Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 17:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska 21 árs landsliðinu í leik á móti Sviss í úrslitakeppni EM U21 í Danmörku sumarið 2011. Sviss vann leikinn 2-0. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. Srákarnir okkar eru margoft búnir að endurskrifa íslensku fótboltasöguna á síðustu árum meðal annars með því að komast á bæði EM og HM í fyrsta sinn sem og að koma íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í hóp tuttugu bestu landsliða á FIFA-listanum. Á næstu dögum getur íslenska landsliðið enn á ný afrekað eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Íslenska karlalandsliðið hefur nefnilega aldrei náð að vinna Sviss eða Belgíu hjá A-landsliðum karla. Leikirnir á næstu fjórum dögum verða sextándu og sautjándu tilraunir íslenska karlalandsliðsins við að vinna þessari tvær öflugur knattspyrnuþjóðir.Jóhann Berg Guðmundsson skorar eitt af þremur mörkum sínum í Bern í september 2013.Vísir/EPAÍsland hefur mætt Sviss sex sinnum og eini leikurinn sem tapaðist ekki var ótrúlegur endurkomuleikur í Bern í september 2013. Sviss komst í 4-1 í leiknum en íslensku strákarnir tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu 35 mínútunum. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í leiknum en hann er fjarri góðu gamni núna. Fjórða markið skoraði síðan Kolbeinn Sigþórsson sem er aftur kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Hinir fimm leikirnir á móti Sviss hafa allir tapaðst en enginn þeirra þó með meira en tveimur mörkum. Uppskeran er því eitt jafntefli í sex leikjum og markatalan er -8 (5-13). Eina markið sem kom ekki í þessum leik í Bern fyrir fimm árum skoraði Janus Guðlaugsson í 1-2 tapi á Laugardalsvellinum 9. júní 1979.Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Belgíu í nóvember 2014.Vísir/GettyÁrangurinn á móti Sviss er ekki góður en hann er enn verri á móti Belgíu. Þjóðirnar hafa mæst níu sinnum hjá A-landsliðum karla og Belgar hafa unnið í öll níu skiptin. Síðasti leikur þjóðanna var vináttulandsleikur í Brussel 12. nóvember 2014 en Belgar unnu þann leik 3-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í þessum leik. Mark Alfreðs er eitt af sex íslensku mörkum á móti Belgum en aðrir sem hafa skoraði í landsleik á móti Belgíu eru Þórður Þórðarson (3) og Ríkharður Jónsson (2). Þessi fimm mörk þessara tveggja goðsagna úr fyrsta gullaldarliði Skagamanna komu í tveimur tapleikjum í undankeppni HM 1958, 3-8 og 2-5, sem fóru fram sumarið 1957. Markatalan í leikjunum níu á móti Belgum er -26 (6-32).Íslenska landsliðið er því með 0 sigra, 1 jafntefli og 14 töp í fimmtán landsleikjum sínum við Belgíu og Sviss og markatalan er -34 (11-45). Það sést á þessu að það er fyrir löngu kominn tími að laga þessa tölfræði og vonandi tekst það hjá strákunum okkur um leið og þeir þreyta frumraun sína í Þjóðadeildinni. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. Srákarnir okkar eru margoft búnir að endurskrifa íslensku fótboltasöguna á síðustu árum meðal annars með því að komast á bæði EM og HM í fyrsta sinn sem og að koma íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í hóp tuttugu bestu landsliða á FIFA-listanum. Á næstu dögum getur íslenska landsliðið enn á ný afrekað eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Íslenska karlalandsliðið hefur nefnilega aldrei náð að vinna Sviss eða Belgíu hjá A-landsliðum karla. Leikirnir á næstu fjórum dögum verða sextándu og sautjándu tilraunir íslenska karlalandsliðsins við að vinna þessari tvær öflugur knattspyrnuþjóðir.Jóhann Berg Guðmundsson skorar eitt af þremur mörkum sínum í Bern í september 2013.Vísir/EPAÍsland hefur mætt Sviss sex sinnum og eini leikurinn sem tapaðist ekki var ótrúlegur endurkomuleikur í Bern í september 2013. Sviss komst í 4-1 í leiknum en íslensku strákarnir tryggðu sér jafntefli með því að skora þrjú mörk á síðustu 35 mínútunum. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði þrennu í leiknum en hann er fjarri góðu gamni núna. Fjórða markið skoraði síðan Kolbeinn Sigþórsson sem er aftur kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Hinir fimm leikirnir á móti Sviss hafa allir tapaðst en enginn þeirra þó með meira en tveimur mörkum. Uppskeran er því eitt jafntefli í sex leikjum og markatalan er -8 (5-13). Eina markið sem kom ekki í þessum leik í Bern fyrir fimm árum skoraði Janus Guðlaugsson í 1-2 tapi á Laugardalsvellinum 9. júní 1979.Alfreð Finnbogason fagnar marki sínu á móti Belgíu í nóvember 2014.Vísir/GettyÁrangurinn á móti Sviss er ekki góður en hann er enn verri á móti Belgíu. Þjóðirnar hafa mæst níu sinnum hjá A-landsliðum karla og Belgar hafa unnið í öll níu skiptin. Síðasti leikur þjóðanna var vináttulandsleikur í Brussel 12. nóvember 2014 en Belgar unnu þann leik 3-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark íslenska liðsins í leiknum en hann er frá vegna meiðsla í þessum leik. Mark Alfreðs er eitt af sex íslensku mörkum á móti Belgum en aðrir sem hafa skoraði í landsleik á móti Belgíu eru Þórður Þórðarson (3) og Ríkharður Jónsson (2). Þessi fimm mörk þessara tveggja goðsagna úr fyrsta gullaldarliði Skagamanna komu í tveimur tapleikjum í undankeppni HM 1958, 3-8 og 2-5, sem fóru fram sumarið 1957. Markatalan í leikjunum níu á móti Belgum er -26 (6-32).Íslenska landsliðið er því með 0 sigra, 1 jafntefli og 14 töp í fimmtán landsleikjum sínum við Belgíu og Sviss og markatalan er -34 (11-45). Það sést á þessu að það er fyrir löngu kominn tími að laga þessa tölfræði og vonandi tekst það hjá strákunum okkur um leið og þeir þreyta frumraun sína í Þjóðadeildinni.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Sjá meira