Tekist á um ábyrgð í braggamálinu langt fram á nótt: „Lætur í veðri vaka að hann hafi ekki vitað af þessum framúrkeyrslum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2018 00:34 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að það yrði að teljast óábyrg fjármálastjórnun að skattfé borgarbúa sé sólundað með þeim hætti að framúrkeyrsla verkefna fari fram hjá borgarstjóra og án hans vitundar. vísir/stöð 2 Ekkert verður af tillögu Sjálfstæðisflokksins um að annar óháður aðili en innri endurskoðun taki yfir úttekt á braggamálinu svokallaða til að flýta fyrir meðferð málsins. Þetta var niðurstaða á fundi borgarstjórnar í nótt. Hart var tekist á um ábyrgð í braggamálinu en borgarstjórnarfundurinn dróst langt fram á nótt. Málsmeðferðartillaga um að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins frá var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 11 en einn borgarfulltrúi sat hjá. Ástæðan fyrir málsmeðferðartillögunni er sú að úttektin hjá innri endurskoðun er nú þegar hafin. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að það yrði að teljast óábyrg fjármálastjórnun að skattfé borgarbúa sé sólundað með þeim hætti að framúrkeyrsla verkefna fari fram hjá borgarstjóra og án hans vitundar. Til umræðu var „braggamálið“ svokallaða en Sjálfstæðisflokkurinn bar fram tillögu um að fallið yrði frá þeirri ákvörðun að innri endurskoðandi geri heildarúttekt á framkvæmdum á bragga við Nauthólsveg. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi, sagði að með tillögunni sé ekki verið að draga í efa hlutleysi innri endurskoðunar heldur væri tilgangurinn sá að reyna að flýta fyrir niðurstöðu málsins með því að fá annan óháðan aðila til að framkvæma rannsóknina. Rannsókn á málinu er nú þegar hafin hjá innri endurskoðun. Í rökstuðningi með tillögunni segir að innri endurskoðun sé svo störfum hlaðin að rannsóknin gæti dregist á langinn. Innri endurskoðun er með vinnustaðamenningu Orkuveitu Reykjavíkur til rannsóknar.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsVísir/EgillDregur í efa að borgarstjóri hafi ekki vitað af framúrkeyrslum Marta sagði viðbrögð Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, væru með ólíkindum. „Það er jafnframt með ólíkindum að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á rekstri borgarinnar og ber skylda til að fylgjast með rekstrinum, þykist koma af fjöllum og lætur í veðri vaka að hann hafi ekki vitað af þessum framúrkeyrslum og segir í fjölmiðlum að hann ætli að kalla eftir minnisblaði um málið.“ Hún sagði jafnframt að það mætti teljast tortryggilegt að hann hafi ekki vitað af málinu „Framkvæmdin heyrir undir skrifstofu atvinnu-og eignaþróunar sem reyndar staðsett í ráðhúsinu og heyrir jafnframt undir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara þannig að ólíklegt er að borgarstjóri hafi ekki á reglulegum fundum með þessum aðilum heyrt af gangi mála með braggann.“Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar.fréttablaðið/ErnirSakaði Mörtu um að reyna að slá pólitískar keilur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kom Degi til varnar í andsvari sínu. Hún sagði að hann hafi fordæmt framkvæmdir við braggann. „Mér finnst þessar ásakanir hér og þessar aðdróttanir um að borgarstjóri hafi vitað eitthvað meira um þetta, mér finnst þetta dæma sig sjálft. Hér er borgarfulltrúinn að reyna að slá einhverjar pólitískar keilur á meðan borgarstjóri er veikur heima hjá sér og getur ekki svarað fyrir sig, dæmi nú hver fyrir sig,“ sagði Heiða. Marta vísaði því á bug að með málflutningi sínum væru hún að slá pólitískar keilur. „Það er alrangt en það hlýtur að vera svo að bæði borgarstjóri og meirihlutinn sem sat hér á síðasta kjörtímabili að hann beri ábyrgð á þessu máli. Borgarstjóri er æðsti embættismaður borgarinnar, honum ber að fylgjast með rekstrinum og hann ber ábyrgð á honum. Það er staðreynd. Borgarstjóri var staddur hér í þessum sal síðast þegar braggamálið var til umræðu og ég nefndi þessa hluti líka þá þannig að það eru ekki fréttir fyrir borgarstjóra,“ sagði Marta sem svaraði um hæl. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og staðgengill borgarstjóra, sagði að meirihlutinn liti málið grafalvarlegum augum. „Ég get líka sagt það aftur að við í meirihlutanum treystum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fullkomlega fyrir málinu og við treystum líka innri endurskoðun til að útvista því sem þarf ef svo ber undir. Við treystum líka innri endurskðun til að láta okkur vita ef þau telja sig svo störfum hlaðin að þau geti ekki framkvæmt þessa úttekt og þessa rannsókn hratt og örugglega. Ég hef persónulega verið fullvissuð um það að það verði unnið hratt og örugglega.“ Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ekkert verður af tillögu Sjálfstæðisflokksins um að annar óháður aðili en innri endurskoðun taki yfir úttekt á braggamálinu svokallaða til að flýta fyrir meðferð málsins. Þetta var niðurstaða á fundi borgarstjórnar í nótt. Hart var tekist á um ábyrgð í braggamálinu en borgarstjórnarfundurinn dróst langt fram á nótt. Málsmeðferðartillaga um að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins frá var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 11 en einn borgarfulltrúi sat hjá. Ástæðan fyrir málsmeðferðartillögunni er sú að úttektin hjá innri endurskoðun er nú þegar hafin. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að það yrði að teljast óábyrg fjármálastjórnun að skattfé borgarbúa sé sólundað með þeim hætti að framúrkeyrsla verkefna fari fram hjá borgarstjóra og án hans vitundar. Til umræðu var „braggamálið“ svokallaða en Sjálfstæðisflokkurinn bar fram tillögu um að fallið yrði frá þeirri ákvörðun að innri endurskoðandi geri heildarúttekt á framkvæmdum á bragga við Nauthólsveg. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi, sagði að með tillögunni sé ekki verið að draga í efa hlutleysi innri endurskoðunar heldur væri tilgangurinn sá að reyna að flýta fyrir niðurstöðu málsins með því að fá annan óháðan aðila til að framkvæma rannsóknina. Rannsókn á málinu er nú þegar hafin hjá innri endurskoðun. Í rökstuðningi með tillögunni segir að innri endurskoðun sé svo störfum hlaðin að rannsóknin gæti dregist á langinn. Innri endurskoðun er með vinnustaðamenningu Orkuveitu Reykjavíkur til rannsóknar.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksinsVísir/EgillDregur í efa að borgarstjóri hafi ekki vitað af framúrkeyrslum Marta sagði viðbrögð Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, væru með ólíkindum. „Það er jafnframt með ólíkindum að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á rekstri borgarinnar og ber skylda til að fylgjast með rekstrinum, þykist koma af fjöllum og lætur í veðri vaka að hann hafi ekki vitað af þessum framúrkeyrslum og segir í fjölmiðlum að hann ætli að kalla eftir minnisblaði um málið.“ Hún sagði jafnframt að það mætti teljast tortryggilegt að hann hafi ekki vitað af málinu „Framkvæmdin heyrir undir skrifstofu atvinnu-og eignaþróunar sem reyndar staðsett í ráðhúsinu og heyrir jafnframt undir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara þannig að ólíklegt er að borgarstjóri hafi ekki á reglulegum fundum með þessum aðilum heyrt af gangi mála með braggann.“Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar.fréttablaðið/ErnirSakaði Mörtu um að reyna að slá pólitískar keilur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kom Degi til varnar í andsvari sínu. Hún sagði að hann hafi fordæmt framkvæmdir við braggann. „Mér finnst þessar ásakanir hér og þessar aðdróttanir um að borgarstjóri hafi vitað eitthvað meira um þetta, mér finnst þetta dæma sig sjálft. Hér er borgarfulltrúinn að reyna að slá einhverjar pólitískar keilur á meðan borgarstjóri er veikur heima hjá sér og getur ekki svarað fyrir sig, dæmi nú hver fyrir sig,“ sagði Heiða. Marta vísaði því á bug að með málflutningi sínum væru hún að slá pólitískar keilur. „Það er alrangt en það hlýtur að vera svo að bæði borgarstjóri og meirihlutinn sem sat hér á síðasta kjörtímabili að hann beri ábyrgð á þessu máli. Borgarstjóri er æðsti embættismaður borgarinnar, honum ber að fylgjast með rekstrinum og hann ber ábyrgð á honum. Það er staðreynd. Borgarstjóri var staddur hér í þessum sal síðast þegar braggamálið var til umræðu og ég nefndi þessa hluti líka þá þannig að það eru ekki fréttir fyrir borgarstjóra,“ sagði Marta sem svaraði um hæl. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og staðgengill borgarstjóra, sagði að meirihlutinn liti málið grafalvarlegum augum. „Ég get líka sagt það aftur að við í meirihlutanum treystum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fullkomlega fyrir málinu og við treystum líka innri endurskoðun til að útvista því sem þarf ef svo ber undir. Við treystum líka innri endurskðun til að láta okkur vita ef þau telja sig svo störfum hlaðin að þau geti ekki framkvæmt þessa úttekt og þessa rannsókn hratt og örugglega. Ég hef persónulega verið fullvissuð um það að það verði unnið hratt og örugglega.“
Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent