Grant Hill, Jason Kidd og Steve Nash allir teknir inn í Heiðurshöllina á föstudaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 16:00 Jason Kidd og Steve Nash. Vísir/Getty Tveir af öflugustu leikstjórendum NBA-deildarinnar á sínum verða báðir teknir inn í Heiðurshöll körfuboltans um helgina en þar erum við að tala um Naismith Memorial Basketball Hall of Fame. Þetta eru þeir Jason Kidd og Steve Nash. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar verður skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts.Naismith Memorial Basketball Hall of Fame Announces 2018 Enshrinement Ceremony Presenters. #18HoopClass : https://t.co/CXPribxz1hpic.twitter.com/H0PpLnp3a9 — Basketball HOF (@Hoophall) August 22, 2018Árleg inntökuhátíð Heiðurshallarinnar fer fram um komandi helgi frá fimmtudegi til laugardags. Inntökuathöfnin sjálf fer fram á föstudagskvöldið. Það er nú búið að tilkynna hverjir kynna nýju Heiðurshallarmeðlimina á inntökuathöfninni en þeir eru mismunandi á milli manna. Þeir sem kynna nýja menn eru allir meðlimir í Heiðurshöllinni. Reggie Miller (2012 árgangurinn) mun kynna Ray Allen sem á sínum tíma var með 18,9 stig og 40 prósent þriggja stiga nýtingu í 1300 leikjum í NBA. Billy Cunningham (1986) og Julius Erving (1993) munu kynna inn Maurice Cheeks sem var með 11,1 stig, 6,7 stoðsendingar og 2,1 stolna bolta að meðaltali í 1101 NBA-leik.TOMORROW! Enjoy this special #PlayersOnly sit-down interview with the 1994-1995 Co-ROY & 2018 Basketball Hall of Fame inductees @RealJasonKidd & @realgranthill33! Tomorrow at 8pm ET on NBA TV! pic.twitter.com/21dJONH1To — NBA TV (@NBATV) September 4, 2018 Isiah Thomas (2000), Mike Krzyzewski (2001), Patrick Ewing (2008) og Alonzo Mourning (2014) munu allir kynna Grant Hill sem var með 16,7 stig, 6,0 fráköst og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í 1026 NBA-leikjum. Gary Payton (2013) mun kynna inn Jason Kidd sem var með 12,6 stig, 6,3 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í 1391 NBA-leik. Don Nelson (2012) mun kynna inn Steve Nash sem var með 14,3 stig, 8,5 stoðsendingar og 42,8 prósent þriggja stiga nýtingu í 1217 NBA-leikjum.From Victoria, B.C. to the Basketball Hall of Fame, this Saturday on Sportsnet we look back at the career of one of the best shooters in NBA history in @SteveNash: Visionary. Sept. 1 | 5pm ET | Sportsnet pic.twitter.com/DBqez5VeII — Sportsnet (@Sportsnet) August 27, 2018Larry Bird (1998) mun kynna inn Dino Radja sem var með 16,7 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í 224 NBA-leikjum. Radja er fulltrúi Alþjóðakörfuboltasambandsins en vann Evróðpudeildina tvivvar og var á sínum tíma valinn einn af 50 bestu körfuboltamönnum sögunnar af FIBA.Hér má sjá meira um þessa og hin sem tekin verða inn í Heiðurshöllina um helgina.Basketball Hall of Fame: Class of 2018 https://t.co/OHKEASEIhq << Info Here pic.twitter.com/uZP6mPGvOv — NBA Now (@_NBANow) September 3, 2018 NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Tveir af öflugustu leikstjórendum NBA-deildarinnar á sínum verða báðir teknir inn í Heiðurshöll körfuboltans um helgina en þar erum við að tala um Naismith Memorial Basketball Hall of Fame. Þetta eru þeir Jason Kidd og Steve Nash. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar verður skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts.Naismith Memorial Basketball Hall of Fame Announces 2018 Enshrinement Ceremony Presenters. #18HoopClass : https://t.co/CXPribxz1hpic.twitter.com/H0PpLnp3a9 — Basketball HOF (@Hoophall) August 22, 2018Árleg inntökuhátíð Heiðurshallarinnar fer fram um komandi helgi frá fimmtudegi til laugardags. Inntökuathöfnin sjálf fer fram á föstudagskvöldið. Það er nú búið að tilkynna hverjir kynna nýju Heiðurshallarmeðlimina á inntökuathöfninni en þeir eru mismunandi á milli manna. Þeir sem kynna nýja menn eru allir meðlimir í Heiðurshöllinni. Reggie Miller (2012 árgangurinn) mun kynna Ray Allen sem á sínum tíma var með 18,9 stig og 40 prósent þriggja stiga nýtingu í 1300 leikjum í NBA. Billy Cunningham (1986) og Julius Erving (1993) munu kynna inn Maurice Cheeks sem var með 11,1 stig, 6,7 stoðsendingar og 2,1 stolna bolta að meðaltali í 1101 NBA-leik.TOMORROW! Enjoy this special #PlayersOnly sit-down interview with the 1994-1995 Co-ROY & 2018 Basketball Hall of Fame inductees @RealJasonKidd & @realgranthill33! Tomorrow at 8pm ET on NBA TV! pic.twitter.com/21dJONH1To — NBA TV (@NBATV) September 4, 2018 Isiah Thomas (2000), Mike Krzyzewski (2001), Patrick Ewing (2008) og Alonzo Mourning (2014) munu allir kynna Grant Hill sem var með 16,7 stig, 6,0 fráköst og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í 1026 NBA-leikjum. Gary Payton (2013) mun kynna inn Jason Kidd sem var með 12,6 stig, 6,3 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í 1391 NBA-leik. Don Nelson (2012) mun kynna inn Steve Nash sem var með 14,3 stig, 8,5 stoðsendingar og 42,8 prósent þriggja stiga nýtingu í 1217 NBA-leikjum.From Victoria, B.C. to the Basketball Hall of Fame, this Saturday on Sportsnet we look back at the career of one of the best shooters in NBA history in @SteveNash: Visionary. Sept. 1 | 5pm ET | Sportsnet pic.twitter.com/DBqez5VeII — Sportsnet (@Sportsnet) August 27, 2018Larry Bird (1998) mun kynna inn Dino Radja sem var með 16,7 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í 224 NBA-leikjum. Radja er fulltrúi Alþjóðakörfuboltasambandsins en vann Evróðpudeildina tvivvar og var á sínum tíma valinn einn af 50 bestu körfuboltamönnum sögunnar af FIBA.Hér má sjá meira um þessa og hin sem tekin verða inn í Heiðurshöllina um helgina.Basketball Hall of Fame: Class of 2018 https://t.co/OHKEASEIhq << Info Here pic.twitter.com/uZP6mPGvOv — NBA Now (@_NBANow) September 3, 2018
NBA Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira