Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Bergþór Másson skrifar 1. ágúst 2018 18:50 Hjólreiðafólk í Reykjavík. Vísir/Hanna Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kvartanir vegna hjólreiðafólks ala á fordómum gegn hjólreiðafólki. Í dag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því á Facebook síðu sinni að fjölmargar kvartanir vegna hjólreiðafólks hafa borist í sumar. Í færslunni birti lögreglan myndband Samgöngustofu sem fer yfir þau atriði sem mestu máli skipta þegar hjólað er á gangstígum. Sjá einnig: Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera beturPáll Guðjónsson, stjórnarmaður og ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, segir í samtali við Vísi að skrif lögreglunnar á Facebook sem fylgdu með fræðslumyndbandinu séu algjörlega misheppnuð. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið vondur dagur hjá þessari samfélagsmiðlastjörnu þeirra eða hvað sem það er, eða hvort að hún þurfi bara að fara í þjálfun í mannlegum samskiptum, það er verið að ala á fordómum gagnvart hóp með því að vera að endurtaka svona slúður og nota þennan tón.“Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamannaFacebookÍ færslu lögreglunnar kemur fram að „ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu.“ Páll segir að þar sé lögreglan að slá fram einhverjum fullyrðingum frá fólki sem hringir daglega. „Það að einhver segir það sama aftur og aftur, stundum daglega, það gerir fullyrðinguna ekki sanna, það þarf að sýna fram á þetta með öðrum hætti, þetta er bara slúður sem þau eru að endurtaka og það er bara ekki smart.“ Páll segir þjóðina búa við mörg stór vandamál svosem hlýnun jarðar, mengun og lífsstílsjúkdóma og segir hann að auknar hljóðreiðar séu hluti af lausninni á öllum þessum vandamálum, og að lögregla eigi ekki að ala á fordómum gegn þeim. Hér má sjá umrædda Facebook færslu lögreglunnar. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kvartanir vegna hjólreiðafólks ala á fordómum gegn hjólreiðafólki. Í dag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því á Facebook síðu sinni að fjölmargar kvartanir vegna hjólreiðafólks hafa borist í sumar. Í færslunni birti lögreglan myndband Samgöngustofu sem fer yfir þau atriði sem mestu máli skipta þegar hjólað er á gangstígum. Sjá einnig: Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera beturPáll Guðjónsson, stjórnarmaður og ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, segir í samtali við Vísi að skrif lögreglunnar á Facebook sem fylgdu með fræðslumyndbandinu séu algjörlega misheppnuð. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið vondur dagur hjá þessari samfélagsmiðlastjörnu þeirra eða hvað sem það er, eða hvort að hún þurfi bara að fara í þjálfun í mannlegum samskiptum, það er verið að ala á fordómum gagnvart hóp með því að vera að endurtaka svona slúður og nota þennan tón.“Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamannaFacebookÍ færslu lögreglunnar kemur fram að „ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu.“ Páll segir að þar sé lögreglan að slá fram einhverjum fullyrðingum frá fólki sem hringir daglega. „Það að einhver segir það sama aftur og aftur, stundum daglega, það gerir fullyrðinguna ekki sanna, það þarf að sýna fram á þetta með öðrum hætti, þetta er bara slúður sem þau eru að endurtaka og það er bara ekki smart.“ Páll segir þjóðina búa við mörg stór vandamál svosem hlýnun jarðar, mengun og lífsstílsjúkdóma og segir hann að auknar hljóðreiðar séu hluti af lausninni á öllum þessum vandamálum, og að lögregla eigi ekki að ala á fordómum gegn þeim. Hér má sjá umrædda Facebook færslu lögreglunnar.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51