Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2018 17:00 Ríkisstjórn Donalds Trump átti í viðræðum við yfirmenn innan venesúelska hersins um mögulegt valdarán í landinu. Vísir/Getty Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. „Þetta mun lenda eins og sprengja á svæðinu,“ sagði Mari Carmen Aponte, sem var yfir utanríkismálum Bandaríkjanna í rómönsku Ameríku á síðustu mánuðum stjórnartíðar Baracks Obama, og átti þá við rómönsku Ameríku sem heild, en Bandaríkin hafa í gegnum tíðina oft stutt og jafnvel skipulagt valdarán og kollvarpanir hinna ýmsu leiðtoga á svæðinu, til að mynda í Síle, Brasilíu og Níkaragva. Eitt frægasta dæmið um afskipti Bandaríkjanna af heimshlutanum er valdaránið í Gvatemala árið 1954, sem var meðal annars skipulagt af leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Þrátt fyrir að leiðtogar nágrannaríkja Venesúela séu margir hverjir sammála um að Maduro sé í auknum mæli farinn að sýna einræðistilburði þá verður, í ljósi sögunnar, að teljast ólíklegt að hvers konar valdaránstilraun studd af Bandaríkjunum hefði notið stuðnings í þessum heimshluta.Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur í auknum mæli sýnt af sér einræðistilburði og vakið ugg hjá leiðtogum nágrannaþjóða sinna.Vísir/GettyÍ fréttaskýringu New York Times kemur einnig fram að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi að lokum ákveðið að styðja ekki við bakið á venesúelskum uppreisnarseggjum en samskipti á milli aðilana gætu dregið dilk á eftir sér, bæði fyrir Bandaríkjastjórn og andstæðinga Maduro. Maduro hefur lengi haldið því fram að stjórnmálamenn í Washington vilji hann úr embætti og nýjustu upplýsingar benda til þess að einhver fótur sé fyrir fullyrðingum forsetans. Þá telja margir að Maduro muni geta nýtt sér málið til þess að draga úr mótstöðu annarra þjóðarleiðtoga í rómönsku Ameríku sem margir hverjir hafa staðið sameinaðir í andstöðu sinni gegn forsetanum. Hvíta húsið hefur neitað að svara ítarlegum spurningum um málið, en gaf út yfirlýsingu þar sem kom fram að „mikilvægt væri að eiga samtal við alla Venesúelamenn sem sýna fram á að þeir vilji lýðræði, til þess að ná fram jákvæðum breytingum í landi sem hefur þjáðst mikið undir Maduro.“ Bandaríkin Brasilía Chile Venesúela Tengdar fréttir Maduro slapp undan drónaárás Forseti Venesúela var að halda ræðu, sem sýnd var í beinni útsendingu, þegar sprengja sprakk. 4. ágúst 2018 23:24 Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro Hópur hefur lýst yfir ábyrgð á misheppnaðari morðtilraun á forseta Venesúela. 5. ágúst 2018 09:44 Ríkisstjórn Maduro herjar á stjórnarandstöðuna Þingmaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur verið handtekinn og handtökuskipun hefur verið gefin út gagnvart öðrum sem er í útlegð. 8. ágúst 2018 22:25 Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. „Þetta mun lenda eins og sprengja á svæðinu,“ sagði Mari Carmen Aponte, sem var yfir utanríkismálum Bandaríkjanna í rómönsku Ameríku á síðustu mánuðum stjórnartíðar Baracks Obama, og átti þá við rómönsku Ameríku sem heild, en Bandaríkin hafa í gegnum tíðina oft stutt og jafnvel skipulagt valdarán og kollvarpanir hinna ýmsu leiðtoga á svæðinu, til að mynda í Síle, Brasilíu og Níkaragva. Eitt frægasta dæmið um afskipti Bandaríkjanna af heimshlutanum er valdaránið í Gvatemala árið 1954, sem var meðal annars skipulagt af leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Þrátt fyrir að leiðtogar nágrannaríkja Venesúela séu margir hverjir sammála um að Maduro sé í auknum mæli farinn að sýna einræðistilburði þá verður, í ljósi sögunnar, að teljast ólíklegt að hvers konar valdaránstilraun studd af Bandaríkjunum hefði notið stuðnings í þessum heimshluta.Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur í auknum mæli sýnt af sér einræðistilburði og vakið ugg hjá leiðtogum nágrannaþjóða sinna.Vísir/GettyÍ fréttaskýringu New York Times kemur einnig fram að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi að lokum ákveðið að styðja ekki við bakið á venesúelskum uppreisnarseggjum en samskipti á milli aðilana gætu dregið dilk á eftir sér, bæði fyrir Bandaríkjastjórn og andstæðinga Maduro. Maduro hefur lengi haldið því fram að stjórnmálamenn í Washington vilji hann úr embætti og nýjustu upplýsingar benda til þess að einhver fótur sé fyrir fullyrðingum forsetans. Þá telja margir að Maduro muni geta nýtt sér málið til þess að draga úr mótstöðu annarra þjóðarleiðtoga í rómönsku Ameríku sem margir hverjir hafa staðið sameinaðir í andstöðu sinni gegn forsetanum. Hvíta húsið hefur neitað að svara ítarlegum spurningum um málið, en gaf út yfirlýsingu þar sem kom fram að „mikilvægt væri að eiga samtal við alla Venesúelamenn sem sýna fram á að þeir vilji lýðræði, til þess að ná fram jákvæðum breytingum í landi sem hefur þjáðst mikið undir Maduro.“
Bandaríkin Brasilía Chile Venesúela Tengdar fréttir Maduro slapp undan drónaárás Forseti Venesúela var að halda ræðu, sem sýnd var í beinni útsendingu, þegar sprengja sprakk. 4. ágúst 2018 23:24 Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro Hópur hefur lýst yfir ábyrgð á misheppnaðari morðtilraun á forseta Venesúela. 5. ágúst 2018 09:44 Ríkisstjórn Maduro herjar á stjórnarandstöðuna Þingmaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur verið handtekinn og handtökuskipun hefur verið gefin út gagnvart öðrum sem er í útlegð. 8. ágúst 2018 22:25 Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Maduro slapp undan drónaárás Forseti Venesúela var að halda ræðu, sem sýnd var í beinni útsendingu, þegar sprengja sprakk. 4. ágúst 2018 23:24
Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro Hópur hefur lýst yfir ábyrgð á misheppnaðari morðtilraun á forseta Venesúela. 5. ágúst 2018 09:44
Ríkisstjórn Maduro herjar á stjórnarandstöðuna Þingmaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur verið handtekinn og handtökuskipun hefur verið gefin út gagnvart öðrum sem er í útlegð. 8. ágúst 2018 22:25
Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05