Umskurður drengja kannski þegar bannaður með lögum Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2018 12:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Vísir/vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins telur að umskurður ólögráða drengja án læknisfræðilegrar ástæðu kunni nú þegar að vera bannaður samkvæmt íslenskum lögum og jafnvel stjórnarskrá. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr þessu skorið og boðar nýtt frumvarp um bann við umskurði gerist þess þörf. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Frumvarpið fór til nefndar eftir fyrstu umræðu en fékk ekki afgreiðslu í nefndinni. „Nefndin hafði kannski ekki tíma til að fullvinna málið og svara þeim spurningum sem brunnu á. Umsagnirnar voru reyndar fjölmargar en okkur vantaði ákveðnar upplýsingar inn í málið. Þess vegna ákvað ég að senda skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr ákveðnum hlutum skorðið áður en lengra verði haldið,“ segir Silja Dögg. Fyrirspurn Silju Daggar til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er í þremur liðum. Hún spyr hvort heimilt sé að framkvæma umskurð á kynfærum drengja ef ekki liggi fyrir læknisfræðilegar ástæður eða rök fyrir þörf á slíku óafturkræfu inngripi. Ef svo sé vill Silja fá að vita í hvaða tilvikum væri það heimilt. Þá spyr Silja Dögg ráðherra hvort hún telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip sem umskurður á kynfærum drengja sé geti verið refsivert samkvæmt almennri refsilöggjöf. Og hvort ráðherra telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip geti verið andstætt mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, m.a. um jafnræði og um friðhelgi einkalífs, ákvæðum barnaverndarlaga, laga um heilbrigðisstarfsfólk, laga um réttindi sjúklinga og laga um mannréttindasáttmála Evrópu auk barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „En sumir lögfræðingar hafa nefnt að það sé hægt að gera þetta nú þegar. Þannig að ég vildi fá formlega niðurstöðu við þeim spurningum. Það er nauðsynlegt til að vita hvert skal stefna.“Þannig að þú metur þá stöðuna í framhaldi af þessum svörum, hvort nauðsynlegt sé að leggja fram annað frumvarp?„Já, ég geri það. Ég þarf náttúrlega ekki að leggja fram frumvarp að nýju ef þetta er þegar bannað. Það segir sig sjálft,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir. Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins telur að umskurður ólögráða drengja án læknisfræðilegrar ástæðu kunni nú þegar að vera bannaður samkvæmt íslenskum lögum og jafnvel stjórnarskrá. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr þessu skorið og boðar nýtt frumvarp um bann við umskurði gerist þess þörf. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Frumvarpið fór til nefndar eftir fyrstu umræðu en fékk ekki afgreiðslu í nefndinni. „Nefndin hafði kannski ekki tíma til að fullvinna málið og svara þeim spurningum sem brunnu á. Umsagnirnar voru reyndar fjölmargar en okkur vantaði ákveðnar upplýsingar inn í málið. Þess vegna ákvað ég að senda skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr ákveðnum hlutum skorðið áður en lengra verði haldið,“ segir Silja Dögg. Fyrirspurn Silju Daggar til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er í þremur liðum. Hún spyr hvort heimilt sé að framkvæma umskurð á kynfærum drengja ef ekki liggi fyrir læknisfræðilegar ástæður eða rök fyrir þörf á slíku óafturkræfu inngripi. Ef svo sé vill Silja fá að vita í hvaða tilvikum væri það heimilt. Þá spyr Silja Dögg ráðherra hvort hún telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip sem umskurður á kynfærum drengja sé geti verið refsivert samkvæmt almennri refsilöggjöf. Og hvort ráðherra telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip geti verið andstætt mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, m.a. um jafnræði og um friðhelgi einkalífs, ákvæðum barnaverndarlaga, laga um heilbrigðisstarfsfólk, laga um réttindi sjúklinga og laga um mannréttindasáttmála Evrópu auk barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „En sumir lögfræðingar hafa nefnt að það sé hægt að gera þetta nú þegar. Þannig að ég vildi fá formlega niðurstöðu við þeim spurningum. Það er nauðsynlegt til að vita hvert skal stefna.“Þannig að þú metur þá stöðuna í framhaldi af þessum svörum, hvort nauðsynlegt sé að leggja fram annað frumvarp?„Já, ég geri það. Ég þarf náttúrlega ekki að leggja fram frumvarp að nýju ef þetta er þegar bannað. Það segir sig sjálft,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48