„Meistaradeildin er Disneyland fótboltans“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 14:00 Luciano Spalletti tekur af sér sjálfu með stuðningsmönnum Inter. Vísir/Getty Luciano Spalletti er mættur með lið Internazionale í Meistaradeildina og lætur eins og krakki í ævintýraheimi Disneyland. Svo lýsir hann allavega tilfinningunni sjálfur. Luciano Spalletti tók við liði Internazionale fyrir síðasta tímabil og kom því inn í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sex ár eða síðan tímabilið 2011-12. Internazionale náði fjórða sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti frá tímabilinu á undan. Fyrsti leikur Internazionale í Meistaradeildinni í ár er jafnframt fyrsti leikur Meistaradeildarinnar en liðið tekur á móti Tottenham á San Siro klukkan 16.55 í dag. Leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. „Meistaradeildin færir manni fallega upplifun eins og að vera staddur í skemmtigarði fótboltans,“ sagði Luciano Spalletti á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það fallega við Meistaradeildina er að hún breytir leikvöngum í Disneyland fótboltans þar sem draumar allra geta ræst,“ sagði Spalletti.The music, the lights, the excitement! Luciano Spalletti has compared the Champions League to Disneyland!#UCLpic.twitter.com/G6yLUf6hXg — Goal (@goal) September 18, 2018Internazionale hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins og er í 15. sæti ítölsku deildarinnar. Það mætti halda að hugur Luciano Spalletti hafi kannski verið við Meistaradeildina í upphafi tímabilsins. Internazionale fór í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar liðið var það síðast 2011-12 og datt þá út fyrir franska félaginu Marseille. Tveimur tímabilum fyrr, 2009-2010, þá vann Internazionale Meistaradeildina undir stjórn Jose Mourinho. Luciano Spalletti hefur stjórnað liðum í 51 leik í Meistaradeildinni og unnið 20 þeirra. Lengst komst hann lið AS Roma í átta liða úrslitin 2007 og 2008. Hann fór lengst með lið Zenit St. Petersburg í sextán liða úrslit. Síðasti Meistaradeildarleikur hans var með AS Roma á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinar 8. mars 2016. Real Madrid vann 2-0 með mörkum Cristiano Ronaldo og James Rodríguez en spænska liðið fór síðan alla leið og vann Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
Luciano Spalletti er mættur með lið Internazionale í Meistaradeildina og lætur eins og krakki í ævintýraheimi Disneyland. Svo lýsir hann allavega tilfinningunni sjálfur. Luciano Spalletti tók við liði Internazionale fyrir síðasta tímabil og kom því inn í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sex ár eða síðan tímabilið 2011-12. Internazionale náði fjórða sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti frá tímabilinu á undan. Fyrsti leikur Internazionale í Meistaradeildinni í ár er jafnframt fyrsti leikur Meistaradeildarinnar en liðið tekur á móti Tottenham á San Siro klukkan 16.55 í dag. Leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. „Meistaradeildin færir manni fallega upplifun eins og að vera staddur í skemmtigarði fótboltans,“ sagði Luciano Spalletti á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það fallega við Meistaradeildina er að hún breytir leikvöngum í Disneyland fótboltans þar sem draumar allra geta ræst,“ sagði Spalletti.The music, the lights, the excitement! Luciano Spalletti has compared the Champions League to Disneyland!#UCLpic.twitter.com/G6yLUf6hXg — Goal (@goal) September 18, 2018Internazionale hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins og er í 15. sæti ítölsku deildarinnar. Það mætti halda að hugur Luciano Spalletti hafi kannski verið við Meistaradeildina í upphafi tímabilsins. Internazionale fór í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar liðið var það síðast 2011-12 og datt þá út fyrir franska félaginu Marseille. Tveimur tímabilum fyrr, 2009-2010, þá vann Internazionale Meistaradeildina undir stjórn Jose Mourinho. Luciano Spalletti hefur stjórnað liðum í 51 leik í Meistaradeildinni og unnið 20 þeirra. Lengst komst hann lið AS Roma í átta liða úrslitin 2007 og 2008. Hann fór lengst með lið Zenit St. Petersburg í sextán liða úrslit. Síðasti Meistaradeildarleikur hans var með AS Roma á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinar 8. mars 2016. Real Madrid vann 2-0 með mörkum Cristiano Ronaldo og James Rodríguez en spænska liðið fór síðan alla leið og vann Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira