Rúnar: Tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara Árni Jóhannsson á Samsungvellinum í Garðabæ skrifar 19. september 2018 20:22 Rúnar Páll Sigmundsson þjálfar Stjörnuna vísir/bára Þjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins á móti KA fyrr í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ. Úrslitin þýða að forskot Vals á Stjörnuna eru þrjú stig þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Hann var spurður að því hvort að það sem hann tæki úr leiknum væru tvö töpuð stig. „Það er ekkert annað til að taka héðan. Þetta var hörkuleikur, KA menn voru góðir í dag og við vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. Rúnar var spurður að því hvort úrslitaleikur bikarkeppninnar hafi eitthvað setið í hans mönnum og hló hann örlítið áður en hann svaraði enda mikil klisja þessi bikarþynnka. „Nei, heilt yfir var ágætis skipulag og kraftur í okkur. Þú sást það í lokin að það var fínn kraftur í okkur. Jú jú það voru einhverjir hjá okkur þreyttir hérna um miðbiki hálfleiksins en það er engin afsökun fyrir því að klára ekki þennan leik.“ Eins og sagði áðan þá er forskot Valsmann þrjú stig og vildi Rúnar Páll meina að baráttan væri orðin erfiðari en hún væri ekki búin. „Þetta er ekki búið, tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara.“ „Við fáum ágætis færi til að skora í leiknum, hann varði feykivel strákurinn hjá þeim í markinu, tala nú ekki um hérna þegar Sölvi skorar markið sem var dæmt af. Við vorum svo með færi hérna á síðasta korterinu sem við hefðum átt að nýta betur, við vorum stórhættulegir. Hilmar Árni fékk dauðafæri til dæmis þar sem erfiðara er að skjóta framhjá en að skora. Þegar maður nýtir ekki svona móment þá er það náttúrlega dýrt. Ef við hefðum nýtt þessi færi þá hefðum við unnið leikinn en svona er þetta, stutt á milli“, sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Þjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu svekktur með úrslit leiksins á móti KA fyrr í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli Stjörnunnar í Garðabæ. Úrslitin þýða að forskot Vals á Stjörnuna eru þrjú stig þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Hann var spurður að því hvort að það sem hann tæki úr leiknum væru tvö töpuð stig. „Það er ekkert annað til að taka héðan. Þetta var hörkuleikur, KA menn voru góðir í dag og við vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. Rúnar var spurður að því hvort úrslitaleikur bikarkeppninnar hafi eitthvað setið í hans mönnum og hló hann örlítið áður en hann svaraði enda mikil klisja þessi bikarþynnka. „Nei, heilt yfir var ágætis skipulag og kraftur í okkur. Þú sást það í lokin að það var fínn kraftur í okkur. Jú jú það voru einhverjir hjá okkur þreyttir hérna um miðbiki hálfleiksins en það er engin afsökun fyrir því að klára ekki þennan leik.“ Eins og sagði áðan þá er forskot Valsmann þrjú stig og vildi Rúnar Páll meina að baráttan væri orðin erfiðari en hún væri ekki búin. „Þetta er ekki búið, tölfræðilega er þetta ekki búið en þetta er erfiðara.“ „Við fáum ágætis færi til að skora í leiknum, hann varði feykivel strákurinn hjá þeim í markinu, tala nú ekki um hérna þegar Sölvi skorar markið sem var dæmt af. Við vorum svo með færi hérna á síðasta korterinu sem við hefðum átt að nýta betur, við vorum stórhættulegir. Hilmar Árni fékk dauðafæri til dæmis þar sem erfiðara er að skjóta framhjá en að skora. Þegar maður nýtir ekki svona móment þá er það náttúrlega dýrt. Ef við hefðum nýtt þessi færi þá hefðum við unnið leikinn en svona er þetta, stutt á milli“, sagði Rúnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA 1-1 | KA setti stórt skarð í titilvonir Stjörnunnar Stjörnumenn misstu af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsideild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við KA á heimavelli sínum í kvöld. 19. september 2018 20:30