Þetta eru þjóðirnar átján sem hafa farið upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu eru á leið niður FIFA-listann eftir tvö stór töp í Þjóðadeildinni. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið er í 36. sæti á nýjum FIFA-lista en nýjasti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun. Vísir hafði áður sagt frá því að íslenska karlalandsliðið myndi halda áfram að falla niður listann. Íslenska landsliðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni með markatölunni 0-9. Fyrst 6-0 á móti Sviss í St. Gallen og svo 3-0 á móti Belgum á Laugardalsvelli. Ekkert félag inn á topp 36 á FIFA-listanum féll niður um fleiri sæti á þessum lista en Ísland gerði núna. Eitt annað landslið inn á topp fimmtíu fór niður um fleiri sæti en Kosta Ríka menn duttu niður um fimm sæti. Þeir eru í 37. sætinu eða einu sæti á eftir Íslandi. Þetta 36. sæti þýðir að íslenska landsliðið hefur fallið niður um fjórtán sæti á tveimur mánuðum og alls niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Íslenska landsliðið var í 18. sæti á FIFA-listanum í mars og hefur aldrei verið ofar. Þjóðirnar átján sem hafa komist upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars eru eftirtaldar en sæti þeirra í dag er innan sviga.Upp fyrir Ísland á FIFA-listanum á sex mánuðum: Úrúgvæ (5. sæti) Svíþjóð (15. sæti) Holland (17. sæti) Wales (19. sæti) Bandaríkin (22. sæti) Túnis (23. sæti) Austurríki (24. sæti) Senegal (25. sæti) Slóvakía (26. sæti) Rúmenía (27. sæti) Norður Írland (28. sæti) Úkraína (29. sæti) Írland (30. sæti) Paragvæ (31. sæti) Venesúela (32. sæti) Íran (33. sæti) Bosnía (34. sæti) Serbía (35. sæti) Belgía og Frakkland eru nú efst og jöfn í efsta sæti listans. Belgar komust því á toppinn með sigrinum á Íslandi á Laugardalsvellinum.NEW #FIFARanking Belgium and France 1st-ever joint leaders Germany regain some ground Ukraine biggest climbers More info https://t.co/w44kRrYA0Npic.twitter.com/v7vs5Cm1Ud — FIFA.com (@FIFAcom) September 20, 2018Englendingar eru áfram í sjötta sætinu en Spánverjar eru í 9. sæti og fimm sætum neðar en Króatar (4. sæti). Spánn vann samt 6-0 sigur á Króatíu í Þjóðadeildinni á dögunum. Svíar eru í 15. sætinu og detta niður um tvö sæti. Lars Lagerbäck er síðan kominn með norska landsliðið upp í 52. sæti listans. Lars Lagerbäck tók við norska landsliðinu í 81. sæti FIFA-listans í febrúar 2017 og hefur því þegar farið með liðið upp um 29 sæti.Staða Norðurlandaþjóðanna á FIFA-listanum: 10. sæti - Danmörk 15. sæti - Svíþjóð 36. sæti - Ísland 52. sæti - Noregur 58. sæti - Finnland 92. sæti - Færeyjar Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30 Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30 Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið er í 36. sæti á nýjum FIFA-lista en nýjasti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun. Vísir hafði áður sagt frá því að íslenska karlalandsliðið myndi halda áfram að falla niður listann. Íslenska landsliðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni með markatölunni 0-9. Fyrst 6-0 á móti Sviss í St. Gallen og svo 3-0 á móti Belgum á Laugardalsvelli. Ekkert félag inn á topp 36 á FIFA-listanum féll niður um fleiri sæti á þessum lista en Ísland gerði núna. Eitt annað landslið inn á topp fimmtíu fór niður um fleiri sæti en Kosta Ríka menn duttu niður um fimm sæti. Þeir eru í 37. sætinu eða einu sæti á eftir Íslandi. Þetta 36. sæti þýðir að íslenska landsliðið hefur fallið niður um fjórtán sæti á tveimur mánuðum og alls niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Íslenska landsliðið var í 18. sæti á FIFA-listanum í mars og hefur aldrei verið ofar. Þjóðirnar átján sem hafa komist upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars eru eftirtaldar en sæti þeirra í dag er innan sviga.Upp fyrir Ísland á FIFA-listanum á sex mánuðum: Úrúgvæ (5. sæti) Svíþjóð (15. sæti) Holland (17. sæti) Wales (19. sæti) Bandaríkin (22. sæti) Túnis (23. sæti) Austurríki (24. sæti) Senegal (25. sæti) Slóvakía (26. sæti) Rúmenía (27. sæti) Norður Írland (28. sæti) Úkraína (29. sæti) Írland (30. sæti) Paragvæ (31. sæti) Venesúela (32. sæti) Íran (33. sæti) Bosnía (34. sæti) Serbía (35. sæti) Belgía og Frakkland eru nú efst og jöfn í efsta sæti listans. Belgar komust því á toppinn með sigrinum á Íslandi á Laugardalsvellinum.NEW #FIFARanking Belgium and France 1st-ever joint leaders Germany regain some ground Ukraine biggest climbers More info https://t.co/w44kRrYA0Npic.twitter.com/v7vs5Cm1Ud — FIFA.com (@FIFAcom) September 20, 2018Englendingar eru áfram í sjötta sætinu en Spánverjar eru í 9. sæti og fimm sætum neðar en Króatar (4. sæti). Spánn vann samt 6-0 sigur á Króatíu í Þjóðadeildinni á dögunum. Svíar eru í 15. sætinu og detta niður um tvö sæti. Lars Lagerbäck er síðan kominn með norska landsliðið upp í 52. sæti listans. Lars Lagerbäck tók við norska landsliðinu í 81. sæti FIFA-listans í febrúar 2017 og hefur því þegar farið með liðið upp um 29 sæti.Staða Norðurlandaþjóðanna á FIFA-listanum: 10. sæti - Danmörk 15. sæti - Svíþjóð 36. sæti - Ísland 52. sæti - Noregur 58. sæti - Finnland 92. sæti - Færeyjar
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30 Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30 Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30
Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30
Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00