Þverá og Affalið að gefa fína veiði Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2018 09:52 Síðasta holl í Affalinu var með 38 laxa. Mynd: ranga.is Veiðin í Affalinu og Þverá í Fljótshlíð hefur tekið mikin kipp enda hafa göngur í þessar tvær litlu veiðiár verið mjög góðar síðustu daga. Heildarveiðin í Þverá var 177 laxar á miðvikudaginn í síðustu viku og 155 laxar voru komnir á land í Affallinu á sama tíma. Það virðist vera töluvert af laxi í báðum ánum og hafa veiðitölur hjá síðustu hollum gefið til kynna að það sé mikið af laxi sem liggur í hyljunum. Holl sem lauk veiðum 3. ágúst fékk 38 laxa og holl sem lauk veiðum 31. júlí fékk 56 laxa í Þverá. Endurheimtur úr seiðasleppingum virðast hafa tekist mjpg vel og er laxinn vel haldinn. Besti tíminn í þessum ám er yfirleitt ágúst og september en júlí eins og sést á veiðitölunum er oft ansi drjúgur en það er mikið sótt í þann tíma því þá er aðeins verið að kasta fyrir nýgengin fisk. Það er nú engu að síður þannig með bæði Affalið og Þverá í Fljótshlíð að það virðist sem lax gangi í þær fram í september en veitt er í báðum ánum fram í október. Mest lesið Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði
Veiðin í Affalinu og Þverá í Fljótshlíð hefur tekið mikin kipp enda hafa göngur í þessar tvær litlu veiðiár verið mjög góðar síðustu daga. Heildarveiðin í Þverá var 177 laxar á miðvikudaginn í síðustu viku og 155 laxar voru komnir á land í Affallinu á sama tíma. Það virðist vera töluvert af laxi í báðum ánum og hafa veiðitölur hjá síðustu hollum gefið til kynna að það sé mikið af laxi sem liggur í hyljunum. Holl sem lauk veiðum 3. ágúst fékk 38 laxa og holl sem lauk veiðum 31. júlí fékk 56 laxa í Þverá. Endurheimtur úr seiðasleppingum virðast hafa tekist mjpg vel og er laxinn vel haldinn. Besti tíminn í þessum ám er yfirleitt ágúst og september en júlí eins og sést á veiðitölunum er oft ansi drjúgur en það er mikið sótt í þann tíma því þá er aðeins verið að kasta fyrir nýgengin fisk. Það er nú engu að síður þannig með bæði Affalið og Þverá í Fljótshlíð að það virðist sem lax gangi í þær fram í september en veitt er í báðum ánum fram í október.
Mest lesið Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði