Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 16:47 Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun. fbl/anton brink Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að kostnaður við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík hafi orðið að sjálfstæðu skrímsli sem óx án þess að nokkrum böndum væri hægt að koma þar á. Fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir. RÚV hefur meðal annars fjallað um málið. Í morgun var haldin sérstök kynning fyrir borgarfulltrúa eftir að þeir spurðust fyrir um kostnaðinn. Þar var hann sundurliðaður og tók Kolbrún mynd af einni glærunni þar sem hann er sýndur. Þar kemur meðal annars fram að kostnaðurinn bara við náðhúsið eitt er 46 milljónir króna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna endurbyggingar braggans.Þarna voru hönnuðurinn og einhverjir tveir frá skrifstofunni,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Ég tók þessa mynd af sundurliðunarglærunni. Það endaði víst með því að ekkert af þessu gamla efni var endurnýtanlegt,“ segir Kolbrún.Megn óánægja með kostnað vegna braggans Borgarfulltrúi Flokks fólksins bætir því við, til að allrar sanngirni sé gætt, að HR og Minjastofnun komi einnig að kostnaði við endurbygginguna, en hönnunin gerir ráð fyrir að rýminu verði breytt í fyrirlestrarsal. „En, þetta bara óx og óx og varð að stjórnlausu skrímsli.“ Henni þykir skjóta skökku við, ekki síst sé litið til geigvænlegs kostnaðar við náðhúsið, að tillögum hennar sem snúa að velferð bara sé ítrekað hafnað. „Meðan svona rugl er í gangi. Flokkur fólksins er ekki ánægður með það.“Kolbrún er afar ósátt við það hvernig kostnaður við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík hefur vaxið uppúr öllu valdi.Kolbrún segist hafa fundið fyrir mikilli óánægju með þessa framkvæmd. „Fjölmargt í þessu ferli ber keim af fljótræði og vanhugsun auk þess sem borgin tók ákvörðun um að opna fyrir krana.“Krefst þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar Hún segir að í kjölfarið hafi Flokkur fólksins lagt fram tillögu, að fundnar verði leiðir til að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í öllu ferli er varðar uppbyggingu/byggingu umrædds bragga: „Á þetta verkefni opnaði borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Þessar leiðir sem borgarfulltrúinn vill að fundnar verði miðast að því að HR og Minjastofnun greiði þann umframkostnað sem orðið hefur á þessu verkefni. Áætlunin nam 155 milljónir en endaði í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að una þessari niðurstöðu f.h. borgarbúa og krefst þess að máli linni ekki fyrr en þeir aðilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útþenslu verkefnisins greiði þennan umframkostnað eins og eðlilegt og réttlátt þykir.“Inni í hinum dýra endurreista bragga. Náðhúsið eitt kostað 46 milljónir.fbl/anton brink Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að kostnaður við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík hafi orðið að sjálfstæðu skrímsli sem óx án þess að nokkrum böndum væri hægt að koma þar á. Fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir. RÚV hefur meðal annars fjallað um málið. Í morgun var haldin sérstök kynning fyrir borgarfulltrúa eftir að þeir spurðust fyrir um kostnaðinn. Þar var hann sundurliðaður og tók Kolbrún mynd af einni glærunni þar sem hann er sýndur. Þar kemur meðal annars fram að kostnaðurinn bara við náðhúsið eitt er 46 milljónir króna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna endurbyggingar braggans.Þarna voru hönnuðurinn og einhverjir tveir frá skrifstofunni,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Ég tók þessa mynd af sundurliðunarglærunni. Það endaði víst með því að ekkert af þessu gamla efni var endurnýtanlegt,“ segir Kolbrún.Megn óánægja með kostnað vegna braggans Borgarfulltrúi Flokks fólksins bætir því við, til að allrar sanngirni sé gætt, að HR og Minjastofnun komi einnig að kostnaði við endurbygginguna, en hönnunin gerir ráð fyrir að rýminu verði breytt í fyrirlestrarsal. „En, þetta bara óx og óx og varð að stjórnlausu skrímsli.“ Henni þykir skjóta skökku við, ekki síst sé litið til geigvænlegs kostnaðar við náðhúsið, að tillögum hennar sem snúa að velferð bara sé ítrekað hafnað. „Meðan svona rugl er í gangi. Flokkur fólksins er ekki ánægður með það.“Kolbrún er afar ósátt við það hvernig kostnaður við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík hefur vaxið uppúr öllu valdi.Kolbrún segist hafa fundið fyrir mikilli óánægju með þessa framkvæmd. „Fjölmargt í þessu ferli ber keim af fljótræði og vanhugsun auk þess sem borgin tók ákvörðun um að opna fyrir krana.“Krefst þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar Hún segir að í kjölfarið hafi Flokkur fólksins lagt fram tillögu, að fundnar verði leiðir til að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í öllu ferli er varðar uppbyggingu/byggingu umrædds bragga: „Á þetta verkefni opnaði borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Þessar leiðir sem borgarfulltrúinn vill að fundnar verði miðast að því að HR og Minjastofnun greiði þann umframkostnað sem orðið hefur á þessu verkefni. Áætlunin nam 155 milljónir en endaði í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að una þessari niðurstöðu f.h. borgarbúa og krefst þess að máli linni ekki fyrr en þeir aðilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útþenslu verkefnisins greiði þennan umframkostnað eins og eðlilegt og réttlátt þykir.“Inni í hinum dýra endurreista bragga. Náðhúsið eitt kostað 46 milljónir.fbl/anton brink
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira