkleikaröðunin skiptir ekki höfuðmáli Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Íslands í kvöld. Hann var vitaskuld svekktur í lok leiks þegar Vísir ræddi við hann. 15. október 2018 21:55
Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30