Baghdadi kallar eftir árásum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2018 10:26 Abu Bakr al-Baghdadi hefur aðeins einu sinni komið opinberlega fram. Það var þegar hann lýsti yfir stonfun Kalífadæmis ISIS í Mosul 2014. Vísir/AP Íslamska ríkið birti í vikunni upptöku sem á að vera af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna. Þó ekki hafi verið sannreynt að fullu að upptakan sé í raun af Baghdadi þykir það mjög líklegt og þýðir það að hann hafi ekki fallið í loftárás fyrr í mánuðinum, eins og talið var mögulegt. Í ræðu sinni hvatti Baghdadi fylgjendur sína til að halda baráttu þeirra áfram og kallaði eftir svokölluðum „lone wolf“ árásum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Í upptökunni vitnar Baghdadi í nýlegar vendingar í Sýrlandi og deilur Tyrkja og Bandaríkjanna vegna prestsins Andrew Brunson, sem gefur í skyn að hún hafi verið tekin upp nýlega. Baghdadi sendi síðast frá sér upptöku þann 28. september 2017 en hann er talinn vera í felum í eyðimörkinni á landamærum Írak og Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar og Bandaríkin undirbúa nú árás á það svæði. Baghdadi nefndi ekki sérstaklega að ISIS-liðar hefðu tapað nánast öllu yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þess í stað sagði hann að sigur eða tap væri ekki bundið við það að halda borg eða þorpi. Það er til marks um þær vísbendingar að Íslamska ríkið sé nú að ganga í gegnum endurhönnun, ef svo má að orði komast. Að samtökin séu að snúa sér aftur að nokkurs konar hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi.Sjá einnig: Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundinSamkvæmt Guardian sagði Baghdadi að Bandaríkin væru að ganga í gegnum erfiðasta tímabil í sögu ríkisins og sagði hann Rússa vera að berjast við Bandaríkin um áhrif víða um heim. Þá gagnrýndi hann uppreisnarmenn og vígahópa í suðurhluta Sýrlands fyrir að lúffa fyrir stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði forsvarsmenn þeirra hópa vera svikara og hvatti vígamenn til að ganga til liðs við ISIS í staðinn. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Íslamska ríkið birti í vikunni upptöku sem á að vera af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna. Þó ekki hafi verið sannreynt að fullu að upptakan sé í raun af Baghdadi þykir það mjög líklegt og þýðir það að hann hafi ekki fallið í loftárás fyrr í mánuðinum, eins og talið var mögulegt. Í ræðu sinni hvatti Baghdadi fylgjendur sína til að halda baráttu þeirra áfram og kallaði eftir svokölluðum „lone wolf“ árásum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Í upptökunni vitnar Baghdadi í nýlegar vendingar í Sýrlandi og deilur Tyrkja og Bandaríkjanna vegna prestsins Andrew Brunson, sem gefur í skyn að hún hafi verið tekin upp nýlega. Baghdadi sendi síðast frá sér upptöku þann 28. september 2017 en hann er talinn vera í felum í eyðimörkinni á landamærum Írak og Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar og Bandaríkin undirbúa nú árás á það svæði. Baghdadi nefndi ekki sérstaklega að ISIS-liðar hefðu tapað nánast öllu yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þess í stað sagði hann að sigur eða tap væri ekki bundið við það að halda borg eða þorpi. Það er til marks um þær vísbendingar að Íslamska ríkið sé nú að ganga í gegnum endurhönnun, ef svo má að orði komast. Að samtökin séu að snúa sér aftur að nokkurs konar hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi.Sjá einnig: Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundinSamkvæmt Guardian sagði Baghdadi að Bandaríkin væru að ganga í gegnum erfiðasta tímabil í sögu ríkisins og sagði hann Rússa vera að berjast við Bandaríkin um áhrif víða um heim. Þá gagnrýndi hann uppreisnarmenn og vígahópa í suðurhluta Sýrlands fyrir að lúffa fyrir stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hann sagði forsvarsmenn þeirra hópa vera svikara og hvatti vígamenn til að ganga til liðs við ISIS í staðinn.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira