Framliðnir hluthafar í flokkshúsi Framsóknar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Eign Skúlagarðs er metin á rúmar 120 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGur ARI Skráðir eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félagi sem á höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru farnir yfir móðuna miklu. Meðal skráðra eigenda samkvæmt ársreikningi eru fyrrverandi ráðherrar og þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn eignaðist efri hæð fasteignarinnar að Hverfisgötu 33 árið 1998 en þá afsalaði eignarhaldsfélagið Ker hf. eigninni til flokksins. Skráður eigandi hússins er félagið Skúlagarður hf., sem er samkvæmt nýjasta ársreikningi að 86 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Hlutur flokksins hefur aukist jafnt og þétt en árið 2002 var hann 71 prósent. Þegar flokkurinn hóf söfnun til að kaupa húsnæðið var sú leið farin að stofna félag um eignina. Aðrir eigendur þess voru kjördæmissambönd flokksins, einstök félög innan hans og einstaklingar sem styrktu flokkinn. Í auglýsingu sem birtist árið 1991 í Einherja, blaði Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, segir að þeir sem greiði meira en þúsund krónur á mánuði í styrk til flokksins myndu eignast hlut í Skúlagarði hf. umfram þúsund krónur. Samfara því myndu þeir njóta skattaafsláttar sem því er samfara að eiga hlut í félaginu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skúlagarðs hf., sem er frá 2016, eru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Steingrímur Hermannsson er meðal hluthafa.VísirSé hluthafalistinn skoðaður sést hins vegar að um þriðjungur þeirra er látinn. Meðal skráðra eigenda eru til að mynda fyrrverandi ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Fimm af þeim níu einstaklingum sem stærstan hlut eiga eru látnir. Dæmi eru um að einstaklingar sem létust árið 1993 séu skráðir eigendur. Undanfarin ár hefur fækkað í hluthafahópnum og hefur fjöldi skráðra eigenda, auk erfingja upphaflegra eigenda, gefið hlut sinn í félaginu til flokksins. Þá eru einnig dæmi um að fólk sem hefur sagt skilið við flokkinn hafi losað um hlut sinn. „Ef félag er einhvers virði og hluthafi lætur hlut sinn af hendi endurgjaldslaust til stjórnmálasamtaka þá ber að telja það fram sem styrk til flokksins,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar. Hún vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Skúlagarðs eða hvort sá háttur hafi verið hafður á hjá félaginu. Hrólfur Ölvisson, skráður stjórnarformaður Skúlagarðs, vildi engu svara um málefni félagsins þegar leitað var eftir því. Fasteignamat eignarhluta Skúlagarðs að Hverfisgötu 33 er nú rúmar 120 milljónir króna. Samkvæmt mati næsta árs er það tæplega 145 milljónir króna. Eini rekstur félagsins hefur verið að halda utan um húseignina og leigja hana Framsóknarflokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Skráðir eigendur að rúmlega fimm prósentum hlutafjár í félagi sem á höfuðstöðvar Framsóknarflokksins eru farnir yfir móðuna miklu. Meðal skráðra eigenda samkvæmt ársreikningi eru fyrrverandi ráðherrar og þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn eignaðist efri hæð fasteignarinnar að Hverfisgötu 33 árið 1998 en þá afsalaði eignarhaldsfélagið Ker hf. eigninni til flokksins. Skráður eigandi hússins er félagið Skúlagarður hf., sem er samkvæmt nýjasta ársreikningi að 86 prósentum í eigu Framsóknarflokksins. Hlutur flokksins hefur aukist jafnt og þétt en árið 2002 var hann 71 prósent. Þegar flokkurinn hóf söfnun til að kaupa húsnæðið var sú leið farin að stofna félag um eignina. Aðrir eigendur þess voru kjördæmissambönd flokksins, einstök félög innan hans og einstaklingar sem styrktu flokkinn. Í auglýsingu sem birtist árið 1991 í Einherja, blaði Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, segir að þeir sem greiði meira en þúsund krónur á mánuði í styrk til flokksins myndu eignast hlut í Skúlagarði hf. umfram þúsund krónur. Samfara því myndu þeir njóta skattaafsláttar sem því er samfara að eiga hlut í félaginu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skúlagarðs hf., sem er frá 2016, eru skráðir hluthafar í félaginu á fjórða hundrað. Steingrímur Hermannsson er meðal hluthafa.VísirSé hluthafalistinn skoðaður sést hins vegar að um þriðjungur þeirra er látinn. Meðal skráðra eigenda eru til að mynda fyrrverandi ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór E. Sigurðsson. Fimm af þeim níu einstaklingum sem stærstan hlut eiga eru látnir. Dæmi eru um að einstaklingar sem létust árið 1993 séu skráðir eigendur. Undanfarin ár hefur fækkað í hluthafahópnum og hefur fjöldi skráðra eigenda, auk erfingja upphaflegra eigenda, gefið hlut sinn í félaginu til flokksins. Þá eru einnig dæmi um að fólk sem hefur sagt skilið við flokkinn hafi losað um hlut sinn. „Ef félag er einhvers virði og hluthafi lætur hlut sinn af hendi endurgjaldslaust til stjórnmálasamtaka þá ber að telja það fram sem styrk til flokksins,“ segir Guðrún Jenný Jónsdóttir, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar. Hún vill ekki tjá sig sérstaklega um mál Skúlagarðs eða hvort sá háttur hafi verið hafður á hjá félaginu. Hrólfur Ölvisson, skráður stjórnarformaður Skúlagarðs, vildi engu svara um málefni félagsins þegar leitað var eftir því. Fasteignamat eignarhluta Skúlagarðs að Hverfisgötu 33 er nú rúmar 120 milljónir króna. Samkvæmt mati næsta árs er það tæplega 145 milljónir króna. Eini rekstur félagsins hefur verið að halda utan um húseignina og leigja hana Framsóknarflokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira