Fjármálaráðherra Trump hunsar ráðstefnu Sáda Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2018 16:14 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna AP/Jacquelyn Martin Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki mæta á ráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku. Mnuchin sagði frá þessari ákvörðun á Twitter og sagði að hún hefði verið tekin í samráði við Donald Trump, forseta, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra. Mnuchin tók þó ekki fram af hverju hann hefði hætt við að fara til Sádi-Arabíu. Umrædd ráðstefna er meðal stærstu ráðstefnum fjárfesta í heiminum. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja og fjölmiðla hafa tekið sömu ákvörðun í tengslum við ráðstefnuna og segja hana vera vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem rannsakendur í Tyrklandi telja að hafi verið myrtur í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Sádar neita hins vegar að hafa komið að hvarfinu.Just met with @realDonaldTrump and @SecPompeo and we have decided, I will not be participating in the Future Investment Initiative summit in Saudi Arabia. — Steven Mnuchin (@stevenmnuchin1) October 18, 2018 Ákvörðun Mnuchin er mögulega fyrsta opinbera aðgerð yfirvalda Bandaríkjanna vegna hvarf Khashoggi. Í fyrstu hafði Mnuchin hins vegar sagt að hann myndi sækja ráðstefnuna. Undanfarna daga hefur þrýstingur á ráðherrann aukist og hafa ráðgjafar hans sagt fjölmiðlum að hann væri að bíða frekari upplýsinga áður en hann tæki ákvörðun, samkvæmt Washington Post.https://www.washingtonpost.com/business/economy/treasury-secretary-steven-mnuchin-pulls-out-of-saudi-investment-conference/2018/10/18/6949007c-d2eb-11e8-8c22-fa2ef74bd6d6_story.html?utm_term=.8e3dc7509ba5Mike Pompeo, ræddi við forsvarsmenn konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og sagði þeim að Bandaríkin tæku hvarf Khashoggi mjög alvarlega. Hann sagði sömuleiðis að Bandaríkin myndu bíða eftir niðurstöðum rannsókna Tyrkja og Sáda, áður en Bandaríkin tækju ákvörðun um viðbrögð vegna málsins. Þetta sagði Pompeo við blaðamenn í dag, eftir að hann sagði Trump frá ferð sinni til Sádi-Arabíu og Tyrklands. Hann sagði Sáda hafa staðhæft að þeir myndu rannsaka málið ítarlega. Peter Alexander, blaðamaður NBC, sagði frá því á Twitter að á blaðamannafundinum hefði hann spurt Pompeo hvort Khashoggi væri dáinn. „Hann heyrði í mér, við vorum í augnsambandi, en hann gekk í burtu.“I asked Pompeo if Jamal Khashoggi is dead? He heard me, made eye contact, but walked away. — Peter Alexander (@PeterAlexander) October 18, 2018 Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann muni ekki mæta á ráðstefnu í Sádi-Arabíu í næstu viku. Mnuchin sagði frá þessari ákvörðun á Twitter og sagði að hún hefði verið tekin í samráði við Donald Trump, forseta, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra. Mnuchin tók þó ekki fram af hverju hann hefði hætt við að fara til Sádi-Arabíu. Umrædd ráðstefna er meðal stærstu ráðstefnum fjárfesta í heiminum. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja og fjölmiðla hafa tekið sömu ákvörðun í tengslum við ráðstefnuna og segja hana vera vegna hvarfs blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem rannsakendur í Tyrklandi telja að hafi verið myrtur í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum tveimur vikum. Sádar neita hins vegar að hafa komið að hvarfinu.Just met with @realDonaldTrump and @SecPompeo and we have decided, I will not be participating in the Future Investment Initiative summit in Saudi Arabia. — Steven Mnuchin (@stevenmnuchin1) October 18, 2018 Ákvörðun Mnuchin er mögulega fyrsta opinbera aðgerð yfirvalda Bandaríkjanna vegna hvarf Khashoggi. Í fyrstu hafði Mnuchin hins vegar sagt að hann myndi sækja ráðstefnuna. Undanfarna daga hefur þrýstingur á ráðherrann aukist og hafa ráðgjafar hans sagt fjölmiðlum að hann væri að bíða frekari upplýsinga áður en hann tæki ákvörðun, samkvæmt Washington Post.https://www.washingtonpost.com/business/economy/treasury-secretary-steven-mnuchin-pulls-out-of-saudi-investment-conference/2018/10/18/6949007c-d2eb-11e8-8c22-fa2ef74bd6d6_story.html?utm_term=.8e3dc7509ba5Mike Pompeo, ræddi við forsvarsmenn konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og sagði þeim að Bandaríkin tæku hvarf Khashoggi mjög alvarlega. Hann sagði sömuleiðis að Bandaríkin myndu bíða eftir niðurstöðum rannsókna Tyrkja og Sáda, áður en Bandaríkin tækju ákvörðun um viðbrögð vegna málsins. Þetta sagði Pompeo við blaðamenn í dag, eftir að hann sagði Trump frá ferð sinni til Sádi-Arabíu og Tyrklands. Hann sagði Sáda hafa staðhæft að þeir myndu rannsaka málið ítarlega. Peter Alexander, blaðamaður NBC, sagði frá því á Twitter að á blaðamannafundinum hefði hann spurt Pompeo hvort Khashoggi væri dáinn. „Hann heyrði í mér, við vorum í augnsambandi, en hann gekk í burtu.“I asked Pompeo if Jamal Khashoggi is dead? He heard me, made eye contact, but walked away. — Peter Alexander (@PeterAlexander) October 18, 2018
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Sádar sendu Bandaríkjastjórn milljónir dollara Greiðslan var vegna uppbyggingar í Sýrlandi. Hún er sögð vekja spurningar um hvort að Sádar reyni að kaupa sér frið frá Bandaríkjastjórn. 18. október 2018 14:01
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47
Hinsti pistill Khashoggi birtur Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. 18. október 2018 08:27