Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Hjörvar Ólafsson skrifar 18. október 2018 09:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir gerði gott mót á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. getty Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR, kórónaði frábært ár sitt með því að tryggja sér gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu í gærkvöldi. Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmet sitt í greininni tvívegis á leikunum, en hún hefur alls gert það þrisvar sinnum á þessu ári. Áður hafði Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 200 metra hlaupi staðið óhreyft í 21 ár. „Ég er búin að vera að hugsa um þetta hlaup í mjög langan tíma og það er ofboðslega góð tilfinning að þetta hafi gengið svona vel og gullið sé í höfn. Tilfinningin var geggjuð og ég fann það strax þegar ég kom í mark að ég hefði náð góðum tíma. Mér fannst líklegt að ég hefði náð að tryggja mér gullverðlaun,“ segir Guðbjörg Jóna um þær tilfinningar sem bærðust í brjósti hennar eftir hlaupið. Þessi 16 ára hlaupakona segir undirbúninginn fyrir Ólympíuleika ungmenna hafa gengið vel. „Það hefur fátt annað komist að undanfarna mánuði en að undirbúa mig eins vel og ég get fyrir þetta hlaup. Æfingarnar hafa verið svipaðar og áður, en ég hugsaði mjög vel um mig síðustu mánuði. Bæði hvað varðar næringu, góða hvíld og góðan svefn. Það er skemmtilegt að hafa uppskorið eftir allan þann undirbúning. Það munar líka um það að geta hlaupið alveg meiðslalaus, en meiðslin sem ég glímdi við fyrr á árinu eru ekki lengur að plaga mig,“ sagði Guðbjörg um lykilinn að góðum árangri sínum. „Það var frekar skrýtið að vakna í morgun og vera ekki að hugsa um leiðir til þess að ná þessu markmiði mínu. Það var að vinna gull hérna. Nú er næsta markmið að standa mig vel á Evrópumóti U-20 ára sem fram fer á júlí í næsta ári. Þar stefni ég á að komast í úrslit og ég tel það vel raunhæft. Ég er búin að bæta mig reglulega og nokkuð mikið síðasta hálfa árið. Það er ekki ekki hægt að vænta þess að þetta haldi áfram á sama hátt, en ég get klárlega bætt mig meira og það er markmiðið. Langtímamarkmiðið er svo að hlaupa á Ólympíuleikum. Ég er ekki viss um að það sé raunhæft að stefna á leikana sem fram fara í Tókýó árið 2020, en það kemur bara í ljós þegar nær dregur,“ segir hún um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR, kórónaði frábært ár sitt með því að tryggja sér gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu í gærkvöldi. Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmet sitt í greininni tvívegis á leikunum, en hún hefur alls gert það þrisvar sinnum á þessu ári. Áður hafði Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 200 metra hlaupi staðið óhreyft í 21 ár. „Ég er búin að vera að hugsa um þetta hlaup í mjög langan tíma og það er ofboðslega góð tilfinning að þetta hafi gengið svona vel og gullið sé í höfn. Tilfinningin var geggjuð og ég fann það strax þegar ég kom í mark að ég hefði náð góðum tíma. Mér fannst líklegt að ég hefði náð að tryggja mér gullverðlaun,“ segir Guðbjörg Jóna um þær tilfinningar sem bærðust í brjósti hennar eftir hlaupið. Þessi 16 ára hlaupakona segir undirbúninginn fyrir Ólympíuleika ungmenna hafa gengið vel. „Það hefur fátt annað komist að undanfarna mánuði en að undirbúa mig eins vel og ég get fyrir þetta hlaup. Æfingarnar hafa verið svipaðar og áður, en ég hugsaði mjög vel um mig síðustu mánuði. Bæði hvað varðar næringu, góða hvíld og góðan svefn. Það er skemmtilegt að hafa uppskorið eftir allan þann undirbúning. Það munar líka um það að geta hlaupið alveg meiðslalaus, en meiðslin sem ég glímdi við fyrr á árinu eru ekki lengur að plaga mig,“ sagði Guðbjörg um lykilinn að góðum árangri sínum. „Það var frekar skrýtið að vakna í morgun og vera ekki að hugsa um leiðir til þess að ná þessu markmiði mínu. Það var að vinna gull hérna. Nú er næsta markmið að standa mig vel á Evrópumóti U-20 ára sem fram fer á júlí í næsta ári. Þar stefni ég á að komast í úrslit og ég tel það vel raunhæft. Ég er búin að bæta mig reglulega og nokkuð mikið síðasta hálfa árið. Það er ekki ekki hægt að vænta þess að þetta haldi áfram á sama hátt, en ég get klárlega bætt mig meira og það er markmiðið. Langtímamarkmiðið er svo að hlaupa á Ólympíuleikum. Ég er ekki viss um að það sé raunhæft að stefna á leikana sem fram fara í Tókýó árið 2020, en það kemur bara í ljós þegar nær dregur,“ segir hún um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira