Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2018 22:52 Stjörnumenn í stúkunni í kvöld. vísir/daníel Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. „Ég hef einu sinni farið í vítaspyrnukeppni áður í svona leik, ég held bara aldrei í svona stórum leik. Maður var bara að taka því eins og það gerðist. Þetta var skrítið fyrirkomulag þetta ABBA, fá tvær spyrnur í röð. Við börðumst eins og ljón. Það voru erfiðar aðstæður, smá rigning og vindur en bara geggjað, algjörlega geggjað.” Haraldur átti stóran þátt í sigri Garðbæingana, hann átti nokkrar frábærar vörslur í venjulegum leiktíma. Mikilvægasta sem hann gerði í leiknum var þó eflaust þegar hann varði frá Arnóri Gauta Ragnarssyni framherja Breiðabliks í vítaspyrnukeppninni. Varstu búinn að undirbúa þig sérstaklega fyrir vítaspyrnur? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá gleymdi ég að skoða vítaspyrnukeppnina þeirra á móti Ólafsvík. Fjalar (Þorgeirsson, markmannsþjálfari Stjörnunnar) skrifaði það á flöskuna mína og það eiginlega skóp það. Ég vissi hvar svona þeir myndu fara og það hjálpaði mikið til,” sagði Haraldur aðspurður hvort hann hafi undirbúið sig eitthvað sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppni. Stuðningsmennirnir hérna uppi í stúku gjörsamlega frábærir, hvernig verður fagnað Garðabænum í kvöld? „Ég veit það ekki, kannski einn kaldur þar sem við eigum mjög mikilvægan leik á miðvikudaginn og við verðum náttúrulega að undirbúa okkur fyrir það, við erum baráttu um Íslandsmeistaratitilinn þannig að það gerist ekki betra” Stjarnan á leik gegn KA í Garðabænum á miðvikudaginn en Stjarnan situr í öðru sæti Pepsi-deildarinnar með 39 stig, einu stig á eftir Val. Einungis þrír leikir eru eftir af tímabilinu og því skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. „Ég hef einu sinni farið í vítaspyrnukeppni áður í svona leik, ég held bara aldrei í svona stórum leik. Maður var bara að taka því eins og það gerðist. Þetta var skrítið fyrirkomulag þetta ABBA, fá tvær spyrnur í röð. Við börðumst eins og ljón. Það voru erfiðar aðstæður, smá rigning og vindur en bara geggjað, algjörlega geggjað.” Haraldur átti stóran þátt í sigri Garðbæingana, hann átti nokkrar frábærar vörslur í venjulegum leiktíma. Mikilvægasta sem hann gerði í leiknum var þó eflaust þegar hann varði frá Arnóri Gauta Ragnarssyni framherja Breiðabliks í vítaspyrnukeppninni. Varstu búinn að undirbúa þig sérstaklega fyrir vítaspyrnur? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá gleymdi ég að skoða vítaspyrnukeppnina þeirra á móti Ólafsvík. Fjalar (Þorgeirsson, markmannsþjálfari Stjörnunnar) skrifaði það á flöskuna mína og það eiginlega skóp það. Ég vissi hvar svona þeir myndu fara og það hjálpaði mikið til,” sagði Haraldur aðspurður hvort hann hafi undirbúið sig eitthvað sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppni. Stuðningsmennirnir hérna uppi í stúku gjörsamlega frábærir, hvernig verður fagnað Garðabænum í kvöld? „Ég veit það ekki, kannski einn kaldur þar sem við eigum mjög mikilvægan leik á miðvikudaginn og við verðum náttúrulega að undirbúa okkur fyrir það, við erum baráttu um Íslandsmeistaratitilinn þannig að það gerist ekki betra” Stjarnan á leik gegn KA í Garðabænum á miðvikudaginn en Stjarnan situr í öðru sæti Pepsi-deildarinnar með 39 stig, einu stig á eftir Val. Einungis þrír leikir eru eftir af tímabilinu og því skiptir hver einasti leikur gríðarlega miklu máli.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30