Flugvélin strax framleigð og aldrei í notkun hér á landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2018 13:11 Farþegum og áhöfn var siglt í land á bátum. Vísir/AP Engir Íslendingar voru í áhöfn flugvélar flugfélagsins Air Niugini sem brotlendi í sjónum við eyjuna Chuuk í Míkrónesíu í nótt. Félagið leigir flugvélina af Flugleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair, en hún var aldrei í notkun hér á landi. Þetta kemur fram í svari Péturs Þ. Óskarssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Icelandair Group, við fyrirspurn Vísis. Í svari Péturs segir jafnframt að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair, hafi tekið umrædda flugvél á leigu frá alþjóðlega flugvélaleigufélaginu Avolon árið 2013. Vélin var framleigð til Air Niugini sama ár og var því aldrei í notkun á Íslandi. Slysið varð í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk í nótt og rataði atvikið í helstu fjölmiðla ytra. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir sem allir komust frá borði, að því er segir í yfirlýsingu Icelandair sem send var út í morgun. Fréttamiðlar hafa þó greint frá því síðan að farþegar hafi verið 36 og áhöfn talið 11 manns. Aðspurður segir Pétur enga Íslendinga hafa verið í áhafnarliðinu.Frá vettvangi við eyjuna Chuuk.EPA/ZACH NIEZGODSKIIcelandair fylgist nú náið með gangi mála. Í yfirlýsingu félagsins segir að félagið geri ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins. Samkvæmt frétt Reuters var farþegum og áhöfn flugvélarinnar bjargað á bátum. Allir um borð í vélinni voru fluttir á sjúkrahús og hafa allir nema átta verið útskrifaðir. Fjórir þessara átta farþega eru töluvert slasaðir en ekki í lífshættu, að því er Reuters hefur eftir talsmanni sjúkrahússins. Tildrög slyssins eru enn óljós en í yfirlýsingu frá Air Niugini segir að veðurskilyrði á Chuuk-eyju hafi verið afar slæm þegar flugmenn gerðu tilraun til að lenda vélinni. Þá munu yfirvöld í heimalandi félagsins, Papúa Nýju-Gíneu, hefja rannsókn á slysinu eins fljótt og auðið er. Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58 Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Engir Íslendingar voru í áhöfn flugvélar flugfélagsins Air Niugini sem brotlendi í sjónum við eyjuna Chuuk í Míkrónesíu í nótt. Félagið leigir flugvélina af Flugleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair, en hún var aldrei í notkun hér á landi. Þetta kemur fram í svari Péturs Þ. Óskarssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Icelandair Group, við fyrirspurn Vísis. Í svari Péturs segir jafnframt að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair, hafi tekið umrædda flugvél á leigu frá alþjóðlega flugvélaleigufélaginu Avolon árið 2013. Vélin var framleigð til Air Niugini sama ár og var því aldrei í notkun á Íslandi. Slysið varð í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk í nótt og rataði atvikið í helstu fjölmiðla ytra. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir sem allir komust frá borði, að því er segir í yfirlýsingu Icelandair sem send var út í morgun. Fréttamiðlar hafa þó greint frá því síðan að farþegar hafi verið 36 og áhöfn talið 11 manns. Aðspurður segir Pétur enga Íslendinga hafa verið í áhafnarliðinu.Frá vettvangi við eyjuna Chuuk.EPA/ZACH NIEZGODSKIIcelandair fylgist nú náið með gangi mála. Í yfirlýsingu félagsins segir að félagið geri ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins. Samkvæmt frétt Reuters var farþegum og áhöfn flugvélarinnar bjargað á bátum. Allir um borð í vélinni voru fluttir á sjúkrahús og hafa allir nema átta verið útskrifaðir. Fjórir þessara átta farþega eru töluvert slasaðir en ekki í lífshættu, að því er Reuters hefur eftir talsmanni sjúkrahússins. Tildrög slyssins eru enn óljós en í yfirlýsingu frá Air Niugini segir að veðurskilyrði á Chuuk-eyju hafi verið afar slæm þegar flugmenn gerðu tilraun til að lenda vélinni. Þá munu yfirvöld í heimalandi félagsins, Papúa Nýju-Gíneu, hefja rannsókn á slysinu eins fljótt og auðið er.
Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58 Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58
Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent