Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 20:03 Framkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hennes & Mauritz hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins að það sé dýrara að versla í H&M á Íslandi en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn hefur fulla trú á að íslenski markaðurinn sé nægjanlega stór til að standa undir rekstri þriggja H&M-verslana. Þriðja verslun H&M hér á landi var opnuð á Hafnartorgi í Reykjavík við mikla viðhöfn föstudag. Áður höfðu verslanir H&M verið opnaðar í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. H&M er þekktast fyrir fatnað en á Hafnartorgi verður að finna heimilisdeild þar sem hægt er að kaupa húsbúnaðarvörur frá H&M Home.Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.Vísir/VilhelmFramkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Hann tók við starfinu í byrjun ágúst síðastliðnum en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í hartnær tuttugu ár. Sá þýski er sagður hafa mikla reynslu af ólíkum hliðum fyrirtækisins, þá aðallega innkaupum og netverslun. Áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra hér á landi og í Noregi hafði hann starfað í Svíþjóð í fimm ár. Hann virkaði afar spenntur fyrir opnun verslunarinnar á Hafnartorgi og segir að þar nái H&M að bjóða viðskiptavinum sínum fatnað og flest sem þarf til að halda heimili. „Þú getur fundið eitthvað í öll herbergi heimilisins og það er mjög spennandi,“ sagði Roennefahrt í samtali við Vísi þar sem hann tók á móti fjölmiðlafólki við opnunina. Þingmaður fór mikinn í umræðu um neytendamál Í september síðastliðnum fór Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mikinn í hlaðvarpsþættinum N-ið þar sem hann ræddi neytendamál. Þorsteinn kallaði þar meðal annars eftir því að Samkeppniseftirlitið fengi meiri völd og auknar rannsóknarheimildir til að hafa virkara eftirlit með íslensku viðskiptalífi. Nefndi Þorsteinn sem dæmi að kanna mætti betur fataverslun á Íslandi og sagði fátt lýsa verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.Fréttablaðið/ErnirVísir hefur fjallað um verðlagninguna hjá H&M hér á landi. Í fyrra birti Vísir frétt þar sem kom í ljós að verð á vörum í H&M-verslununum hér á landi yrði hærra en í H&M verslunum í öðrum löndum. Nam verðmunurinn frá 10 prósentum og upp í 60 prósent þegar gerður var verðsamanburður á vörum H&M hér á landi og erlendis. Þorsteinn fullyrti að verðið væri yfirleitt um 30 prósentum hærra á Íslandi en á Norðurlöndunum. „Þetta sést bara á verðmiðanum hjá þeim,“ sagði Þorsteinn og sagðist ekki detta í hug að fara þangað. Gera verðkannanir oftar en einu sinni á ári Þessu hafnaði Dirk Roennefahrt í samtali við Vísi á föstudag.Er þetta þá ekki satt sem þingmaðurinn benti á? „Algjörlega ekki. Það sem ég get sagt er að markmið okkar er að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálfbæran hátt og við viljum vera samkeppnisfær á öllum mörkuðum þar sem við störfum. Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum samkeppnishæf.“Dirk hefur fulla trú á íslenska markaðinum og segir Íslendinga hafa tekið ástfóstri við H&M.Vísir/VilhemSpurður hvort að verðið hefði verið lækkað eftir að fjallað hafði verið um verðlagninguna og hún gagnrýnd sagðist hann ekki geta staðfesta það. Roennefahrt sagðist aðspurður hafa fulla trú á því á því að íslenski markaðurinn væri nógu stór til að viðhalda rekstri þriggja H&M-verslana. „Algjörlega, í fyrra sást hversu frábæri íslenskir viðskiptavinir eru sem elska H&M. Við höfum því mikla trú á íslenska markaðinum.“ H&M Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hennes & Mauritz hafnar fullyrðingum þingmanns Miðflokksins að það sé dýrara að versla í H&M á Íslandi en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn hefur fulla trú á að íslenski markaðurinn sé nægjanlega stór til að standa undir rekstri þriggja H&M-verslana. Þriðja verslun H&M hér á landi var opnuð á Hafnartorgi í Reykjavík við mikla viðhöfn föstudag. Áður höfðu verslanir H&M verið opnaðar í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. H&M er þekktast fyrir fatnað en á Hafnartorgi verður að finna heimilisdeild þar sem hægt er að kaupa húsbúnaðarvörur frá H&M Home.Þriðja H&M-verslunin á Íslandi var opnuð á Hafnartorgi á föstudag.Vísir/VilhelmFramkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi er Þjóðverjinn Dirk Roennefahrt. Hann tók við starfinu í byrjun ágúst síðastliðnum en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í hartnær tuttugu ár. Sá þýski er sagður hafa mikla reynslu af ólíkum hliðum fyrirtækisins, þá aðallega innkaupum og netverslun. Áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra hér á landi og í Noregi hafði hann starfað í Svíþjóð í fimm ár. Hann virkaði afar spenntur fyrir opnun verslunarinnar á Hafnartorgi og segir að þar nái H&M að bjóða viðskiptavinum sínum fatnað og flest sem þarf til að halda heimili. „Þú getur fundið eitthvað í öll herbergi heimilisins og það er mjög spennandi,“ sagði Roennefahrt í samtali við Vísi þar sem hann tók á móti fjölmiðlafólki við opnunina. Þingmaður fór mikinn í umræðu um neytendamál Í september síðastliðnum fór Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, mikinn í hlaðvarpsþættinum N-ið þar sem hann ræddi neytendamál. Þorsteinn kallaði þar meðal annars eftir því að Samkeppniseftirlitið fengi meiri völd og auknar rannsóknarheimildir til að hafa virkara eftirlit með íslensku viðskiptalífi. Nefndi Þorsteinn sem dæmi að kanna mætti betur fataverslun á Íslandi og sagði fátt lýsa verðlagningu á þeim markaði betur en innreið fatakeðjunnar H&M, sem opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í ágúst í fyrra.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.Fréttablaðið/ErnirVísir hefur fjallað um verðlagninguna hjá H&M hér á landi. Í fyrra birti Vísir frétt þar sem kom í ljós að verð á vörum í H&M-verslununum hér á landi yrði hærra en í H&M verslunum í öðrum löndum. Nam verðmunurinn frá 10 prósentum og upp í 60 prósent þegar gerður var verðsamanburður á vörum H&M hér á landi og erlendis. Þorsteinn fullyrti að verðið væri yfirleitt um 30 prósentum hærra á Íslandi en á Norðurlöndunum. „Þetta sést bara á verðmiðanum hjá þeim,“ sagði Þorsteinn og sagðist ekki detta í hug að fara þangað. Gera verðkannanir oftar en einu sinni á ári Þessu hafnaði Dirk Roennefahrt í samtali við Vísi á föstudag.Er þetta þá ekki satt sem þingmaðurinn benti á? „Algjörlega ekki. Það sem ég get sagt er að markmið okkar er að bjóða tísku og gæði á besta verðinu á sjálfbæran hátt og við viljum vera samkeppnisfær á öllum mörkuðum þar sem við störfum. Við gerum verðkannanir í hverju landi þar sem við erum oftar en einu sinni á ári til að tryggja að við séum samkeppnishæf.“Dirk hefur fulla trú á íslenska markaðinum og segir Íslendinga hafa tekið ástfóstri við H&M.Vísir/VilhemSpurður hvort að verðið hefði verið lækkað eftir að fjallað hafði verið um verðlagninguna og hún gagnrýnd sagðist hann ekki geta staðfesta það. Roennefahrt sagðist aðspurður hafa fulla trú á því á því að íslenski markaðurinn væri nógu stór til að viðhalda rekstri þriggja H&M-verslana. „Algjörlega, í fyrra sást hversu frábæri íslenskir viðskiptavinir eru sem elska H&M. Við höfum því mikla trú á íslenska markaðinum.“
H&M Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira