Baghdadi kallar eftir árásum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2018 10:26 Abu Bakr al-Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið opinberlega fram. Það var þegar hann lýsti yfir stonfun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Vísir/AP Íslamska ríkið birti í vikunni upptöku sem á að vera af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna. Þó ekki hafi verið sannreynt að fullu að upptakan sé í raun af Baghdadi þykir það mjög líklegt og þýðir það að hann hafi ekki fallið í loftárás fyrr í mánuðinum, eins og talið var mögulegt. Í ræðu sinni hvatti Baghdadi fylgjendur sína til að halda baráttu þeirra áfram og kallaði eftir svokölluðum „lone wolf“ árásum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Í upptökunni vitnar Baghdadi í nýlegar vendingar í Sýrlandi og deilur Tyrkja og Bandaríkjanna vegna prestsins Andrew Brunson, sem gefur í skyn að hún hafi verið tekin upp nýlega. Baghdadi sendi síðast frá sér upptöku þann 28. september 2017 en hann er talinn vera í felum í eyðimörkinni á landamærum Írak og Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar og Bandaríkin undirbúa nú árás á það svæði. Baghdadi nefndi ekki sérstaklega að ISIS-liðar hefðu tapað nánast öllu yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þess í stað sagði hann að sigur eða tap væri ekki bundið við það að halda borg eða þorpi. Það er til marks um þær vísbendingar að Íslamska ríkið sé nú að ganga í gegnum endurhönnun, ef svo má að orði komast. Að samtökin séu að snúa sér aftur að nokkurs konar hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi.Sjá einnig: Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundinSamkvæmt Guardian sagði Baghdadi að Bandaríkin væru að ganga í gegnum erfiðasta tímabil í sögu ríkisins og sagði hann Rússa vera að berjast við Bandaríkin um áhrif víða um heim. Þá gagnrýndi hann uppreisnarmenn og vígahópa í suðurhluta Sýrlands fyrir að lúffa fyrir stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði forsvarsmenn þeirra hópa vera svikara og hvatti vígamenn til að ganga til liðs við ISIS í staðinn. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Íslamska ríkið birti í vikunni upptöku sem á að vera af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna. Þó ekki hafi verið sannreynt að fullu að upptakan sé í raun af Baghdadi þykir það mjög líklegt og þýðir það að hann hafi ekki fallið í loftárás fyrr í mánuðinum, eins og talið var mögulegt. Í ræðu sinni hvatti Baghdadi fylgjendur sína til að halda baráttu þeirra áfram og kallaði eftir svokölluðum „lone wolf“ árásum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Í upptökunni vitnar Baghdadi í nýlegar vendingar í Sýrlandi og deilur Tyrkja og Bandaríkjanna vegna prestsins Andrew Brunson, sem gefur í skyn að hún hafi verið tekin upp nýlega. Baghdadi sendi síðast frá sér upptöku þann 28. september 2017 en hann er talinn vera í felum í eyðimörkinni á landamærum Írak og Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar og Bandaríkin undirbúa nú árás á það svæði. Baghdadi nefndi ekki sérstaklega að ISIS-liðar hefðu tapað nánast öllu yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þess í stað sagði hann að sigur eða tap væri ekki bundið við það að halda borg eða þorpi. Það er til marks um þær vísbendingar að Íslamska ríkið sé nú að ganga í gegnum endurhönnun, ef svo má að orði komast. Að samtökin séu að snúa sér aftur að nokkurs konar hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi.Sjá einnig: Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundinSamkvæmt Guardian sagði Baghdadi að Bandaríkin væru að ganga í gegnum erfiðasta tímabil í sögu ríkisins og sagði hann Rússa vera að berjast við Bandaríkin um áhrif víða um heim. Þá gagnrýndi hann uppreisnarmenn og vígahópa í suðurhluta Sýrlands fyrir að lúffa fyrir stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði forsvarsmenn þeirra hópa vera svikara og hvatti vígamenn til að ganga til liðs við ISIS í staðinn.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira