Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2018 15:00 Vonast er til að framtíð verslunarrýmisins á Hallveigarstíg verður opinberuð fyrir miðjan nóvember. ja.is Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins. Fátt hafi verið því til fyrirstöðu að selja frekar Bónusverslunina í Kjörgarði á Laugavegi, sáttaviðræðurnar hafi hins vegar endað „með þessum hætti.“ Greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV - en þó með skilyrðum. Meðal þeirra var sala á eignum, til að mynda fyrrnefndri Bónusverslun við Hallveigarstíg sem og verslunum Bónus í Skeifunni og Smiðjuvegi í Kópavogi en búið er að finna kaupendur að öllum fasteignunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Vísi að salan á Bónusverslununum þremur hafi byggt á mati Samkeppniseftirlitsins á aðstæðum á markaði. „Það er okkar að koma með tillögur [að lokunum verslana] sem byggja á þeim vandamálum sem eftirlitið sér. Ef að það eru svæðisbundin vandamál, ef velta í dagvöru er meiri heldur en eftirlitið telur eðlilegt eftir samrunann þá er það okkar að koma með tillögur að lausn á því - sem að er þessi,“ útskýrir Finnur. Aðspurður um hvort Samkeppniseftirlitið hafi því sé eitthvað að aðstæðum í Skeifunni, Laugavegi og Kópavogi segir Finnur að umræddar verslanir séu á því sem kalla mætti „lykilstaðsetningar“ á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé mikil byggð í kringum verslanirnar þrjár, auk þess sem mikil umferð akandi og gangandi vegfarenda eigi leið um Smiðjuveg, Skeifu og Hallveigarstíg.Finnur Árnason, forstjóri HagaFyrir samrunann rak Bónus tvær verslanir í miðborg Reykjavíkur, við Hallveigarstíg og við Laugaveg - en hvað útskýrði það að ákveðið var frekar að selja fyrrnefndu verslunina? „Það hefði getað verið hvort sem er. Þetta voru bara sáttaviðræður sem enduðu með þessum hætti,“ segir Finnur. Vísir hefur fengið veður af óánægju miðborgarbúa með lokunina á Hallveigarstíg. Bónusverslunin í Kjörgarði sé í um 700 metra fjarlægð, sem er dágóð vegalengd þegar gengið er með innkaupapoka, og þá eru einnig færri bílastæði við Kjörgarð en við Hallveigarstíg. Finnur segir að Hagar hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann vonist þó til að viðskiptavinir Bónus haldi áfram að koma í verslanir þeirra. Þær má til að mynda finna í fyrrnefndum Kjörgarði, á Fiskislóð og í Skipholti. Sem fyrr segir er búið að undirrita kaupsamning um fasteignina sem hýsti Bónus á Hallveigarstíg. Finnur segir þó að ekki sé tímabært að greina frá því frá því hver kaupandinn er meðan enn er beðið mats Samkeppniseftirlitsins á hæfi kaupandans. Íbúar miðborgarinnar þurfa því að bíða með öndina í hálsinum, jafnvel fram undir miðjan nóvember, áður en tilkynnt verður um framtíð verslunarrýmisins. Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira
Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins. Fátt hafi verið því til fyrirstöðu að selja frekar Bónusverslunina í Kjörgarði á Laugavegi, sáttaviðræðurnar hafi hins vegar endað „með þessum hætti.“ Greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV - en þó með skilyrðum. Meðal þeirra var sala á eignum, til að mynda fyrrnefndri Bónusverslun við Hallveigarstíg sem og verslunum Bónus í Skeifunni og Smiðjuvegi í Kópavogi en búið er að finna kaupendur að öllum fasteignunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Vísi að salan á Bónusverslununum þremur hafi byggt á mati Samkeppniseftirlitsins á aðstæðum á markaði. „Það er okkar að koma með tillögur [að lokunum verslana] sem byggja á þeim vandamálum sem eftirlitið sér. Ef að það eru svæðisbundin vandamál, ef velta í dagvöru er meiri heldur en eftirlitið telur eðlilegt eftir samrunann þá er það okkar að koma með tillögur að lausn á því - sem að er þessi,“ útskýrir Finnur. Aðspurður um hvort Samkeppniseftirlitið hafi því sé eitthvað að aðstæðum í Skeifunni, Laugavegi og Kópavogi segir Finnur að umræddar verslanir séu á því sem kalla mætti „lykilstaðsetningar“ á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé mikil byggð í kringum verslanirnar þrjár, auk þess sem mikil umferð akandi og gangandi vegfarenda eigi leið um Smiðjuveg, Skeifu og Hallveigarstíg.Finnur Árnason, forstjóri HagaFyrir samrunann rak Bónus tvær verslanir í miðborg Reykjavíkur, við Hallveigarstíg og við Laugaveg - en hvað útskýrði það að ákveðið var frekar að selja fyrrnefndu verslunina? „Það hefði getað verið hvort sem er. Þetta voru bara sáttaviðræður sem enduðu með þessum hætti,“ segir Finnur. Vísir hefur fengið veður af óánægju miðborgarbúa með lokunina á Hallveigarstíg. Bónusverslunin í Kjörgarði sé í um 700 metra fjarlægð, sem er dágóð vegalengd þegar gengið er með innkaupapoka, og þá eru einnig færri bílastæði við Kjörgarð en við Hallveigarstíg. Finnur segir að Hagar hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann vonist þó til að viðskiptavinir Bónus haldi áfram að koma í verslanir þeirra. Þær má til að mynda finna í fyrrnefndum Kjörgarði, á Fiskislóð og í Skipholti. Sem fyrr segir er búið að undirrita kaupsamning um fasteignina sem hýsti Bónus á Hallveigarstíg. Finnur segir þó að ekki sé tímabært að greina frá því frá því hver kaupandinn er meðan enn er beðið mats Samkeppniseftirlitsins á hæfi kaupandans. Íbúar miðborgarinnar þurfa því að bíða með öndina í hálsinum, jafnvel fram undir miðjan nóvember, áður en tilkynnt verður um framtíð verslunarrýmisins.
Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15
Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30