Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Jón Þór Birgisson í Sigur Rós. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest kyrrsetningu eigna meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Eignir þeirra hafa sætt kyrrsetningu frá því í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því í mars að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra og að um væri að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls. Hæsta krafan var á hendur söngvaranum Jóni Þór, betur þekktum sem Jónsa, upp á 638 milljónir. Rannsókn á meintum brotum hófst í ársbyrjun 2016. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið um að ræða ásetning heldur handvömm endurskoðanda. Tónlistarmennirnir fóru allir með mál sín fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að kyrrsetningargerðin yrði felld úr gildi og kyrrsetningu á eignum þeirra aflétt. Samkvæmt úrskurðinum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, hafnar dómurinn kröfu þremenninganna. Kyrrsetning eigna þeirra stendur því og rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum brotum stendur enn yfir. Í máli Jónsa var um að ræða kyrrsetningu á átta fasteignum, fjórum ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í þremur félögum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Í úrskurði dómsins í stærsta málinu, er varðar Jónsa, er upplýst að hann hafi komið með talsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og að hinar kyrrsettu fasteignir, sem metnar voru af tollstjóra á alls tæpar 400 milljónir króna, hafi verið bundnar kvöðum bankans vegna þess. Kvöðum sem lögmaður Jónsa taldi gera kyrrsetningu þeirra óþarfa en á það féllst dómurinn ekki. Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna í málunum þremur, segir að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest kyrrsetningu eigna meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Eignir þeirra hafa sætt kyrrsetningu frá því í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því í mars að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra og að um væri að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls. Hæsta krafan var á hendur söngvaranum Jóni Þór, betur þekktum sem Jónsa, upp á 638 milljónir. Rannsókn á meintum brotum hófst í ársbyrjun 2016. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið um að ræða ásetning heldur handvömm endurskoðanda. Tónlistarmennirnir fóru allir með mál sín fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að kyrrsetningargerðin yrði felld úr gildi og kyrrsetningu á eignum þeirra aflétt. Samkvæmt úrskurðinum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, hafnar dómurinn kröfu þremenninganna. Kyrrsetning eigna þeirra stendur því og rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum brotum stendur enn yfir. Í máli Jónsa var um að ræða kyrrsetningu á átta fasteignum, fjórum ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í þremur félögum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Í úrskurði dómsins í stærsta málinu, er varðar Jónsa, er upplýst að hann hafi komið með talsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og að hinar kyrrsettu fasteignir, sem metnar voru af tollstjóra á alls tæpar 400 milljónir króna, hafi verið bundnar kvöðum bankans vegna þess. Kvöðum sem lögmaður Jónsa taldi gera kyrrsetningu þeirra óþarfa en á það féllst dómurinn ekki. Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna í málunum þremur, segir að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54
Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45
Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00