Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 25. september 2018 11:54 Keir Starmer, talsmaður Verkamannafloksins í málefnum tengdum Brexit. https://www.keirstarmer.com/parliament/ Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. Þingmaðurinn Keir Starmer var fyrstur til að ávarpa flokksþingið í morgun og var hann ómyrkur í máli. Starmer er talsmaður Verkamannaflokksins í svokölluðum Brexit málum, eða málum sem varða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í mars næstkomandi. Sagðist hann fastlega gera ráð fyrir að þingmenn flokksins fái boð að ofan frá flokksforystunni um að hafna þeim leiðum sem Theresa May forsætisráðherra hefur kosið að fara í samningaviðræðum við Evrópusambandið. Hennar forsendur séu brostnar og allt samningaferlið í uppnámi. Það er opinber stefna Verkamannaflokksins að reyna að fella ríkisstjórnina og krefjast kosninga fyrir mars ef ekkert samkomulag næst. Róttækustu andstæðingar Brexit innan flokksins hafa sett saman ályktun sem hefur nú verið lögð fyrir flokksþingið. Þar er möguleikanum á nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu haldið opnum en skoðanakannanir sýna að töluverður fjöldi kjósenda hefur skipt um skoðun og vill nú vera áfram í Evrópusambandinu vegna þeirra vandræða sem hafa fylgt samningaviðræðunum og viðvörunum fjölda hagfræðinga sem sjá blikur á lofti. Nýlega þurfti ríkisstjórnin að lýsa því yfir að framboð matvæla yrði viðunandi eftir útgönguna úr ESB, þrátt fyrir aðvaranir sérfræðinga um að skortur verði á sumum tegundum matvæla. Það þótti ekki sérlega traustvekjandi fyrir framhaldið.Sir Keir Starmer: "Nobody is ruling out Remain as an option"Shadow #Brexit Secretary receives rapturous applause from #Lab18 on prospect of second Brexit vote https://t.co/l7Mjii6DmY pic.twitter.com/NOMOqu0H2Y— BBC Politics (@BBCPolitics) September 25, 2018 Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. Þingmaðurinn Keir Starmer var fyrstur til að ávarpa flokksþingið í morgun og var hann ómyrkur í máli. Starmer er talsmaður Verkamannaflokksins í svokölluðum Brexit málum, eða málum sem varða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í mars næstkomandi. Sagðist hann fastlega gera ráð fyrir að þingmenn flokksins fái boð að ofan frá flokksforystunni um að hafna þeim leiðum sem Theresa May forsætisráðherra hefur kosið að fara í samningaviðræðum við Evrópusambandið. Hennar forsendur séu brostnar og allt samningaferlið í uppnámi. Það er opinber stefna Verkamannaflokksins að reyna að fella ríkisstjórnina og krefjast kosninga fyrir mars ef ekkert samkomulag næst. Róttækustu andstæðingar Brexit innan flokksins hafa sett saman ályktun sem hefur nú verið lögð fyrir flokksþingið. Þar er möguleikanum á nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu haldið opnum en skoðanakannanir sýna að töluverður fjöldi kjósenda hefur skipt um skoðun og vill nú vera áfram í Evrópusambandinu vegna þeirra vandræða sem hafa fylgt samningaviðræðunum og viðvörunum fjölda hagfræðinga sem sjá blikur á lofti. Nýlega þurfti ríkisstjórnin að lýsa því yfir að framboð matvæla yrði viðunandi eftir útgönguna úr ESB, þrátt fyrir aðvaranir sérfræðinga um að skortur verði á sumum tegundum matvæla. Það þótti ekki sérlega traustvekjandi fyrir framhaldið.Sir Keir Starmer: "Nobody is ruling out Remain as an option"Shadow #Brexit Secretary receives rapturous applause from #Lab18 on prospect of second Brexit vote https://t.co/l7Mjii6DmY pic.twitter.com/NOMOqu0H2Y— BBC Politics (@BBCPolitics) September 25, 2018
Brexit Tengdar fréttir Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00
Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42
Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. 23. september 2018 08:40