Stúlkan dregin á bak við hól á leikvelli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 12:30 Frá Garðabæ. Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gærkvöldi að hún hefði til rannsóknar tvö ný tilvik þar sem ráðist var á stúlkur á gangi í Garðabæ. Eru því alls fimm sambærilegar árásir til rannsóknar hjá lögreglu. Nýjustu atvikin áttu sér stað á milli klukkan fjögur og sex, síðdegis í gær og var þetta á svipuðum stað og þar sem ráðist var á stúlku á fimmtudag, en það var á göngustíg við Arnarnesmýri, meðfram Gullakri og Góðakri. Allar stúlkurnar sem veist hefur verið að eru á svipuðum aldri, eða um átta til tíu ára gamlar. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti önnur árásin í gær sér stað á leikvelli milli Holtsbúðar og Reykjanesbrautar. Árásarmaðurinn hafi verið á unglingsaldri, klæddur grárri hettupeysu, svörtum gallabuxum og svörtum strigaskóm. Stúlkan hafi verið að leik með vinkonu sinni þegar maðurinn greip hana og dró á bak við hól á leikvellinum. Þegar stúlkan öskraði sleppti hann takinu.Málið er í forgangi hjá lögreglu.Vísir/VilhelmKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir gengið út frá því að sami maður sé að verki. „Við nálgumst málið út frá því að þessi tilvik séu öll tengd. Við höfum samt ekki útilokað að það geti verið um fleiri en einn að ræða en við höfum þó hallast að því að þetta sé með þessum hætti,“ segir Karl Steinar. Hann segir rannsóknina þokast áfram en enginn hefur þó verið kallaður í skýrslutöku. „Við erum að vinna úr ábendingum og upplýsingum sem eru núna fyrirliggjandi. Við erum alla vega að setja allt það sem við eigum í þetta í augnablikinu. Þetta er í algjörum forgangi hjá okkur.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið mikinn ugg meðal íbúa í hverfinu og óttast sum börn að vera ein á ferli. Telja íbúar sem fréttastofa ræddi við að meira mætti leggja í eftirlit á svæðinu. Karl Steinar segir eftirlitið hafa verið aukið til muna. „Það er aukinn þungi og hann er að aukast með hverjum deginum. Við erum ekkert að gefa eftir í því.“En íbúar hafa gert athugasemdir við að þarna séu einungis lögreglumenn á bílum. Hins vegar þurfi að fara fótgangangi að þessu svæði? „Þarna hafa verið fullt af fótgangandi lögreglumönnum. Þeir hafa bara ekki þekkt þá,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45 Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Ráðist var á tvær ungar stúlkur í Garðabæ í gær og eru nú fimm sambærileg tilvik til rannsóknar. Að sögn lögreglu er málið í algjörum forgangi og unnið er út frá því að sami maður sé að verki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gærkvöldi að hún hefði til rannsóknar tvö ný tilvik þar sem ráðist var á stúlkur á gangi í Garðabæ. Eru því alls fimm sambærilegar árásir til rannsóknar hjá lögreglu. Nýjustu atvikin áttu sér stað á milli klukkan fjögur og sex, síðdegis í gær og var þetta á svipuðum stað og þar sem ráðist var á stúlku á fimmtudag, en það var á göngustíg við Arnarnesmýri, meðfram Gullakri og Góðakri. Allar stúlkurnar sem veist hefur verið að eru á svipuðum aldri, eða um átta til tíu ára gamlar. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti önnur árásin í gær sér stað á leikvelli milli Holtsbúðar og Reykjanesbrautar. Árásarmaðurinn hafi verið á unglingsaldri, klæddur grárri hettupeysu, svörtum gallabuxum og svörtum strigaskóm. Stúlkan hafi verið að leik með vinkonu sinni þegar maðurinn greip hana og dró á bak við hól á leikvellinum. Þegar stúlkan öskraði sleppti hann takinu.Málið er í forgangi hjá lögreglu.Vísir/VilhelmKarl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir gengið út frá því að sami maður sé að verki. „Við nálgumst málið út frá því að þessi tilvik séu öll tengd. Við höfum samt ekki útilokað að það geti verið um fleiri en einn að ræða en við höfum þó hallast að því að þetta sé með þessum hætti,“ segir Karl Steinar. Hann segir rannsóknina þokast áfram en enginn hefur þó verið kallaður í skýrslutöku. „Við erum að vinna úr ábendingum og upplýsingum sem eru núna fyrirliggjandi. Við erum alla vega að setja allt það sem við eigum í þetta í augnablikinu. Þetta er í algjörum forgangi hjá okkur.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið mikinn ugg meðal íbúa í hverfinu og óttast sum börn að vera ein á ferli. Telja íbúar sem fréttastofa ræddi við að meira mætti leggja í eftirlit á svæðinu. Karl Steinar segir eftirlitið hafa verið aukið til muna. „Það er aukinn þungi og hann er að aukast með hverjum deginum. Við erum ekkert að gefa eftir í því.“En íbúar hafa gert athugasemdir við að þarna séu einungis lögreglumenn á bílum. Hins vegar þurfi að fara fótgangangi að þessu svæði? „Þarna hafa verið fullt af fótgangandi lögreglumönnum. Þeir hafa bara ekki þekkt þá,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45 Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Óupplýstar líkamsárásir á stúlkur í Garðabæ vekja óhug Móðir stúlku sem ráðist var á í Garðabæ fyrir tveimur vikum segir íbúa í bænum vera mjög skelkaða. Þrjár árásir hafa átt sér stað í bænum frá því í desember, sú síðasta á fimmtudaginn. 25. ágúst 2018 18:45
Vilja ná tali af tveimur manneskjum vegna rannsóknar á árás á stúlku í Garðabæ Nokkrar ábendingar hafa borist. 28. ágúst 2018 16:41
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56