Ljósmæðranemar vinna launalaust Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 21:30 Fyrr á árinu sendu um 50 núverandi og verðandi ljósmæður frá sér áskorun til yfirvalda og óskuðu eftir að greitt yrði fyrir starfsnám í ljósmóðurfræðum. Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði telja alla eiga að fá greitt fyrir vinnu. Rebekka Jóhannesdóttir vakti athygli á því í síðustu viku að hún þarf að hætta námi vegna fjárskorts og grátbað spítalann að setja nemalaun aftur á. „Tæknilega séð gæti ég fengið mér vinnu og unnið allar helgar en námið sem ég er í, ljósmóðurfræði býður ekki upp á það þar sem námið byggist að mestum hluta upp sem klínísk kennsla, sem þýðir það að ég er í 80% vinnu á Landspítalanum og ég fæ ekkert borgað fyrir það,“ sagði hún í pistli á Facebook síðu sinni. Inga María Hlíðar Thorsteinson, nýútskrifuð ljósmóðir, segir þetta miður og að seinna árið, þegar ljósmæðranemar vinna sjálfstætt, ætti að vera launað. „Það er í rauninni fullt starf sem við erum að vinna, auk þess að vera í skólanum. Svo það reynist okkur ómögulegt að vinna með fram þessari starfsskyldu. Við erum að bæta við okkur framhaldsnámi við hjúkrunarmenntum. Erum því búnar að vera heillengi, eða nokkur ár, ólaunað í klínísku námi, þannig að mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér,” segir Inga María. Samkvæmt samtali fréttastofu við lögfræðing Bandalags háskólamanna, heildarsamtaka sem Ljósmæðrafélag Íslands tilheyrir, er almenn afstaða þeirra sú að greidd séu laun fyrir þau störf sem innt eru af hendi. Bandalagið hefur ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta m.a. sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þess efnis og kallað eftir því að settar séu skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi. „Það er samt til þess að við getum útskrifast og sinnt því sem við eigum að sinna, þá þurfum við að vinna alveg sjálfstætt. Þó svo að við séum með einhvern á bak við okkur þá erum við að vinna vinnuna. Það er mikið álag á þessum vöktum sem við erum á þó svo að við höfum einhvern til að leita til,” segir Inga María að lokum. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Fyrr á árinu sendu um 50 núverandi og verðandi ljósmæður frá sér áskorun til yfirvalda og óskuðu eftir að greitt yrði fyrir starfsnám í ljósmóðurfræðum. Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði telja alla eiga að fá greitt fyrir vinnu. Rebekka Jóhannesdóttir vakti athygli á því í síðustu viku að hún þarf að hætta námi vegna fjárskorts og grátbað spítalann að setja nemalaun aftur á. „Tæknilega séð gæti ég fengið mér vinnu og unnið allar helgar en námið sem ég er í, ljósmóðurfræði býður ekki upp á það þar sem námið byggist að mestum hluta upp sem klínísk kennsla, sem þýðir það að ég er í 80% vinnu á Landspítalanum og ég fæ ekkert borgað fyrir það,“ sagði hún í pistli á Facebook síðu sinni. Inga María Hlíðar Thorsteinson, nýútskrifuð ljósmóðir, segir þetta miður og að seinna árið, þegar ljósmæðranemar vinna sjálfstætt, ætti að vera launað. „Það er í rauninni fullt starf sem við erum að vinna, auk þess að vera í skólanum. Svo það reynist okkur ómögulegt að vinna með fram þessari starfsskyldu. Við erum að bæta við okkur framhaldsnámi við hjúkrunarmenntum. Erum því búnar að vera heillengi, eða nokkur ár, ólaunað í klínísku námi, þannig að mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér,” segir Inga María. Samkvæmt samtali fréttastofu við lögfræðing Bandalags háskólamanna, heildarsamtaka sem Ljósmæðrafélag Íslands tilheyrir, er almenn afstaða þeirra sú að greidd séu laun fyrir þau störf sem innt eru af hendi. Bandalagið hefur ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta m.a. sent mennta- og menningarmálaráðherra bréf þess efnis og kallað eftir því að settar séu skýrar reglur um starfsnám á háskólastigi. „Það er samt til þess að við getum útskrifast og sinnt því sem við eigum að sinna, þá þurfum við að vinna alveg sjálfstætt. Þó svo að við séum með einhvern á bak við okkur þá erum við að vinna vinnuna. Það er mikið álag á þessum vöktum sem við erum á þó svo að við höfum einhvern til að leita til,” segir Inga María að lokum.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira