Jabbar eyðir umræðunni um besta leikmann sögunnar Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 12:00 Jabbar átti glæsilegan feril í NBA vísir/getty Vinsælt þrætuepli meðal körfuknattleiksáhugamanna er umræðan um besta leikmann í sögu NBA deildarinnar og keppast menn oft við að bera saman frábæra leikmenn frá ólíkum tímum. Einn þeirra sem stundum kemst að í umræðunni er goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar sem lék í deildinni frá 1969-1989 og gerði garðinn frægan, fyrst með Milwaukee Bucks og síðar með Los Angeles Lakers. Hann er stigahæsti leikmaður í sögu deildarinnar og varð sex sinnum NBA meistari; einu sinni með Bucks og fimm sinnum með Lakers. Um það leyti sem Jabbar var að kveðja sviðið í NBA var maður að nafni Michael Jordan að taka yfir deildina og er hann vanalega fljótt nefndur í umræðunni um besta leikmann sögunnar. Þá vilja margir meina að framganga LeBron James á undanförnum árum eigi að koma honum í þessa umræðu. Jabbar fylgist enn vel með boltanum og er í viðtali við The Undefeated á ESPN þar sem hann segir það vera ómögulegt að bera saman leikmenn frá mismunandi tímum. „Þessar umræður um besta leikmenn sögunnar (e.GOAT) eru ekkert annað en skemmtilegar pælingar þegar maður situr og bíður eftir pizzunni sinni. Þetta er eins og að ræða um hvaða ofurkraft maður myndi helst vilja hafa; geta flogið eða verið ósýnilegur?“ „Mér er sama hvort ég sé nefndur í þessari umræðu. Ég spilaði alltaf eins vel og ég gat og reyndi að hjálpa liðsfélögum mínum. Það er það mikilvægasta þegar maður lítur til baka.“ „Það er ekki hægt að tala um neinn sem besta leikmann sögunnar því allir leikmenn spila undir einstökum kringumstæðum. Við spilum mismunandi leikstöður, við mismunandi reglur, með mismunandi samherjum og undir mismunandi þjálfurum. Hver og einn þarf að aðlagast sínum kringumstæðum og finna leið til að ná sínu bestu fram,“ segir Jabbar. Spenntur fyrir LeBron í LakersJabbar er í miklum metum hjá stuðningsmönnum LA Lakers eftir glæstan fjórtán ára feril hjá félaginu og hann kveðst spenntur fyrir komu LeBron James í borg englanna. „LeBron er einn kraftmesti leikmaður í sögu NBA og einn af stærstu karakterunum. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur er hann líka skemmtikraftur (e.showman).“ „Það er ekkert leyndarmál að Lakers hefur verið í vandræðum á undanförnum árum og vantað mikið upp á til að keppa um titil. LeBron gæti verið rétti maðurinn til að leiða liðið í rétta átt,“ segir Jabbar. NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira
Vinsælt þrætuepli meðal körfuknattleiksáhugamanna er umræðan um besta leikmann í sögu NBA deildarinnar og keppast menn oft við að bera saman frábæra leikmenn frá ólíkum tímum. Einn þeirra sem stundum kemst að í umræðunni er goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar sem lék í deildinni frá 1969-1989 og gerði garðinn frægan, fyrst með Milwaukee Bucks og síðar með Los Angeles Lakers. Hann er stigahæsti leikmaður í sögu deildarinnar og varð sex sinnum NBA meistari; einu sinni með Bucks og fimm sinnum með Lakers. Um það leyti sem Jabbar var að kveðja sviðið í NBA var maður að nafni Michael Jordan að taka yfir deildina og er hann vanalega fljótt nefndur í umræðunni um besta leikmann sögunnar. Þá vilja margir meina að framganga LeBron James á undanförnum árum eigi að koma honum í þessa umræðu. Jabbar fylgist enn vel með boltanum og er í viðtali við The Undefeated á ESPN þar sem hann segir það vera ómögulegt að bera saman leikmenn frá mismunandi tímum. „Þessar umræður um besta leikmenn sögunnar (e.GOAT) eru ekkert annað en skemmtilegar pælingar þegar maður situr og bíður eftir pizzunni sinni. Þetta er eins og að ræða um hvaða ofurkraft maður myndi helst vilja hafa; geta flogið eða verið ósýnilegur?“ „Mér er sama hvort ég sé nefndur í þessari umræðu. Ég spilaði alltaf eins vel og ég gat og reyndi að hjálpa liðsfélögum mínum. Það er það mikilvægasta þegar maður lítur til baka.“ „Það er ekki hægt að tala um neinn sem besta leikmann sögunnar því allir leikmenn spila undir einstökum kringumstæðum. Við spilum mismunandi leikstöður, við mismunandi reglur, með mismunandi samherjum og undir mismunandi þjálfurum. Hver og einn þarf að aðlagast sínum kringumstæðum og finna leið til að ná sínu bestu fram,“ segir Jabbar. Spenntur fyrir LeBron í LakersJabbar er í miklum metum hjá stuðningsmönnum LA Lakers eftir glæstan fjórtán ára feril hjá félaginu og hann kveðst spenntur fyrir komu LeBron James í borg englanna. „LeBron er einn kraftmesti leikmaður í sögu NBA og einn af stærstu karakterunum. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur er hann líka skemmtikraftur (e.showman).“ „Það er ekkert leyndarmál að Lakers hefur verið í vandræðum á undanförnum árum og vantað mikið upp á til að keppa um titil. LeBron gæti verið rétti maðurinn til að leiða liðið í rétta átt,“ segir Jabbar.
NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira