Aldrei fleiri mál tengd heimilisofbeldi Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 402 tilkynningar um heimilisofbeldi bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrstu sjö mánuði ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Tilkynningum um heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að fjölga. Þannig bárust embættinu 402 tilkynningar á fyrstu sjö mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu borist 392 tilkynningar. Eftir að breytt verklag var tekið upp í ársbyrjun 2015 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi gríðarlega. Alls voru tilkynningarnar 630 það ár en höfðu verið 479 árið 2014 og 442 árið 2013. Tilkynningum hefur haldið áfram að fjölga og voru þær alls 652 árið 2016 og 703 á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessi fjölgun sé enn innan þeirra marka sem búist hafði verið við. Hún leggur áherslu á að fjölgunin þurfi ekki að þýða að heimilisofbeldi sé að aukast. Aukin umræða leiði til fleiri tilkynninga.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Umræðan hefur verið að breytast á undanförnum árum. Þetta er ekki jafn mikið feimnismál og áður. Þegar við byrjuðum á þessu og breyttum aðferðafræðinni var þetta svolítið á fótinn,“ segir Sigríður Björk. Hún segir þessi mál nú brenna á öllum þjóðum. „Við höfum kynnt þessa aðferðafræði í mjög mörgum löndum. Svíar hafa meðal annars verið að prófa sig áfram og nú er til dæmis í gangi verkefni í Gautaborg sem byggir á þessum hugmyndum.“ Verklagsreglurnar frá 2015 um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, sem voru gefnar út af Ríkislögreglustjóra, eru byggðar á tilraunaverkefni lögreglustjórans á Suðurnesjum. Með reglunum var forgangsröðun lögreglu og sveitarfélaga breytt með það markmið að bæta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30 Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Tilkynningum um heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að fjölga. Þannig bárust embættinu 402 tilkynningar á fyrstu sjö mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári höfðu borist 392 tilkynningar. Eftir að breytt verklag var tekið upp í ársbyrjun 2015 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi gríðarlega. Alls voru tilkynningarnar 630 það ár en höfðu verið 479 árið 2014 og 442 árið 2013. Tilkynningum hefur haldið áfram að fjölga og voru þær alls 652 árið 2016 og 703 á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þessi fjölgun sé enn innan þeirra marka sem búist hafði verið við. Hún leggur áherslu á að fjölgunin þurfi ekki að þýða að heimilisofbeldi sé að aukast. Aukin umræða leiði til fleiri tilkynninga.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglusjórinn á höfuðborgarsvæðinu.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR„Umræðan hefur verið að breytast á undanförnum árum. Þetta er ekki jafn mikið feimnismál og áður. Þegar við byrjuðum á þessu og breyttum aðferðafræðinni var þetta svolítið á fótinn,“ segir Sigríður Björk. Hún segir þessi mál nú brenna á öllum þjóðum. „Við höfum kynnt þessa aðferðafræði í mjög mörgum löndum. Svíar hafa meðal annars verið að prófa sig áfram og nú er til dæmis í gangi verkefni í Gautaborg sem byggir á þessum hugmyndum.“ Verklagsreglurnar frá 2015 um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, sem voru gefnar út af Ríkislögreglustjóra, eru byggðar á tilraunaverkefni lögreglustjórans á Suðurnesjum. Með reglunum var forgangsröðun lögreglu og sveitarfélaga breytt með það markmið að bæta þjónustu við þolendur heimilisofbeldis.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30 Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Helmingur manndrápa á Íslandi tengist heimilisofbeldi Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að með breytingum á kerfinu sé mögulegt að bjarga mannslífum. 7. júní 2018 15:30
Ofbeldi í nánu sambandi oftar tilkynnt Metfjöldi leitaði á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á síðasta ári. Stefnir ekki í nýtt met í ár. Verkefnastjóri þar segir að fleiri leiti nú þangað vegna kynferðisofbeldis í nánum samböndum. Umræða hafi fækkað kynferðisbrotum um verslunarmannahelgi. 2. ágúst 2018 06:00