Náðu ekki að breyta nafninu í Norður-Makedónía Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. október 2018 07:00 Frá kjörstað í gær. vísir/epa Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. Meirihluti á kjörskrá þurfti að taka þátt en það gerði aðeins rúmur þriðjungur. Íhaldsmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna, meðal annars forsetinn Gjorgje Ivanov. Af þeim sem mættu á kjörstað studdu langflestir breytinguna, eða um níutíu prósent samkvæmt þeim tölum sem höfðu borist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ástæðuna fyrir tilrauninni til að breyta um nafn má rekja til langrar deilu við Grikkland. Í Grikklandi finnst héraðið Makedónía og meirihluti hins sögulega konungdæmis Makedóníu, sem til dæmis Alexander mikli stýrði. Grikkir hafa lengi krafist þess að þetta fyrrverandi Júgóslavíuríki breyti nafni sínu vegna þessa. Zoran Zaev forsætisráðherra hefur barist fyrir nafnbreytingunni. Hann hefur meðal annars minnt á að vilji Makedónar ganga í Evrópusambandið eða Atlantshafsbandalagið sé nauðsynlegt að breyta nafninu. Annars geti Grikkir sífellt beitt neitunarvaldi sínu og komið þannig í veg fyrir aðild Makedóna. Ríkisstjórnin gerði þess vegna samning við Grikki. Grikkir myndu styðja aðildarumsóknir Makedóna, breyttu þeir nafni ríkisins. Ráðherrann sagði eftir að fyrir lá að kjörsókn var of lítil að hann myndi boða til nýrra þingkosninga ef stjórnarandstaðan „virti ekki vilja fólksins“. Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Of lítil kjörsókn var í þjóðaratkvæðagreiðslu Makedóna um að breyta nafni ríkisins í Norður-Makedónía til að atkvæðagreiðslan teljist bindandi. Meirihluti á kjörskrá þurfti að taka þátt en það gerði aðeins rúmur þriðjungur. Íhaldsmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna, meðal annars forsetinn Gjorgje Ivanov. Af þeim sem mættu á kjörstað studdu langflestir breytinguna, eða um níutíu prósent samkvæmt þeim tölum sem höfðu borist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ástæðuna fyrir tilrauninni til að breyta um nafn má rekja til langrar deilu við Grikkland. Í Grikklandi finnst héraðið Makedónía og meirihluti hins sögulega konungdæmis Makedóníu, sem til dæmis Alexander mikli stýrði. Grikkir hafa lengi krafist þess að þetta fyrrverandi Júgóslavíuríki breyti nafni sínu vegna þessa. Zoran Zaev forsætisráðherra hefur barist fyrir nafnbreytingunni. Hann hefur meðal annars minnt á að vilji Makedónar ganga í Evrópusambandið eða Atlantshafsbandalagið sé nauðsynlegt að breyta nafninu. Annars geti Grikkir sífellt beitt neitunarvaldi sínu og komið þannig í veg fyrir aðild Makedóna. Ríkisstjórnin gerði þess vegna samning við Grikki. Grikkir myndu styðja aðildarumsóknir Makedóna, breyttu þeir nafni ríkisins. Ráðherrann sagði eftir að fyrir lá að kjörsókn var of lítil að hann myndi boða til nýrra þingkosninga ef stjórnarandstaðan „virti ekki vilja fólksins“.
Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira