Berst við kerfil með óblandaðri edikssýru Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. september 2018 06:00 Byggðaráðið í Húnaþinga vestra tekur undir áskorun konu á Hvammstanga sem vill aðgerðir vegna útbreiðslu kerfils. „Þetta er langtíma verkefni en er ennþá vinnandi vegur, tel ég vera,“ segir Sigurlaug Rósa Jóhannesdóttir á Hvammstanga í áskorun til byggðarráðs Húnaþings vestra um að ráðist verði gegn útbreiðslu kerfils. „Ekki geyma það að byrja heldur vaða í þetta strax,“ skrifar Sigurlaug sem leggur til að byrjað verði á því að klippa fræin af plöntunum núna í haust og farga þeim.Kerfill er harðsnúin planta.„Væri ekki hægt að biðja jarðeigendur að passa sínar jarðir og uppræta kerfil,“ skrifar Sigurlaug. „Og svo meðfram vegum þarf að forða fræinu í poka, fyrir vegagerðarslátt, sem verður í byrjun september,“ bætir hún við og kveður upplagt að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í verkið. Sjálf segist Sigurlaug hafa tínt kerfilsfræ í átta stóra poka nú í ágúst og í sjö poka í ágúst árið 2016. „Er að passa Vesturhópið og víðar,“ útskýrir hún. Sigurlaug lætur sér ekki nægja að eyða fræjum í baráttu sinni við kerfilinn. Á ungar plöntur segist hún hafa notað óblandaða, 15 prósenta edikssýru og „spreyjað vel og drepið kerfið – en líka grasið, skítt með það,“ segir í áskoruninni. Ágætlega var tekið í erindi Sigurlaugar í byggðaráði sem kveður skógarkerfil nú að finna víðs vegar í landi sveitarfélagsins sem og á einkalandi. „Dreifing hans er áhyggjuefni og hefur sveitarfélagið ýmislegt gert til að hefta vöxt hans eins og með slætti, úðun og að stinga upp plönturnar,“ bókar byggðarráðið sem skorar á alla sem málið varði „að taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að hindra að þessi jurt nái frekari útbreiðslu í sveitarfélaginu“. Í samtali við Fréttablaðið undirstrikar Sigurlaug að málið þoli ekki bið. „Mér finnst vera of mikið kæruleysi. Sumir spyrja hvort það sé ekki bara í lagi að taka þetta næsta sumar. Þetta er ekki þannig því það eru milljónir fræja sem sá sér í haust ef þau eru ekki tekin,“ segir Sigurlaug. Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
„Þetta er langtíma verkefni en er ennþá vinnandi vegur, tel ég vera,“ segir Sigurlaug Rósa Jóhannesdóttir á Hvammstanga í áskorun til byggðarráðs Húnaþings vestra um að ráðist verði gegn útbreiðslu kerfils. „Ekki geyma það að byrja heldur vaða í þetta strax,“ skrifar Sigurlaug sem leggur til að byrjað verði á því að klippa fræin af plöntunum núna í haust og farga þeim.Kerfill er harðsnúin planta.„Væri ekki hægt að biðja jarðeigendur að passa sínar jarðir og uppræta kerfil,“ skrifar Sigurlaug. „Og svo meðfram vegum þarf að forða fræinu í poka, fyrir vegagerðarslátt, sem verður í byrjun september,“ bætir hún við og kveður upplagt að auglýsa eftir sjálfboðaliðum í verkið. Sjálf segist Sigurlaug hafa tínt kerfilsfræ í átta stóra poka nú í ágúst og í sjö poka í ágúst árið 2016. „Er að passa Vesturhópið og víðar,“ útskýrir hún. Sigurlaug lætur sér ekki nægja að eyða fræjum í baráttu sinni við kerfilinn. Á ungar plöntur segist hún hafa notað óblandaða, 15 prósenta edikssýru og „spreyjað vel og drepið kerfið – en líka grasið, skítt með það,“ segir í áskoruninni. Ágætlega var tekið í erindi Sigurlaugar í byggðaráði sem kveður skógarkerfil nú að finna víðs vegar í landi sveitarfélagsins sem og á einkalandi. „Dreifing hans er áhyggjuefni og hefur sveitarfélagið ýmislegt gert til að hefta vöxt hans eins og með slætti, úðun og að stinga upp plönturnar,“ bókar byggðarráðið sem skorar á alla sem málið varði „að taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að hindra að þessi jurt nái frekari útbreiðslu í sveitarfélaginu“. Í samtali við Fréttablaðið undirstrikar Sigurlaug að málið þoli ekki bið. „Mér finnst vera of mikið kæruleysi. Sumir spyrja hvort það sé ekki bara í lagi að taka þetta næsta sumar. Þetta er ekki þannig því það eru milljónir fræja sem sá sér í haust ef þau eru ekki tekin,“ segir Sigurlaug.
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira