Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2018 10:15 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn sé langt í land þar til hægt verði að standa við samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, frá Singapúr. Pompeo hefur leitt viðræður við Norður-Kóreu og hefur hann þrisvar sinnum ferðast til Pyongyang frá því í apríl. Hann mun sitja fund ráðherra í Suðaustur-Asíu í Singapúr nú um helgina og er utanríkisráðherra Norður-Kóreu þar einnig. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort þeir muni funda sérstaklega.Þar sem hann ræddi við blaðamenn í Singapúr sagði Pompeo að Kim hefði skuldbundið sig til að losa sig við kjarnorkuvopn sín og að heimurinn hefði sömuleiðis krafist þess. Enn sem komið er væri ríkisstjórn Norður-Kóreu ekki að haga sér þannig. Ríkisstjórn Kim virðist þó ekki vera á því að hann hafi samþykkt að láta vopn sín af hendi. Í síðasta mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn. Donald Trump, fagnaði því í gær að hann hefði fengið nýtt bréf frá Kim. Það barst í kjölfar þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna taldi sig hafa vísbendingar um að ríkisstjórn Kim vinni að smíði nýrra eldflauga. Það sé gert í sömu verksmiðju og framleiddi fyrstu langdrægu eldflaug ríkisins sem gæti verið skotið að meginlandi Bandaríkjanna. Áður hefur komið í ljós að Bandaríkin telji Norður-Kóreumenn halda áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Enn sé langt í land þar til hægt verði að standa við samkomulag Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, frá Singapúr. Pompeo hefur leitt viðræður við Norður-Kóreu og hefur hann þrisvar sinnum ferðast til Pyongyang frá því í apríl. Hann mun sitja fund ráðherra í Suðaustur-Asíu í Singapúr nú um helgina og er utanríkisráðherra Norður-Kóreu þar einnig. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort þeir muni funda sérstaklega.Þar sem hann ræddi við blaðamenn í Singapúr sagði Pompeo að Kim hefði skuldbundið sig til að losa sig við kjarnorkuvopn sín og að heimurinn hefði sömuleiðis krafist þess. Enn sem komið er væri ríkisstjórn Norður-Kóreu ekki að haga sér þannig. Ríkisstjórn Kim virðist þó ekki vera á því að hann hafi samþykkt að láta vopn sín af hendi. Í síðasta mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn. Donald Trump, fagnaði því í gær að hann hefði fengið nýtt bréf frá Kim. Það barst í kjölfar þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna taldi sig hafa vísbendingar um að ríkisstjórn Kim vinni að smíði nýrra eldflauga. Það sé gert í sömu verksmiðju og framleiddi fyrstu langdrægu eldflaug ríkisins sem gæti verið skotið að meginlandi Bandaríkjanna. Áður hefur komið í ljós að Bandaríkin telji Norður-Kóreumenn halda áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopn.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira