Keypti 60 prósenta hlut í Sports Direct á Íslandi fyrir 345 milljónir króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Mike Ashley, eigandi bresku íþróttavörukeðjunnar Sports Direct. Nordicphotos/Getty Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct keypti 60 prósenta hlut í Rhapsody Investments, móðurfélagi verslunar Sports Direct í Kópavogi, fyrir 2,5 milljónir breskra punda eða sem jafngildir um 345 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi bresku keðjunnar fyrir síðasta rekstrarár sem lauk í apríl. Greint var frá kaupunum í Markaðinum í byrjun febrúar síðastliðins en seljendur voru Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson og fjölskylda. Var kaupverðið sagt trúnaðarmál. Eftir kaupin á breska keðjan, sem er í eigu breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley, verslunina að öllu leyti. Deilur höfðu staðið yfir á milli Ashleys og íslensku fjárfestanna um nokkurt skeið. Þannig var greint frá því í dagblaðinu Sunday Times í ágúst í fyrra að keðja Ashleys, sem átti þá 40 prósenta hlut í Sports Direct á Íslandi, hefði boðist til þess að kaupa 60 prósenta hlut Íslendinganna á 100 þúsund evrur eða sem jafngildir um 12,4 milljónum króna. Í fréttinni sagði hins vegar að ekki væri óvarlegt að ætla að virði verslunarinnar næmi sem jafngildir 2,5 milljörðum króna. NDS, rekstrarfélag verslunarinnar, hagnaðist um ríflega 135 milljónir króna á rekstrarárinu frá maí 2016 til apríl 2017 og tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli rekstrarára. Velta NDS nam tæplega 1.050 milljónum króna og voru rekstrargjöldin um 919 milljónir. Verslun Sports Direct á Íslandi, sem var opnuð árið 2012, var í frétt Sunday Times sögð sú arðbærasta sem rekin væri undir merkjum Sports Direct en þær eru alls um 700 talsins í 19 Evrópuríkjum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira
Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct keypti 60 prósenta hlut í Rhapsody Investments, móðurfélagi verslunar Sports Direct í Kópavogi, fyrir 2,5 milljónir breskra punda eða sem jafngildir um 345 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi bresku keðjunnar fyrir síðasta rekstrarár sem lauk í apríl. Greint var frá kaupunum í Markaðinum í byrjun febrúar síðastliðins en seljendur voru Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson og fjölskylda. Var kaupverðið sagt trúnaðarmál. Eftir kaupin á breska keðjan, sem er í eigu breska kaupsýslumannsins Mikes Ashley, verslunina að öllu leyti. Deilur höfðu staðið yfir á milli Ashleys og íslensku fjárfestanna um nokkurt skeið. Þannig var greint frá því í dagblaðinu Sunday Times í ágúst í fyrra að keðja Ashleys, sem átti þá 40 prósenta hlut í Sports Direct á Íslandi, hefði boðist til þess að kaupa 60 prósenta hlut Íslendinganna á 100 þúsund evrur eða sem jafngildir um 12,4 milljónum króna. Í fréttinni sagði hins vegar að ekki væri óvarlegt að ætla að virði verslunarinnar næmi sem jafngildir 2,5 milljörðum króna. NDS, rekstrarfélag verslunarinnar, hagnaðist um ríflega 135 milljónir króna á rekstrarárinu frá maí 2016 til apríl 2017 og tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli rekstrarára. Velta NDS nam tæplega 1.050 milljónum króna og voru rekstrargjöldin um 919 milljónir. Verslun Sports Direct á Íslandi, sem var opnuð árið 2012, var í frétt Sunday Times sögð sú arðbærasta sem rekin væri undir merkjum Sports Direct en þær eru alls um 700 talsins í 19 Evrópuríkjum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Sjá meira