Vara kjósendur við tómlæti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2018 08:00 Dyggir stuðningsmenn flokks Repúblikana verða að vara sig á tómlætinu, ef marka má orð frambjóðenda. Hér má sjá nokkra slíka stuðningsmenn sem sóttu Value Voters-fundinn í höfuðborginni Washington í gær. Vísir/AP Frambjóðendur Repúblikana og aðrir flokksmenn tóku margir í sama streng í gær og vöruðu íhaldssama kjósendur við tómlæti hvað varðar komandi þingkosningar. Fjölmargir flokksmenn sóttu hinn árlega Value Voters-fund í höfuðborginni Washington og sendu frá sér þessa viðvörun en á fundinum hittast alla jafna íhaldssamir áhrifamenn og kjörnir fulltrúar. Reuters greindi frá fundinum í gær. Viðvörunin er reyndar ekki ný af nálinni. Repúblikanar og stuðningsmenn flokksins hafa varað við andvaraleysi undanfarnar vikur. Óttinn við að kjósendur skili sér ekki á kjörstað vegna fullvissu um að Repúblikanar muni bera sigur úr býtum stafar að miklu leyti af því að heitir stuðningsmenn flokksins, og einkum Donalds Trump forseta, hafa upp til hópa hafnað skoðanakönnunum alfarið eftir að Hillary Clinton mældist með meira fylgi í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Clinton mældist til að mynda með þriggja prósentustiga forskot í könnunum Bloomberg og Reuters sem birtist degi fyrir kjördag og fjögurra prósentustiga forskot í könnunum CBS, Fox News og Economist svo fátt eitt sé nefnt. Sigur Trumps leiddi til þess að stuðningsmenn hans misstu trúna á könnunum þótt Clinton hafi reyndar fengið tveimur prósentustigum hærra hlutfall atkvæða en Trump. Tapaði sum sé á fjölda kjörmanna. Mark Harris, fulltrúadeildarframbjóðandi í Norður-Karólínu, sagði á fundinum að komandi kosningar væru mikilvægustu kosningarnar á miðju kjörtímabili (e. midterms) á ævi flestra kjósenda. „Við verðum að taka þessar kosningar alvarlega á komandi vikum.“ Samkvæmt klassískri útgáfu spálíkans tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á vegnu meðaltali kannana, fyrri kosningum, stöðu efnahagsmála og sögulegum hefðum, eru 80 prósenta líkur á því að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Nú hafa Repúblikanar þar meirihluta en kosið er um öll sætin. Öllu ólíklegra þykir að Demókratar nái meirihluta í öldungadeildinni. Þar er kjörtímabilið sex ár og er kosið um þriðjung sæta í senn. Eins og staðan er í dag hafa Repúblikanar 51 sæti og þar af er ekki kosið um 42 í nóvember. Demókratar þurfa sum sé að verja mun fleiri sæti en Repúblikanar, mörg í ríkjum sem Trump vann árið 2016. FiveThirtyEight gefur þeim 32 prósenta líkur á að ná meirihluta í öldungadeildinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Frambjóðendur Repúblikana og aðrir flokksmenn tóku margir í sama streng í gær og vöruðu íhaldssama kjósendur við tómlæti hvað varðar komandi þingkosningar. Fjölmargir flokksmenn sóttu hinn árlega Value Voters-fund í höfuðborginni Washington og sendu frá sér þessa viðvörun en á fundinum hittast alla jafna íhaldssamir áhrifamenn og kjörnir fulltrúar. Reuters greindi frá fundinum í gær. Viðvörunin er reyndar ekki ný af nálinni. Repúblikanar og stuðningsmenn flokksins hafa varað við andvaraleysi undanfarnar vikur. Óttinn við að kjósendur skili sér ekki á kjörstað vegna fullvissu um að Repúblikanar muni bera sigur úr býtum stafar að miklu leyti af því að heitir stuðningsmenn flokksins, og einkum Donalds Trump forseta, hafa upp til hópa hafnað skoðanakönnunum alfarið eftir að Hillary Clinton mældist með meira fylgi í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Clinton mældist til að mynda með þriggja prósentustiga forskot í könnunum Bloomberg og Reuters sem birtist degi fyrir kjördag og fjögurra prósentustiga forskot í könnunum CBS, Fox News og Economist svo fátt eitt sé nefnt. Sigur Trumps leiddi til þess að stuðningsmenn hans misstu trúna á könnunum þótt Clinton hafi reyndar fengið tveimur prósentustigum hærra hlutfall atkvæða en Trump. Tapaði sum sé á fjölda kjörmanna. Mark Harris, fulltrúadeildarframbjóðandi í Norður-Karólínu, sagði á fundinum að komandi kosningar væru mikilvægustu kosningarnar á miðju kjörtímabili (e. midterms) á ævi flestra kjósenda. „Við verðum að taka þessar kosningar alvarlega á komandi vikum.“ Samkvæmt klassískri útgáfu spálíkans tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á vegnu meðaltali kannana, fyrri kosningum, stöðu efnahagsmála og sögulegum hefðum, eru 80 prósenta líkur á því að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Nú hafa Repúblikanar þar meirihluta en kosið er um öll sætin. Öllu ólíklegra þykir að Demókratar nái meirihluta í öldungadeildinni. Þar er kjörtímabilið sex ár og er kosið um þriðjung sæta í senn. Eins og staðan er í dag hafa Repúblikanar 51 sæti og þar af er ekki kosið um 42 í nóvember. Demókratar þurfa sum sé að verja mun fleiri sæti en Repúblikanar, mörg í ríkjum sem Trump vann árið 2016. FiveThirtyEight gefur þeim 32 prósenta líkur á að ná meirihluta í öldungadeildinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira