Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:00 Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. DV nafngreindi Þóri í umfjöllun sinni um helgina en aðrir miðlar hafa einnig fjallað um málið. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu segir Þórir: „Ég hef viðurkennt brot mitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. Meira er ekki um það að segja.“ Þórir vildi ekki veita viðtal eða tjá sig frekar um málið. Agnes M. Sigurðardóttir biskup gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en í færslu á Facebook um helgina kveðst embættið taka gagnrýni til sín, kirkjan geti ekki stungið höfðinu í sandinn og það sé einlægur vilji kirkjunnar til að gera vel þegar mál af þessum toga eru annars vegar. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar áréttar að hagsmunir þolenda séu alltaf hafðir að leiðarljósi. „Það sem að fagráðið er alltaf með að leiðarljósi eru þolendurnir en ekki gerendurnir. Þannig að við berum hagsmuni þolenda fyrir brjósti og eins og í þessu tilfelli þá er það ekki þolandi sem að stígur fram og segir sögu sína heldur ættingi. Þetta er ekki gert í samráði við manneskjuna sem fyrir brotinu verður sem er mjög alvarlegt mál,“ segir Elína í samtali við fréttastofu. „Fólk verður að leita til fagráðs og vita það að þar ríki trúnaður, ef trúnaðurinn er ekki til staðar þá er tilgangslaust að hafa svona batterí.“Fagráðið sem starfar sjálfstætt hefur verið starfandi síðan 1998 en að sögn Elínu Hrundar eru reglur þess sífellt til endurskoðunar. Af máli Þóris geti kirkjan eflaust ýmislegt lært. „En eins og ég segi, þetta brot er framið áður en maðurinn hefur störf innan kirkjunnar og er ekki upplýst fyrr en eftir að hann lýkur störfum. Þannig að það er líka spurning, hvernig eigum við að bregðast við þegar enginn veit af þessu?“ spyr Elína. „Ég er ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt, engan veginn. En þetta er þegar maðurinn er hættur störfum.“ Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. DV nafngreindi Þóri í umfjöllun sinni um helgina en aðrir miðlar hafa einnig fjallað um málið. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu segir Þórir: „Ég hef viðurkennt brot mitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. Meira er ekki um það að segja.“ Þórir vildi ekki veita viðtal eða tjá sig frekar um málið. Agnes M. Sigurðardóttir biskup gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en í færslu á Facebook um helgina kveðst embættið taka gagnrýni til sín, kirkjan geti ekki stungið höfðinu í sandinn og það sé einlægur vilji kirkjunnar til að gera vel þegar mál af þessum toga eru annars vegar. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar áréttar að hagsmunir þolenda séu alltaf hafðir að leiðarljósi. „Það sem að fagráðið er alltaf með að leiðarljósi eru þolendurnir en ekki gerendurnir. Þannig að við berum hagsmuni þolenda fyrir brjósti og eins og í þessu tilfelli þá er það ekki þolandi sem að stígur fram og segir sögu sína heldur ættingi. Þetta er ekki gert í samráði við manneskjuna sem fyrir brotinu verður sem er mjög alvarlegt mál,“ segir Elína í samtali við fréttastofu. „Fólk verður að leita til fagráðs og vita það að þar ríki trúnaður, ef trúnaðurinn er ekki til staðar þá er tilgangslaust að hafa svona batterí.“Fagráðið sem starfar sjálfstætt hefur verið starfandi síðan 1998 en að sögn Elínu Hrundar eru reglur þess sífellt til endurskoðunar. Af máli Þóris geti kirkjan eflaust ýmislegt lært. „En eins og ég segi, þetta brot er framið áður en maðurinn hefur störf innan kirkjunnar og er ekki upplýst fyrr en eftir að hann lýkur störfum. Þannig að það er líka spurning, hvernig eigum við að bregðast við þegar enginn veit af þessu?“ spyr Elína. „Ég er ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt, engan veginn. En þetta er þegar maðurinn er hættur störfum.“
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira