Leiktæki fyrir fötluð börn ítrekað skemmt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. ágúst 2018 07:15 Aðkoman að trampólíni ætluðu fötluðum börnum var ljót í vikunni. Búið var að brjóta stöng sem heldur öryggisneti tækisins. Myndir/Guðlaugur Ómar Ítrekuð skemmdarverk hafa í vikunni verið unnin á nýju trampólíni sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Starfsmaður segir virkilega leiðinlegt að hafa komið að skemmdarverkunum á þriðjudagsmorgun. Síðan hefur trampólínið verið skemmt frekar en það var gjöf frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra. Viðbrögðin í bæjarfélaginu hafa verið mikil. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni, kom að trampólíninu illa förnu á þriðjudag. Hann segir að málið sé leiðinlegt en að þau hafi fundið fyrir miklum stuðningi hjá íbúum bæjarins sem auðvitað séu allt annað en hrifnir af svona skemmdarverkum. „Við erum í húsnæði sem er sérkennsluhúsnæði hjá Njarðvíkurskóla yfir veturinn og er hugsað sem frístundaheimili fyrir fatlaða yfir sumarið. Börn með alls konar vandamál, sum væg og önnur erfiðari. Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí og þegar við mættum til vinnu á þriðjudag þá var þetta aðkoman,“ segir Guðlaugur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hann tók hafa stoðir sem halda uppi öryggisneti trampólínsins meðal annars verið brotnar. Lítið hefur því verið hægt að nota tækið síðan. Eftir að Guðlaugur vakti athygli á skemmdarverkunum í Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ hefur fólk sett sig í samband. Síðan á þriðjudag hefur fengist ein ný stöng í öryggisnetið en síðan létu skemmdarvargar aftur til skarar skríða og í gærmorgun hafði trampólínið verið skemmt frekar. Einn aðstandenda Skötumessunnar í Garði, sem gaf Öspinni trampólínið, segir í spjallþræði um málið í hópnum að þetta sé skelfilegt að sjá. „Hreint ótrúleg skemmdarfýsnin hjá sumum … skammist ykkar.“ Guðlaugur Ómar beindi því til bæjarbúa að brýna það fyrir börnum sínum að skemmdarverk sem þessi væru ekki í boði. Hann vonar að hægt verði að lagfæra leiktækið fljótt og það fái að standa í friði framvegis og veita fötluðum börnum gleði það sem eftir lifir sumars. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Ítrekuð skemmdarverk hafa í vikunni verið unnin á nýju trampólíni sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Starfsmaður segir virkilega leiðinlegt að hafa komið að skemmdarverkunum á þriðjudagsmorgun. Síðan hefur trampólínið verið skemmt frekar en það var gjöf frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra. Viðbrögðin í bæjarfélaginu hafa verið mikil. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni, kom að trampólíninu illa förnu á þriðjudag. Hann segir að málið sé leiðinlegt en að þau hafi fundið fyrir miklum stuðningi hjá íbúum bæjarins sem auðvitað séu allt annað en hrifnir af svona skemmdarverkum. „Við erum í húsnæði sem er sérkennsluhúsnæði hjá Njarðvíkurskóla yfir veturinn og er hugsað sem frístundaheimili fyrir fatlaða yfir sumarið. Börn með alls konar vandamál, sum væg og önnur erfiðari. Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí og þegar við mættum til vinnu á þriðjudag þá var þetta aðkoman,“ segir Guðlaugur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hann tók hafa stoðir sem halda uppi öryggisneti trampólínsins meðal annars verið brotnar. Lítið hefur því verið hægt að nota tækið síðan. Eftir að Guðlaugur vakti athygli á skemmdarverkunum í Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ hefur fólk sett sig í samband. Síðan á þriðjudag hefur fengist ein ný stöng í öryggisnetið en síðan létu skemmdarvargar aftur til skarar skríða og í gærmorgun hafði trampólínið verið skemmt frekar. Einn aðstandenda Skötumessunnar í Garði, sem gaf Öspinni trampólínið, segir í spjallþræði um málið í hópnum að þetta sé skelfilegt að sjá. „Hreint ótrúleg skemmdarfýsnin hjá sumum … skammist ykkar.“ Guðlaugur Ómar beindi því til bæjarbúa að brýna það fyrir börnum sínum að skemmdarverk sem þessi væru ekki í boði. Hann vonar að hægt verði að lagfæra leiktækið fljótt og það fái að standa í friði framvegis og veita fötluðum börnum gleði það sem eftir lifir sumars.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira