„Ekkert sem gefur til kynna að hér sé gangbraut“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 20:00 Foreldrar stúlku sem varð fyrir bíl á gangbraut í Grafarholti gagnrýna skort á merkingum við götuna. Engin leið sé fyrir ökumenn að átta sig á því að gangandi vegfarendur eigi leið þar yfir. Leiðir fyrir gangandi vegfarendur yfir umferðargötur eru flokkaðar niður í leiðbeiningum Vegagerðarinnar og reglugerðum. Er þar meðal annars rætt um gangbrautir sem þurfa að vera merktar og gönguþveranir, sem mega vera ómerktar. Fólk sem á leið yfir Vínlandsleið í Grafarholti þarf til dæmis að fara yfir gönguþverun sem er ekki merkt og þarf ekki að merkja. Á þriðjudag var ekið á ellefu ára gamla stúlku sem átti leið yfir götuna. „Ég og vinkona mín vorum að fara yfir götuna og við biðum þar til bíllinn myndi stoppa. Hann hægði á sér og við ákváðum að fara yfir en síðan fór hann bara áfram og keyrði á mig og ég datt bara niður," segir Franziska Hauksdóttir. Betur fór en á horfði og Franziska slapp með marbletti og eymsli. Faðir hennar segir ökumanninn ekki hafa tekið eftir að þarna væri gönguleið yfir götuna. „Þegar maður kemur hérna að er ekkert sem gefur til kynna að hér sé gangbraut. Þannig það er erfitt fyrir alla ökumenn að átta sig á því hvað er í gangi hérna," segir Haukur Jónsson. „Nágrannar hérna í hverfinu hafa oftar en einu sinni orðið vitni af því að næstum því hefur orðið slys. Þeim var verulega brugðið að hér hefði síðan orðið slys," segir Valgerður Maack, móður Franzisku. Þau telja merkingar þurf að vera skýrar alls staðar við allar gönguleiðir til þess að börn og ökumenn átti sig á aðstæðum. „Víða hérna í kringum okkur og í öðrum sveitarfélögum sjáum við að allt er mjög vel merkt. Göturnar eru málaðar kyrfilega með hvítum strikum og ost eru blikkandi ljós sem gefa til kynna að gangbraut sé framundan. Eitthvað til þess að vara ökumenn við," segir Haukur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Foreldrar stúlku sem varð fyrir bíl á gangbraut í Grafarholti gagnrýna skort á merkingum við götuna. Engin leið sé fyrir ökumenn að átta sig á því að gangandi vegfarendur eigi leið þar yfir. Leiðir fyrir gangandi vegfarendur yfir umferðargötur eru flokkaðar niður í leiðbeiningum Vegagerðarinnar og reglugerðum. Er þar meðal annars rætt um gangbrautir sem þurfa að vera merktar og gönguþveranir, sem mega vera ómerktar. Fólk sem á leið yfir Vínlandsleið í Grafarholti þarf til dæmis að fara yfir gönguþverun sem er ekki merkt og þarf ekki að merkja. Á þriðjudag var ekið á ellefu ára gamla stúlku sem átti leið yfir götuna. „Ég og vinkona mín vorum að fara yfir götuna og við biðum þar til bíllinn myndi stoppa. Hann hægði á sér og við ákváðum að fara yfir en síðan fór hann bara áfram og keyrði á mig og ég datt bara niður," segir Franziska Hauksdóttir. Betur fór en á horfði og Franziska slapp með marbletti og eymsli. Faðir hennar segir ökumanninn ekki hafa tekið eftir að þarna væri gönguleið yfir götuna. „Þegar maður kemur hérna að er ekkert sem gefur til kynna að hér sé gangbraut. Þannig það er erfitt fyrir alla ökumenn að átta sig á því hvað er í gangi hérna," segir Haukur Jónsson. „Nágrannar hérna í hverfinu hafa oftar en einu sinni orðið vitni af því að næstum því hefur orðið slys. Þeim var verulega brugðið að hér hefði síðan orðið slys," segir Valgerður Maack, móður Franzisku. Þau telja merkingar þurf að vera skýrar alls staðar við allar gönguleiðir til þess að börn og ökumenn átti sig á aðstæðum. „Víða hérna í kringum okkur og í öðrum sveitarfélögum sjáum við að allt er mjög vel merkt. Göturnar eru málaðar kyrfilega með hvítum strikum og ost eru blikkandi ljós sem gefa til kynna að gangbraut sé framundan. Eitthvað til þess að vara ökumenn við," segir Haukur
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira