Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 18:39 Þrátlát hitabylgja hefur þjakað Breta og fleiri þjóðir á norðurhveli jarðar í sumar. Vaxandi öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga. Vísir/EPA Árið 2017 var það þriðja hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Aðeins árin 2016 og 2015 hefur meðalhiti jarðar mælst hærri. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum sem valda hnattrænni hlýnun hefur sömuleiðis aldrei mælst meiri en í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu um loftslag á jörðinni. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur umsjón með skýrslunni en fleiri en fimm hundruð vísindamenn frá 65 löndum lögðu sitt af mörkum til hennar. Meðalhitinn við yfirborð jarðar var 0,38-0,48°C hærri í fyrra en meðaltal áranna 1981 til 2010. Vísindamennirnir segja að það þýði að árið sé annað hvort það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga upp úr miðri 19. öld. Þess ber að geta að veðurfyrirbrigðið El niño þrýsti hitanum árin 2015 og 2016 enn frekar upp og bættist ofan á þá hnattrænu hlýnun sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna jarðefnaeldsneytis eins og olíu, gass og kola.Styrkur gróðurhúsalofttegunda ekki meiri í 800.000 ár að minnsta kosti Á meðal annarra helstu niðurstaðna skýrslunnar er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mældist 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra. Styrkurinn hefur aldrei mælst hærri frá því að nútímaathuganir á honum hófust fyrir tæpum fjörutíu árum. Á grundvelli ískjarnasýna segja vísindamennirnir að styrkurinn hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,1 sentímera á áratugi að meðaltali. Sjávarstaðan er nú að meðaltali 7,7 sentímetrum hærri en hún var árið 1993. Hámarksútbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 38 árum. Lágmarksútbreiðsla íssins í september var sú áttunda minnsta og um fjórðungi minni en langtímameðaltal. Á suðurskautinu var útbreiðsla hafíss einnig í lágmarki, vel undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Útbreiðsla íssins 1. mars í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur á einstökum degi frá upphafi mælinga. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Árið 2017 var það þriðja hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Aðeins árin 2016 og 2015 hefur meðalhiti jarðar mælst hærri. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum sem valda hnattrænni hlýnun hefur sömuleiðis aldrei mælst meiri en í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu um loftslag á jörðinni. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur umsjón með skýrslunni en fleiri en fimm hundruð vísindamenn frá 65 löndum lögðu sitt af mörkum til hennar. Meðalhitinn við yfirborð jarðar var 0,38-0,48°C hærri í fyrra en meðaltal áranna 1981 til 2010. Vísindamennirnir segja að það þýði að árið sé annað hvort það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga upp úr miðri 19. öld. Þess ber að geta að veðurfyrirbrigðið El niño þrýsti hitanum árin 2015 og 2016 enn frekar upp og bættist ofan á þá hnattrænu hlýnun sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna jarðefnaeldsneytis eins og olíu, gass og kola.Styrkur gróðurhúsalofttegunda ekki meiri í 800.000 ár að minnsta kosti Á meðal annarra helstu niðurstaðna skýrslunnar er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mældist 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra. Styrkurinn hefur aldrei mælst hærri frá því að nútímaathuganir á honum hófust fyrir tæpum fjörutíu árum. Á grundvelli ískjarnasýna segja vísindamennirnir að styrkurinn hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,1 sentímera á áratugi að meðaltali. Sjávarstaðan er nú að meðaltali 7,7 sentímetrum hærri en hún var árið 1993. Hámarksútbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 38 árum. Lágmarksútbreiðsla íssins í september var sú áttunda minnsta og um fjórðungi minni en langtímameðaltal. Á suðurskautinu var útbreiðsla hafíss einnig í lágmarki, vel undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Útbreiðsla íssins 1. mars í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur á einstökum degi frá upphafi mælinga.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20
Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00
Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37