Skemmtilegasti áratugur lífsins er framundan Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 06:00 Sigrún er leiðsögumaður og vinnur einnig við að velja leikara í kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar Fréttablaðið/Ernir „Það er óþyrmileg áminning um að maður sé að verða aldurhniginn að fá svona símtal,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona, þegar ég slæ á þráðinn og falast eftir viðtali vegna fimmtugsafmælisins í dag. „Nei, ég er bara að grínast,“ bætir hún svo við hlæjandi. „Mér finnast þetta skemmtileg tímamót og tek þeim bara fagnandi. Ég er að ferðast um með fólki frá Bandaríkjunum og konurnar í hópnum keppast við að sannfæra mig um að tímabilið milli 50 og 60 sé skemmtilegasti áratugur lífsins. Ég tek mark á þeim þannig að ég hlakka bara til.“ Sigrún kveðst vera stödd í Efstadal í Bláskógabyggð. Hún er sem sagt leiðsögumaður meðal annars. „Ég er með marga hatta,“ segir hún. „Er leiðsögumaður og svo vinn ég við leikaraval í kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar, er með eigið fyrirtæki sem heitir Iceland Casting og held námskeið fyrir leikara líka sem vilja endurmennta sig og halda áfram að byggja ofan á þekkinguna.“Þannig að þú hefur nóg að gera. „Já, ég er mikið á faraldsfæti og það er mjög gaman. Er aðallega að ferðast með Bandaríkjamenn og Þjóðverja hér um landið og svo fer ég líka með þá og aðra hópa til Grænlands og Íslendinga til Þýskalands.“Ertu fjölskyldumanneskja? „Já, ég er einstæð móðir með þrjá stráka, sá elsti að verða tvítugur. Ég er að koma í bæinn á afmælinu og þeir ætla að fagna með mér.“Heldurðu að þeir baki skúffuköku? „Nei, ég held að við förum út að borða. En fyrst ætla vinir mínir að fara með mig að Kleifarvatni að synda. Það verður spes. Ég hef ánetjast sjósundinu á þessu ári og nú er komið að ferskvatnssundi í náttúrunni á fimmtugsafmælinu. Svo er Afríkuferð í tilefni þess fram undan í vetur. Tímasetning er ekki alveg komin en það er Tansanía sem er í sigti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
„Það er óþyrmileg áminning um að maður sé að verða aldurhniginn að fá svona símtal,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona, þegar ég slæ á þráðinn og falast eftir viðtali vegna fimmtugsafmælisins í dag. „Nei, ég er bara að grínast,“ bætir hún svo við hlæjandi. „Mér finnast þetta skemmtileg tímamót og tek þeim bara fagnandi. Ég er að ferðast um með fólki frá Bandaríkjunum og konurnar í hópnum keppast við að sannfæra mig um að tímabilið milli 50 og 60 sé skemmtilegasti áratugur lífsins. Ég tek mark á þeim þannig að ég hlakka bara til.“ Sigrún kveðst vera stödd í Efstadal í Bláskógabyggð. Hún er sem sagt leiðsögumaður meðal annars. „Ég er með marga hatta,“ segir hún. „Er leiðsögumaður og svo vinn ég við leikaraval í kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar, er með eigið fyrirtæki sem heitir Iceland Casting og held námskeið fyrir leikara líka sem vilja endurmennta sig og halda áfram að byggja ofan á þekkinguna.“Þannig að þú hefur nóg að gera. „Já, ég er mikið á faraldsfæti og það er mjög gaman. Er aðallega að ferðast með Bandaríkjamenn og Þjóðverja hér um landið og svo fer ég líka með þá og aðra hópa til Grænlands og Íslendinga til Þýskalands.“Ertu fjölskyldumanneskja? „Já, ég er einstæð móðir með þrjá stráka, sá elsti að verða tvítugur. Ég er að koma í bæinn á afmælinu og þeir ætla að fagna með mér.“Heldurðu að þeir baki skúffuköku? „Nei, ég held að við förum út að borða. En fyrst ætla vinir mínir að fara með mig að Kleifarvatni að synda. Það verður spes. Ég hef ánetjast sjósundinu á þessu ári og nú er komið að ferskvatnssundi í náttúrunni á fimmtugsafmælinu. Svo er Afríkuferð í tilefni þess fram undan í vetur. Tímasetning er ekki alveg komin en það er Tansanía sem er í sigti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein