Vann Ísland tvisvar sinnum sem þjálfari Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 14:15 Kolbeinn Sigþórsson skorar hér markið sitt á móti Svíum í maí 2012. Vísir/EPA Erik Anders Hamrén var í dag ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann hefur reynslu af því að mæta íslenska landsliðinu á þjálfaraferli sínum. Erik Hamrén stýrði sænska landsliðinu tvisvar sinnum á móti Íslandi á þeim sjö árum sem hann var með sænska landsliðið (2009-2016). Ísland tapaði báðum þessum leikjum og fékk á sig fimm mörk. Báðir leikirnir voru vináttulandsleikir. Þann fyrri vann sænska landsliðið 3-2 á Ullevi leikvanginum í Gautaborg 30. maí 2012 en þann seinni unnu Svíar 2-0 í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Seinni leikurinn fór fram í janúar 2014 og þar höfðu landsþjálfararnir ekki aðgang að bestu leikmönnum sínum heldur einungis leikmönnum af Norðurlöndunum. Þar voru því hálfgerð b-landslið á ferðinni. Leikurinn í Gautaborg í maí 2012 var fjórði leikur íslenska landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og höfðu íslensku strákarnir þá ekki unnið leik undir stjórn hans. Erik Hamrén var aftur á móti að vinna sinn fjórða sigur á árinu 2012 með landsliði Svía og sinn 19. sigur síðan hann tók við sænska liðinu tæpum þremur árum fyrr. Zlatan Ibrahimovic, Ola Toivonen og Christian Wilhelmsson skoruðu mörk Svía sem komust í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og voru líka 3-1 yfir áður en Hallgrímur Jónasson minnkaði muninn í uppbótartíma. Leikmenn í HM-hóp Íslands í sumar sem spiluðu þennan leik á móti Svíum fyrir rúmum sex árum síðan voru þeir Hannes Þór Halldórsson, Ragnar Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Ari Freyr Skúlason, Kári Árnason, Hólmar Örn Eyjólfsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Erik Anders Hamrén var í dag ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann hefur reynslu af því að mæta íslenska landsliðinu á þjálfaraferli sínum. Erik Hamrén stýrði sænska landsliðinu tvisvar sinnum á móti Íslandi á þeim sjö árum sem hann var með sænska landsliðið (2009-2016). Ísland tapaði báðum þessum leikjum og fékk á sig fimm mörk. Báðir leikirnir voru vináttulandsleikir. Þann fyrri vann sænska landsliðið 3-2 á Ullevi leikvanginum í Gautaborg 30. maí 2012 en þann seinni unnu Svíar 2-0 í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Seinni leikurinn fór fram í janúar 2014 og þar höfðu landsþjálfararnir ekki aðgang að bestu leikmönnum sínum heldur einungis leikmönnum af Norðurlöndunum. Þar voru því hálfgerð b-landslið á ferðinni. Leikurinn í Gautaborg í maí 2012 var fjórði leikur íslenska landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og höfðu íslensku strákarnir þá ekki unnið leik undir stjórn hans. Erik Hamrén var aftur á móti að vinna sinn fjórða sigur á árinu 2012 með landsliði Svía og sinn 19. sigur síðan hann tók við sænska liðinu tæpum þremur árum fyrr. Zlatan Ibrahimovic, Ola Toivonen og Christian Wilhelmsson skoruðu mörk Svía sem komust í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og voru líka 3-1 yfir áður en Hallgrímur Jónasson minnkaði muninn í uppbótartíma. Leikmenn í HM-hóp Íslands í sumar sem spiluðu þennan leik á móti Svíum fyrir rúmum sex árum síðan voru þeir Hannes Þór Halldórsson, Ragnar Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Ari Freyr Skúlason, Kári Árnason, Hólmar Örn Eyjólfsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira