Ólafía spilar með svartan borða til minningar um spænska kylfinginn sem var myrtur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 15:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun spila á Estrella Damm Mediterranean golfmótinu á næstu dögum en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Mótið fer fram hjá Club de Golf Terramar golfklúbbnum í Sitges sem er rétt hjá Barcelona. Estrella Damm Mediterranean golfmótið fer nú fram í skugga hræðilegs atburðar í Bandaríkjunum á dögunum þegar spænski kylfingurinn Celia Barquín var myrt út á golfvelli í Ames í Iowa fylki. Mótshaldarar munu minnast Celiu Barquín í vikunni og verður meðal annars mínútu þögn á miðjum fyrsta keppnisdegi á morgun. Allir kylfingarnir munu einnig bera svartan borða á mótinu til minningar um Celia Barquín. Celia Barquín var Evrópumeistari áhugakylfinga 2018 og var á lokaári sínu í verkfræði við Iowa State háskólann í Ames. Celia Barquín fannst myrt á golfvellinum í Ames og 22 ára heimilislaus maður, sem bjó í tjaldi við golfvöllinn, hefur nú verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér fyrir neðan má heyra nokkrar vinkonur Celia Barquín á evrópsku mótaröðinni minnast hennar.Friends pay their respects to Celia Barquín Arozamena @MeditLadiesOpen LET players will honour Celia with a minute’s silence during the speeches at this evenings function, during the Pro-Am prize giving presentations, at midday during the 1st round & wear black ribbons. pic.twitter.com/F3dNMWxlha — Ladies European Tour (@LETgolf) September 18, 2018 Hér fyrir neðan sést Celia Barquín við æfingar á golfvellinum í Ames.Today is a day of remembrance and mourning. @CycloneWGOLFpic.twitter.com/I2Kx8mJIeg — Cyclones.tv (@CyclonesTV) September 18, 2018 Golf Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun spila á Estrella Damm Mediterranean golfmótinu á næstu dögum en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Mótið fer fram hjá Club de Golf Terramar golfklúbbnum í Sitges sem er rétt hjá Barcelona. Estrella Damm Mediterranean golfmótið fer nú fram í skugga hræðilegs atburðar í Bandaríkjunum á dögunum þegar spænski kylfingurinn Celia Barquín var myrt út á golfvelli í Ames í Iowa fylki. Mótshaldarar munu minnast Celiu Barquín í vikunni og verður meðal annars mínútu þögn á miðjum fyrsta keppnisdegi á morgun. Allir kylfingarnir munu einnig bera svartan borða á mótinu til minningar um Celia Barquín. Celia Barquín var Evrópumeistari áhugakylfinga 2018 og var á lokaári sínu í verkfræði við Iowa State háskólann í Ames. Celia Barquín fannst myrt á golfvellinum í Ames og 22 ára heimilislaus maður, sem bjó í tjaldi við golfvöllinn, hefur nú verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér fyrir neðan má heyra nokkrar vinkonur Celia Barquín á evrópsku mótaröðinni minnast hennar.Friends pay their respects to Celia Barquín Arozamena @MeditLadiesOpen LET players will honour Celia with a minute’s silence during the speeches at this evenings function, during the Pro-Am prize giving presentations, at midday during the 1st round & wear black ribbons. pic.twitter.com/F3dNMWxlha — Ladies European Tour (@LETgolf) September 18, 2018 Hér fyrir neðan sést Celia Barquín við æfingar á golfvellinum í Ames.Today is a day of remembrance and mourning. @CycloneWGOLFpic.twitter.com/I2Kx8mJIeg — Cyclones.tv (@CyclonesTV) September 18, 2018
Golf Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira