Bólusetningartillagan felld í borgarstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2018 08:18 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún sést hér með kollegum sínum, Mörtu Guðjónsdóttur og Eyþóri Arnalds. fréttablaðið/sigtryggur ari Tillaga Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að gera bólusetningar að skilyrði við innritun barna á leikskólum Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. Þrjár bókanir voru boðaðar við tillöguna. Í tillögunni, sem sjá má í heild sinni hér, er meðal annars vísað í það að sóttvarnalæknir telji þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi ekki fullnægjandi. Þá er jafnframt vísað í það hversu mjög mislingatilfellum hefur fjölgað í Evrópu á síðastliðnum tveimur árum. Eftir að Hildur hafði flutt tillöguna í borgarstjórn tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, til máls. Hann þakkaði fyrir tillöguna en kvaðst ekki fyllilega sammála henni þó að hann væri einarður talsmaður bólusetninga og deildi áhyggjum af því að hlutfall bólusettra væri ekki nógu hátt, sérstaklega þegar litið væri til mislinga. Þá fagnaði hann umræðunni um og sagði hana mikilvæga til að vekja foreldra til umhugsunar um hvort þeir hafi gleymt skoðunum á börnunum sínum.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkVæri verið að tala um rétt barna til menntunar Dagur rifjaði síðan upp það þegar sambærileg tillaga var borin upp í borgarstjórn fyrir nokkrum árum en í henni var lagt til að farið yrði í samtal við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, um málið. „Ég treysti Þórólfi Guðnasyni mjög vel til að hafa yfirlit yfir þetta og meta þetta. Það sem mér finnst vera kjarni málsins hjá honum er að honum finnst meðalhófs ekki gætt á meðan í raun heilbrigðiskerfið og heilsugæslan eru ekki búin að klára sína vinnu og gera það eins vel og það getur,“ sagði Dagur, en í umræðunni nú hefur sóttvarnalæknir einnig sagt að honum þyki ekki tímabært að grípa til slíkra aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín. Borgarstjóri sagði síðan að verið væri að tala um rétt barna til menntunar. „Það sem við erum að tala um varðandi leikskóla ætti hugsanlega líka við um grunnskóla. Við getum ekki vegið það léttvægt að mínu mati að setja einhverjar þær reglur ef aðrar mýkri leiðir eru í boði sem svipta börn, vegna afstöðu foreldra eða einhvers annars trassaskapar, því að vera inni á leikskóla.“ Þá sagði Dagur að honum þætti hættan á mislingafaraldri fullkomlega löglegt sjónarmið í því að velta fyrir sér einhvers konar skyldu til bólusetninga eða annarra aðgera. „En við verðum að meta á hverjum tíma hvort það séu það slíkir almannahagsmunir undir að það réttlæti svona róttæka aðgerð eins og að vísa einhverjum frá leikskóla.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira
Tillaga Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að gera bólusetningar að skilyrði við innritun barna á leikskólum Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Greiddu þrettán borgarfulltrúar atkvæði gegn tillögunni og tíu greiddu atkvæði með. Þrjár bókanir voru boðaðar við tillöguna. Í tillögunni, sem sjá má í heild sinni hér, er meðal annars vísað í það að sóttvarnalæknir telji þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi ekki fullnægjandi. Þá er jafnframt vísað í það hversu mjög mislingatilfellum hefur fjölgað í Evrópu á síðastliðnum tveimur árum. Eftir að Hildur hafði flutt tillöguna í borgarstjórn tók Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, til máls. Hann þakkaði fyrir tillöguna en kvaðst ekki fyllilega sammála henni þó að hann væri einarður talsmaður bólusetninga og deildi áhyggjum af því að hlutfall bólusettra væri ekki nógu hátt, sérstaklega þegar litið væri til mislinga. Þá fagnaði hann umræðunni um og sagði hana mikilvæga til að vekja foreldra til umhugsunar um hvort þeir hafi gleymt skoðunum á börnunum sínum.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkVæri verið að tala um rétt barna til menntunar Dagur rifjaði síðan upp það þegar sambærileg tillaga var borin upp í borgarstjórn fyrir nokkrum árum en í henni var lagt til að farið yrði í samtal við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, um málið. „Ég treysti Þórólfi Guðnasyni mjög vel til að hafa yfirlit yfir þetta og meta þetta. Það sem mér finnst vera kjarni málsins hjá honum er að honum finnst meðalhófs ekki gætt á meðan í raun heilbrigðiskerfið og heilsugæslan eru ekki búin að klára sína vinnu og gera það eins vel og það getur,“ sagði Dagur, en í umræðunni nú hefur sóttvarnalæknir einnig sagt að honum þyki ekki tímabært að grípa til slíkra aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín. Borgarstjóri sagði síðan að verið væri að tala um rétt barna til menntunar. „Það sem við erum að tala um varðandi leikskóla ætti hugsanlega líka við um grunnskóla. Við getum ekki vegið það léttvægt að mínu mati að setja einhverjar þær reglur ef aðrar mýkri leiðir eru í boði sem svipta börn, vegna afstöðu foreldra eða einhvers annars trassaskapar, því að vera inni á leikskóla.“ Þá sagði Dagur að honum þætti hættan á mislingafaraldri fullkomlega löglegt sjónarmið í því að velta fyrir sér einhvers konar skyldu til bólusetninga eða annarra aðgera. „En við verðum að meta á hverjum tíma hvort það séu það slíkir almannahagsmunir undir að það réttlæti svona róttæka aðgerð eins og að vísa einhverjum frá leikskóla.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00 Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira
Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að almennar bólusetningar verði skilyrði fyrir leikskóladvöl barna. Sóttvarnalæknir telur hægt að auka þátttöku í bólusetningum með öðrum leiðum og telur óráðlegt að fara fram með slíkri hörku. 29. ágúst 2018 06:00
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Með og á móti: Eiga bólusetningar að vera skilyrði fyrir inntöku barna á leikskóla? Borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Hildur Björnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, rökræða um bólusetningar sem skilyrði fyrir inntöku barna í leikskóla borgarinnar. 1. september 2018 09:00