Mitsubishi á fleygiferð Finnur Orri Thorlacius skrifar 16. ágúst 2018 10:15 Mitsubishi Outlander PHEV er söluhæsta bílgerð Mitsubishi hérlendis. Mitsubishi er það bílavörumerki á Íslandi sem vaxið hefur hraðast fyrstu sex mánuði ársins 2018 samanborið við sama tímabil í fyrra. Salan á þessum japönsku bílum sem Íslendingar hafa haldið tryggð við um áratuga skeið hefur tvöfaldast milli ára og er það nærri tvöfalt meiri aukning en á þeirri bílategund sem næst kemur. Raunar er það svo að fyrstu sex mánuði ársins eru tvö vörumerki frá Heklu á topp þremur yfir mest seldu bílategundirnar á einstaklingsmarkaði, Mitsubishi og Volkswagen, og Hekla er það bílaumboð sem selt hefur næstflesta bíla á þeim markaði. Þegar kemur að vistvænum bílum kemst ekkert umboð með tærnar þar sem Hekla hefur hælana en tæplega 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa fyrstu sex mánuði ársins koma frá Heklu og bera Mitsubishi og Volkswagen höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum. Mitsubishi Outlander trónir þar á toppnum og Volkswagen Golf er í öðru sæti. Hekla heldur því áfram að vera leiðandi þegar kemur að sölu vistvænna bíla og þessar tölur endurspegla glögglega græna afstöðu fyrirtækisins í umferðinni. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent
Mitsubishi er það bílavörumerki á Íslandi sem vaxið hefur hraðast fyrstu sex mánuði ársins 2018 samanborið við sama tímabil í fyrra. Salan á þessum japönsku bílum sem Íslendingar hafa haldið tryggð við um áratuga skeið hefur tvöfaldast milli ára og er það nærri tvöfalt meiri aukning en á þeirri bílategund sem næst kemur. Raunar er það svo að fyrstu sex mánuði ársins eru tvö vörumerki frá Heklu á topp þremur yfir mest seldu bílategundirnar á einstaklingsmarkaði, Mitsubishi og Volkswagen, og Hekla er það bílaumboð sem selt hefur næstflesta bíla á þeim markaði. Þegar kemur að vistvænum bílum kemst ekkert umboð með tærnar þar sem Hekla hefur hælana en tæplega 60% allra vistvænna bíla sem selst hafa fyrstu sex mánuði ársins koma frá Heklu og bera Mitsubishi og Volkswagen höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum. Mitsubishi Outlander trónir þar á toppnum og Volkswagen Golf er í öðru sæti. Hekla heldur því áfram að vera leiðandi þegar kemur að sölu vistvænna bíla og þessar tölur endurspegla glögglega græna afstöðu fyrirtækisins í umferðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent