Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. október 2018 17:46 Meng Hongwei, forseti alþjóðalögreglunnar Interpol, er nú í haldi kínverskra stjórnvalda. Vísir/AP Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert til hans spurst síðan 25. september. Í yfirlýsingu frá andspillingarstofnun kínverska ríkisins kom fram að Hongwei, sem er einnig aðstoðarráðherra í kínversku ríkisstjórninni, væri í haldi kínverskra yfirvalda en ástæða þess er þó enn nokkuð óljós. Ýmsir fjölmiðlar höfðu áður velt því upp að mögulega væri Hongwei í haldi í Kína. Það hefur nú fengist staðfest. Margir hafa dregið þá ályktun að handtaka Hongwei sé liður í andspillingarherferð sem fyrirskipuð var af Xi Jingping, forseta Kína, en hann hefur lagt mikið upp úr því að uppræta spillingu í kínverska stjórnkerfinu. Þó hefur ekkert þess efnis verið staðfest.Eiginkonan taldi hann vera í hættuFyrr í dag tjáði eiginkona forsetans, Grace Meng, sig við fjölmiðla þar sem hún taldi eiginmann sinn hafa verið í hættu síðan hann hvarf seint í september. Hann hafi sent henni mynd af hníf í SMS-skilaboðum, en hún tók því sem merki um að ekki væri allt með felldu og að mögulega væri hætta á ferðum. Þá bað Meng um hverja þá hjálp sem hægt væri að fá við að finna eiginmann sinn. Þetta var áður en stjórnvöld í Kína gengust við því að hafa Hongwei í haldi. Í yfirlýsingu sem Meng flutti bæði á ensku og kínversku sagði hún að þau hjónin væru bundin afar sterkum böndum. „Hann myndi styðja mig í því sem ég er að gera. Þetta mál varðar sanngirni og réttlæti. Þetta mál varðar alþjóðasamfélagið. Þetta mál varðar íbúa heimalands míns.“ Meng vildi ekki horfa í myndavélar fjölmiðla þegar hún flutti yfirlýsingu sína, af ótta við að auðkenni hennar kæmi í ljós og öryggi fjölskyldu hennar yrði stofnað í frekari hættu. Erlent Tengdar fréttir Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14 Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert til hans spurst síðan 25. september. Í yfirlýsingu frá andspillingarstofnun kínverska ríkisins kom fram að Hongwei, sem er einnig aðstoðarráðherra í kínversku ríkisstjórninni, væri í haldi kínverskra yfirvalda en ástæða þess er þó enn nokkuð óljós. Ýmsir fjölmiðlar höfðu áður velt því upp að mögulega væri Hongwei í haldi í Kína. Það hefur nú fengist staðfest. Margir hafa dregið þá ályktun að handtaka Hongwei sé liður í andspillingarherferð sem fyrirskipuð var af Xi Jingping, forseta Kína, en hann hefur lagt mikið upp úr því að uppræta spillingu í kínverska stjórnkerfinu. Þó hefur ekkert þess efnis verið staðfest.Eiginkonan taldi hann vera í hættuFyrr í dag tjáði eiginkona forsetans, Grace Meng, sig við fjölmiðla þar sem hún taldi eiginmann sinn hafa verið í hættu síðan hann hvarf seint í september. Hann hafi sent henni mynd af hníf í SMS-skilaboðum, en hún tók því sem merki um að ekki væri allt með felldu og að mögulega væri hætta á ferðum. Þá bað Meng um hverja þá hjálp sem hægt væri að fá við að finna eiginmann sinn. Þetta var áður en stjórnvöld í Kína gengust við því að hafa Hongwei í haldi. Í yfirlýsingu sem Meng flutti bæði á ensku og kínversku sagði hún að þau hjónin væru bundin afar sterkum böndum. „Hann myndi styðja mig í því sem ég er að gera. Þetta mál varðar sanngirni og réttlæti. Þetta mál varðar alþjóðasamfélagið. Þetta mál varðar íbúa heimalands míns.“ Meng vildi ekki horfa í myndavélar fjölmiðla þegar hún flutti yfirlýsingu sína, af ótta við að auðkenni hennar kæmi í ljós og öryggi fjölskyldu hennar yrði stofnað í frekari hættu.
Erlent Tengdar fréttir Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14 Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. 6. október 2018 11:14
Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20