Staðreyndir um veiðigjald Kristján Þór Júlíusson skrifar 27. september 2018 07:00 Fyrstu viðbrögð við frumvarpi um veiðigjald sýna að ágætis sátt getur náðst um að færa álagningu veiðigjalds nær afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og gera alla stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, gegnsærri og áreiðanlegri. Allt er þetta til þess fallið að bæta framkvæmd þessarar gjaldtöku, til hagsbóta fyrir alla sem að íslenskum sjávarútvegi koma. Eðlilega eru skiptar skoðanir á því hversu stóran hluta ríkið á að taka af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Forsvarsfólk þeirra hefur lýst yfir vonbrigðum með það að ríkið taki til sín 33% af hagnaði við fiskveiðar til viðbótar við 20% tekjuskatt og aðra gjaldtöku. Því sjónarmiði sýni ég fullan skilning. Formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra náði hins vegar þeim áfanga að gagnrýna frumvarpið tveimur vikum áður en það var tilbúið. Þá sagði hún í viðtali að frumvarpið yrði „óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska“. Eftir að frumvarpið kom fram er gagnrýni formanns Viðreisnar tvíþætt eins og hún var sett fram á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Annars vegar að með nýju frumvarpi sé verið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalds. Hins vegar að frumvarpið muni „auðvelda pólitíkinni að krukka í veiðigjöldin“. Þetta eru rangfærslur. Varðandi hið fyrrnefnda liggur fyrir að með frumvarpinu er gjaldhlutfall veiðigjalds óbreytt frá gildandi lögum. Veiðigjald lækkar síðan eða hækkar eftir því hver afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er á hverjum tíma. Það væri hins vegar fróðlegt að vita hversu hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja formaður Viðreisnar vill innheimta fyrst 33% af afkomu auk annarra skatta duga ekki til. Varðandi hið síðarnefnda er rétt að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um að aðkoma sjávarútvegsráðherra að ákvörðun veiðigjalds verður sú sama og hefur verið, nema í stað þess að ráðherra staðfesti tillögu veiðigjaldsnefndar að veiðigjaldi hvers árs þá staðfestir ráðherra tillögu Ríkisskattstjóra. Það er mín von að umræða um frumvarpið verði málefnaleg og uppbyggileg. Að við látum ekki innantóma frasa stjórna umræðunni heldur tökum efnislega umræðu um þær áskoranir sem blasa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við frumvarpi um veiðigjald sýna að ágætis sátt getur náðst um að færa álagningu veiðigjalds nær afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og gera alla stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, gegnsærri og áreiðanlegri. Allt er þetta til þess fallið að bæta framkvæmd þessarar gjaldtöku, til hagsbóta fyrir alla sem að íslenskum sjávarútvegi koma. Eðlilega eru skiptar skoðanir á því hversu stóran hluta ríkið á að taka af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Forsvarsfólk þeirra hefur lýst yfir vonbrigðum með það að ríkið taki til sín 33% af hagnaði við fiskveiðar til viðbótar við 20% tekjuskatt og aðra gjaldtöku. Því sjónarmiði sýni ég fullan skilning. Formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra náði hins vegar þeim áfanga að gagnrýna frumvarpið tveimur vikum áður en það var tilbúið. Þá sagði hún í viðtali að frumvarpið yrði „óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska“. Eftir að frumvarpið kom fram er gagnrýni formanns Viðreisnar tvíþætt eins og hún var sett fram á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Annars vegar að með nýju frumvarpi sé verið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalds. Hins vegar að frumvarpið muni „auðvelda pólitíkinni að krukka í veiðigjöldin“. Þetta eru rangfærslur. Varðandi hið fyrrnefnda liggur fyrir að með frumvarpinu er gjaldhlutfall veiðigjalds óbreytt frá gildandi lögum. Veiðigjald lækkar síðan eða hækkar eftir því hver afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er á hverjum tíma. Það væri hins vegar fróðlegt að vita hversu hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja formaður Viðreisnar vill innheimta fyrst 33% af afkomu auk annarra skatta duga ekki til. Varðandi hið síðarnefnda er rétt að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um að aðkoma sjávarútvegsráðherra að ákvörðun veiðigjalds verður sú sama og hefur verið, nema í stað þess að ráðherra staðfesti tillögu veiðigjaldsnefndar að veiðigjaldi hvers árs þá staðfestir ráðherra tillögu Ríkisskattstjóra. Það er mín von að umræða um frumvarpið verði málefnaleg og uppbyggileg. Að við látum ekki innantóma frasa stjórna umræðunni heldur tökum efnislega umræðu um þær áskoranir sem blasa við.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar