Trump segir sekt Cohens smámál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Paul Manafort, áður kosningastjóri Donalds Trump. Nordicphotos/AFP Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. Manafort var sakfelldur fyrir átta liði af átján liða ákæru Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar meint samráð framboðs Trumps við Rússa. Cohen, sem játaði sekt sína á þriðjudag, var meðal annars ákærður fyrir brot á lögum um fjármögnun framboða. Hann sagði að Trump hefði skipað sér að hafa umsjón með þagnargreiðslum til kvenna sem héldu því fram að þær hefðu sængað hjá Trump. Miðað við málflutning Trumps á Twitter í gær er ljóst að hann lætur málin ekki á sig fá. „Michael Cohen játaði á sig tvö kosningafjármögnunarbrot sem eru ekki einu sinni glæpur. Obama forseti framdi sams konar brot og þau mál voru auðveldlega útkljáð,“ tísti Trump og varaði samlanda sína við því að ráða Cohen sem lögmann. Forsetinn sagðist svo vorkenna Manafort og fjölskyldu hans. Sérstakur saksóknari hafi gert sér mat úr „tólf ára gömlu skattamáli og þrýst á hann“ til að snúast gegn forsetanum. Manafort hafi hins vegar, öfugt við Cohen, ekki gefið eftir. Þá gagnrýndi Trump að kviðdómur hefði ekki náð saman um tíu ákæruliði. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22 Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. Manafort var sakfelldur fyrir átta liði af átján liða ákæru Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar meint samráð framboðs Trumps við Rússa. Cohen, sem játaði sekt sína á þriðjudag, var meðal annars ákærður fyrir brot á lögum um fjármögnun framboða. Hann sagði að Trump hefði skipað sér að hafa umsjón með þagnargreiðslum til kvenna sem héldu því fram að þær hefðu sængað hjá Trump. Miðað við málflutning Trumps á Twitter í gær er ljóst að hann lætur málin ekki á sig fá. „Michael Cohen játaði á sig tvö kosningafjármögnunarbrot sem eru ekki einu sinni glæpur. Obama forseti framdi sams konar brot og þau mál voru auðveldlega útkljáð,“ tísti Trump og varaði samlanda sína við því að ráða Cohen sem lögmann. Forsetinn sagðist svo vorkenna Manafort og fjölskyldu hans. Sérstakur saksóknari hafi gert sér mat úr „tólf ára gömlu skattamáli og þrýst á hann“ til að snúast gegn forsetanum. Manafort hafi hins vegar, öfugt við Cohen, ekki gefið eftir. Þá gagnrýndi Trump að kviðdómur hefði ekki náð saman um tíu ákæruliði.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22 Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Lafmóðir fréttamenn sprettu úr spori við dómshúsið Farsímar voru bannaðir í dómshúsinu þar sem fyrrverandi kosningastjóri Trump var sakfelldur í gær. Mikið kapphlaup braust út á meðal fréttamanna sem vildu vera fyrstir með fréttina. 22. ágúst 2018 15:22
Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. 22. ágúst 2018 19:30
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30