Fiskveiðar verði vaktaðar af eftirlitsmönnum í rauntíma Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Markmið frumvarpsins er að auka tiltrú á núverandi kerfi. Vísir/Stefán Fiskistofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með rafrænu myndavélakerfi sem öll fiskveiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi sem nú er í umsagnarferli. Kristján Þór Júlíusson ráðherra segir að markmiðið sé að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu en of snemmt sé að segja til um hvernig endanleg mynd frumvarpsins verði. Um er að ræða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða annars vegar og lögum um Fiskistofu hins vegar. Samkvæmt frumvarpsdrögunum skulu öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Í eftirlitsskyni skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að vöktunarkerfunum. Þannig hafa þeir aðgang að myndavélum í löndunarhöfnum, hjá vigtunarleyfishöfum og um borð í þeim skipum sem skylt er að hafa slíkan myndavélabúnað. Jafnframt skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu vigtunar með tengingu við vigtarbúnað vigtunarleyfishafa.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sem betur fer hefur hún vaxið en annað slagið fáum við upplýsingar um það að afla sé landað fram hjá og öll þekkjum við umræðuna um brottkastið,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Kristján segir erfitt að tjá sig um endanlega útfærslu áður en ráðuneytið hafi tekið afstöðu og tillit til athugasemda við drögin. Of snemmt sé að segja til um hvernig frumvarpið komi til með að líta út á endanum. „Við treystum á að þetta verði þannig úr garði gert að vöktunarkerfið, ef af því verður, verði þannig að það gefi sem mestan árangur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn fyrir þá sem kerfið vakta.“ Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Sjómannasambandsins. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri sagði að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu en eftir væri að rýna betur í það. „Við teljum í grunninn að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“Drónar vakti veiðarnar Frumvarpsdrögin kveða einnig á um að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að nota fjarstýrð loftför, þ.e. dróna, í eftirlitsstörfum sínum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir mikil tækifæri fólgin í beitingu slíkrar tækni. „Við sjáum tækifæri í að beita drónum bæði á landi og sjó og horfum til reynslu nágrannaþjóða eins og Dana sem hafa fikrað sig áfram með þetta,“ segir Eyþór. Hann segir að um sé að ræða framtíðarsýn og því hafi Fiskistofa ekki mótað fyrirkomulag drónaeftirlitsins enn sem komið er. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Fiskistofu munu geta fylgst með veiðum og vinnslu afla í rauntíma með rafrænu myndavélakerfi sem öll fiskveiðiskip skulu hafa um borð. Þetta kemur fram í drögum að frumvarpi sem nú er í umsagnarferli. Kristján Þór Júlíusson ráðherra segir að markmiðið sé að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu en of snemmt sé að segja til um hvernig endanleg mynd frumvarpsins verði. Um er að ræða breytingar á lögum um stjórn fiskveiða annars vegar og lögum um Fiskistofu hins vegar. Samkvæmt frumvarpsdrögunum skulu öll skip sem stunda veiðar í atvinnuskyni í fiskveiðilögsögu Íslands hafa um borð virkt, rafrænt myndavélakerfi, sem fylgist með veiðum og vinnslu afla. Í eftirlitsskyni skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að vöktunarkerfunum. Þannig hafa þeir aðgang að myndavélum í löndunarhöfnum, hjá vigtunarleyfishöfum og um borð í þeim skipum sem skylt er að hafa slíkan myndavélabúnað. Jafnframt skulu starfsmenn Fiskistofu hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu vigtunar með tengingu við vigtarbúnað vigtunarleyfishafa.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Stefnan í grunninn er sú að auka tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Sem betur fer hefur hún vaxið en annað slagið fáum við upplýsingar um það að afla sé landað fram hjá og öll þekkjum við umræðuna um brottkastið,“ segir Kristján Þór Júlíusson, ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar. Kristján segir erfitt að tjá sig um endanlega útfærslu áður en ráðuneytið hafi tekið afstöðu og tillit til athugasemda við drögin. Of snemmt sé að segja til um hvernig frumvarpið komi til með að líta út á endanum. „Við treystum á að þetta verði þannig úr garði gert að vöktunarkerfið, ef af því verður, verði þannig að það gefi sem mestan árangur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn fyrir þá sem kerfið vakta.“ Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Sjómannasambandsins. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri sagði að í fljótu bragði legðist sambandið ekki gegn frumvarpinu en eftir væri að rýna betur í það. „Við teljum í grunninn að Fiskistofa þurfi heimildir til að geta haft eftirlit. Það er engin ástæða til annars en að stofnunin hafi öll þau gögn og öll þau tæki til þess að sannfæra sig um að það sé rétt vigtað og rétt gefið upp.“Drónar vakti veiðarnar Frumvarpsdrögin kveða einnig á um að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að nota fjarstýrð loftför, þ.e. dróna, í eftirlitsstörfum sínum. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir mikil tækifæri fólgin í beitingu slíkrar tækni. „Við sjáum tækifæri í að beita drónum bæði á landi og sjó og horfum til reynslu nágrannaþjóða eins og Dana sem hafa fikrað sig áfram með þetta,“ segir Eyþór. Hann segir að um sé að ræða framtíðarsýn og því hafi Fiskistofa ekki mótað fyrirkomulag drónaeftirlitsins enn sem komið er.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tækni Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira