Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2018 17:57 Donald Trump. EPA/JASON SZENES Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlógu að honum. Forsetinn notaði ræðuna í fyrstu til að stæra sig af árangri sínum og ríkisstjórnar hans. Hann hafði þó mætt of seint og AP fréttaveitan segir ræðu Trump ekki hafa fallið í kramið.Trump byrjaði á því að rifja upp að hann hefði haldið sína fyrstu ræðu í Sameinuðu þjóðunum í fyrra. Sagðist hann hafa rætt þær ógnanir sem steðjuðu að heiminum öllum og leiðir til að gera framtíð jarðarinnar betri. Nú væri komið að því að ræða árangurinn. „Á minna en tveimur árum hefur ríkisstjórn mín áorkað meiri en nánast allar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Við það heyrðist hlátur úr salnum og Trump virtist Trump bregða. „Svo satt,“ sagði hann og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Því næst sagði Trump að efnahagur Bandaríkjanna hefði aldrei verið í betra ástandi og að her Bandaríkjanna hefði aldrei verið öflugri.Trump hefur margsinnis gagnrýnt forvera sinn, Barack Obama, og sagt hann hafa verið aðhlátursefni á alþjóðasviðinu. Hlátursköllin í dag hafa leitt til þess að margir hafa rifjað upp tíst Trump frá 2014 þar sem hann sagði heiminn hlæja að Bandaríkjunum vegna Obama. Atvikið þykir til marks um einangrun Trump á alþjóðasviðinu þar sem gjá hefur myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að undanförnu. Gjá þessa má að miklu leyti rekja til þjóðernishyggju Trump og einangrunarstefnu hans. Sem forseti hefur Trump dregið Bandaríkin frá nokkrum alþjóðlegum samningum, gagnrýnt hefðbundin bandalög Bandaríkjanna harðlega og beitt tollum gegn mörgum öðrum ríkjum. Í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkin höfnuðu hnattvæðingu og tækju þess í stað þjóðrækni opnum örmum. Þá gagnrýndi hann ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eins og Alþjóðaglæpadómstólinn og Mannréttindaráðið. Alla ræðu Trump má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlógu að honum. Forsetinn notaði ræðuna í fyrstu til að stæra sig af árangri sínum og ríkisstjórnar hans. Hann hafði þó mætt of seint og AP fréttaveitan segir ræðu Trump ekki hafa fallið í kramið.Trump byrjaði á því að rifja upp að hann hefði haldið sína fyrstu ræðu í Sameinuðu þjóðunum í fyrra. Sagðist hann hafa rætt þær ógnanir sem steðjuðu að heiminum öllum og leiðir til að gera framtíð jarðarinnar betri. Nú væri komið að því að ræða árangurinn. „Á minna en tveimur árum hefur ríkisstjórn mín áorkað meiri en nánast allar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Við það heyrðist hlátur úr salnum og Trump virtist Trump bregða. „Svo satt,“ sagði hann og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Því næst sagði Trump að efnahagur Bandaríkjanna hefði aldrei verið í betra ástandi og að her Bandaríkjanna hefði aldrei verið öflugri.Trump hefur margsinnis gagnrýnt forvera sinn, Barack Obama, og sagt hann hafa verið aðhlátursefni á alþjóðasviðinu. Hlátursköllin í dag hafa leitt til þess að margir hafa rifjað upp tíst Trump frá 2014 þar sem hann sagði heiminn hlæja að Bandaríkjunum vegna Obama. Atvikið þykir til marks um einangrun Trump á alþjóðasviðinu þar sem gjá hefur myndast á milli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra að undanförnu. Gjá þessa má að miklu leyti rekja til þjóðernishyggju Trump og einangrunarstefnu hans. Sem forseti hefur Trump dregið Bandaríkin frá nokkrum alþjóðlegum samningum, gagnrýnt hefðbundin bandalög Bandaríkjanna harðlega og beitt tollum gegn mörgum öðrum ríkjum. Í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkin höfnuðu hnattvæðingu og tækju þess í stað þjóðrækni opnum örmum. Þá gagnrýndi hann ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna eins og Alþjóðaglæpadómstólinn og Mannréttindaráðið. Alla ræðu Trump má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira