Þverá og Affalið að gefa fína veiði Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2018 09:52 Síðasta holl í Affalinu var með 38 laxa. Mynd: ranga.is Veiðin í Affalinu og Þverá í Fljótshlíð hefur tekið mikin kipp enda hafa göngur í þessar tvær litlu veiðiár verið mjög góðar síðustu daga. Heildarveiðin í Þverá var 177 laxar á miðvikudaginn í síðustu viku og 155 laxar voru komnir á land í Affallinu á sama tíma. Það virðist vera töluvert af laxi í báðum ánum og hafa veiðitölur hjá síðustu hollum gefið til kynna að það sé mikið af laxi sem liggur í hyljunum. Holl sem lauk veiðum 3. ágúst fékk 38 laxa og holl sem lauk veiðum 31. júlí fékk 56 laxa í Þverá. Endurheimtur úr seiðasleppingum virðast hafa tekist mjpg vel og er laxinn vel haldinn. Besti tíminn í þessum ám er yfirleitt ágúst og september en júlí eins og sést á veiðitölunum er oft ansi drjúgur en það er mikið sótt í þann tíma því þá er aðeins verið að kasta fyrir nýgengin fisk. Það er nú engu að síður þannig með bæði Affalið og Þverá í Fljótshlíð að það virðist sem lax gangi í þær fram í september en veitt er í báðum ánum fram í október. Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði
Veiðin í Affalinu og Þverá í Fljótshlíð hefur tekið mikin kipp enda hafa göngur í þessar tvær litlu veiðiár verið mjög góðar síðustu daga. Heildarveiðin í Þverá var 177 laxar á miðvikudaginn í síðustu viku og 155 laxar voru komnir á land í Affallinu á sama tíma. Það virðist vera töluvert af laxi í báðum ánum og hafa veiðitölur hjá síðustu hollum gefið til kynna að það sé mikið af laxi sem liggur í hyljunum. Holl sem lauk veiðum 3. ágúst fékk 38 laxa og holl sem lauk veiðum 31. júlí fékk 56 laxa í Þverá. Endurheimtur úr seiðasleppingum virðast hafa tekist mjpg vel og er laxinn vel haldinn. Besti tíminn í þessum ám er yfirleitt ágúst og september en júlí eins og sést á veiðitölunum er oft ansi drjúgur en það er mikið sótt í þann tíma því þá er aðeins verið að kasta fyrir nýgengin fisk. Það er nú engu að síður þannig með bæði Affalið og Þverá í Fljótshlíð að það virðist sem lax gangi í þær fram í september en veitt er í báðum ánum fram í október.
Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði