Smá stress en samt ákveðinn léttir Benedikt Bóas skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Arnór segir að á síðasta ári hafi komið tímabil þar sem Agent Fresco liðar hafi verið í öðrum verkefnum og hann náð að semja fjölmörg lög. Stone by Stone hafi verið lag sem snemma hafi verið ljóst að gaman yrði að klára. "Það eru mörg lög ókláruð. "Þetta er bara byrjunin þar sem ég sendi út lög í mínu nafni.“ Benjamin Hardman „Ég hef haft minna að gera,“ segir Arnór Dan Arnarson sem flestir þekkja sem söngvara Agent Fresco en hann gefur út sitt fyrsta lag, Stone by Stone, sem sólólistamaður í dag. Fyrir utan að vera að gefa út lag og myndband, svara fjölmiðlafólki hér heima og erlendis, er Arnór að skipuleggja Evróputúr Agent Fresco sem hefst í byrjun næsta mánaðar. „Við í Agent Fresco erum að fara í ferðina í september ásamt tveimur norskum hljómsveitum um Evrópu. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túrinn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“ Arnór hefur gefið út mikið af efni en haft þá alltaf einhvern með sér. Hvort sem það er Agent Fresco, Ólafur Arnalds eða Yoko Kanno. Nú er öll ábyrgðin á honum sjálfum og því eðlilega smá stress. „Ég bjóst ekki við að það væri spenna eða stress en þegar ég tilkynnti um lagið þá komu fiðrildin í maganum á óvart. Ég er stanslaust búinn að vera að gefa út en þá með Agent Fresco, Ólafi Arnalds eða Broadchurch verkefninu. Öll ábyrgðin liggur nú hjá mér og það er geggjuð tilfinning. Mér finnst líka gaman að stýra ferðinni,“ segir hann. Lagið Stone by Stone er unnið með Janusi Rasmussen og Sakarisi Emil Joensen en textinn er eftir hann sjálfan. Myndbandið var svo unnið í samstarfi við listamenn sem Arnór hefur fylgst með og dáð. „Ég fékk í raun akkúrat það fólk sem ég vildi vinna með eins og Benjamin Hardman og Amy Haslehurst. Unnur Elísabet dansari kom til mín með hugmynd fyrir verkið Ég býð mig fram, og úr varð samstarf sem sjá má í myndbandinu. Þetta er samsuða af fólki sem vill vinna saman og þannig endaði þetta verkefni – sem eitt stórt samstarfsprójekt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira
„Ég hef haft minna að gera,“ segir Arnór Dan Arnarson sem flestir þekkja sem söngvara Agent Fresco en hann gefur út sitt fyrsta lag, Stone by Stone, sem sólólistamaður í dag. Fyrir utan að vera að gefa út lag og myndband, svara fjölmiðlafólki hér heima og erlendis, er Arnór að skipuleggja Evróputúr Agent Fresco sem hefst í byrjun næsta mánaðar. „Við í Agent Fresco erum að fara í ferðina í september ásamt tveimur norskum hljómsveitum um Evrópu. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túrinn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“ Arnór hefur gefið út mikið af efni en haft þá alltaf einhvern með sér. Hvort sem það er Agent Fresco, Ólafur Arnalds eða Yoko Kanno. Nú er öll ábyrgðin á honum sjálfum og því eðlilega smá stress. „Ég bjóst ekki við að það væri spenna eða stress en þegar ég tilkynnti um lagið þá komu fiðrildin í maganum á óvart. Ég er stanslaust búinn að vera að gefa út en þá með Agent Fresco, Ólafi Arnalds eða Broadchurch verkefninu. Öll ábyrgðin liggur nú hjá mér og það er geggjuð tilfinning. Mér finnst líka gaman að stýra ferðinni,“ segir hann. Lagið Stone by Stone er unnið með Janusi Rasmussen og Sakarisi Emil Joensen en textinn er eftir hann sjálfan. Myndbandið var svo unnið í samstarfi við listamenn sem Arnór hefur fylgst með og dáð. „Ég fékk í raun akkúrat það fólk sem ég vildi vinna með eins og Benjamin Hardman og Amy Haslehurst. Unnur Elísabet dansari kom til mín með hugmynd fyrir verkið Ég býð mig fram, og úr varð samstarf sem sjá má í myndbandinu. Þetta er samsuða af fólki sem vill vinna saman og þannig endaði þetta verkefni – sem eitt stórt samstarfsprójekt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni Sjá meira