Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2018 13:27 Sigurður Ingi Jóhannsson er ráðherra sveitastjórnarmála. Vísir/hanna Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitastjórnamála, segir að viðmælandi RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Ráðherra segir að gera verði þá kröfu til þeirra sem um málin fjalla að þeir fari ekki með rangt mál. Ráðherra vísar þar í orð Óttars Yngvasonar, lögmanns náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa og viðmælanda í frétt RÚV, um að sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði heyri sögunni til eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrr í vikunni. Óttar sagði sömuleiðis að verið væri að ýkja mikilvægi fiskeldisins á Vestfjörðum, að í raun væru fimm til tíu manns væru við vinnu við eldið á Patreksfirði og „kannski 25“ í Arnarfirði.Rétt að bregðast við Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að sér hafi fundist rétt sem byggðamálaráðherra að bregðast við og koma réttum upplýsingum á framfæri en fyrr í dag birti ráðherra færslu á Facebook þar sem hann bendir á að í nýlegri samantekt Byggðastofnunar komi fram að um 160 til 170 bein störf séu hjá fyrirtækjunum i fiskeldinu og um 150 óbein störf. „Það þýðir að yfir 300 störf eru beintengd fiskeldinu fyrir vestan og uppbyggingu þess.“ Hann segir ekkert að því að menn hafi skiptar skoðanir á einstökum atvinnugreinum eða hlutum. „Það er þó lágmark að menn fari með rétt mál þegar þeir tala um mikilvægi starfanna, fjölda og áhrif á byggðirnar.“Fiskeldið komið til að vera Sigurður Ingi segir mikilvægt að finna lausnir á málinu. „Fiskeldi sem atvinnugrein hefur reynst mjög vel, ekki bara á Íslandi heldur líka í útlöndum, fyrir byggðir sem hafa þurft að þola mikla fólksfækkun og verið ákjósanlegt tæki til þess í fullkominni sátt við allt og alla. Það hlýtur að vera hægt að gera það á Íslandi. Fiskeldi er komið til að vera sem öflug atvinnugrein og er undirstaða byggðar á þessu svæði og víðar.“ Lesa má færslu Sigurðar Inga að neðan. Fiskeldi Tálknafjörður Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitastjórnamála, segir að viðmælandi RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Ráðherra segir að gera verði þá kröfu til þeirra sem um málin fjalla að þeir fari ekki með rangt mál. Ráðherra vísar þar í orð Óttars Yngvasonar, lögmanns náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa og viðmælanda í frétt RÚV, um að sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði heyri sögunni til eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrr í vikunni. Óttar sagði sömuleiðis að verið væri að ýkja mikilvægi fiskeldisins á Vestfjörðum, að í raun væru fimm til tíu manns væru við vinnu við eldið á Patreksfirði og „kannski 25“ í Arnarfirði.Rétt að bregðast við Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að sér hafi fundist rétt sem byggðamálaráðherra að bregðast við og koma réttum upplýsingum á framfæri en fyrr í dag birti ráðherra færslu á Facebook þar sem hann bendir á að í nýlegri samantekt Byggðastofnunar komi fram að um 160 til 170 bein störf séu hjá fyrirtækjunum i fiskeldinu og um 150 óbein störf. „Það þýðir að yfir 300 störf eru beintengd fiskeldinu fyrir vestan og uppbyggingu þess.“ Hann segir ekkert að því að menn hafi skiptar skoðanir á einstökum atvinnugreinum eða hlutum. „Það er þó lágmark að menn fari með rétt mál þegar þeir tala um mikilvægi starfanna, fjölda og áhrif á byggðirnar.“Fiskeldið komið til að vera Sigurður Ingi segir mikilvægt að finna lausnir á málinu. „Fiskeldi sem atvinnugrein hefur reynst mjög vel, ekki bara á Íslandi heldur líka í útlöndum, fyrir byggðir sem hafa þurft að þola mikla fólksfækkun og verið ákjósanlegt tæki til þess í fullkominni sátt við allt og alla. Það hlýtur að vera hægt að gera það á Íslandi. Fiskeldi er komið til að vera sem öflug atvinnugrein og er undirstaða byggðar á þessu svæði og víðar.“ Lesa má færslu Sigurðar Inga að neðan.
Fiskeldi Tálknafjörður Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28
Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22