Tekist á um tittlingaskít Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 31. júlí 2018 07:00 Einn föstudaginn er ég opnaði útidyrnar tók megn hassangan á móti mér. Leit ég þá í kringum mig og sá að þorpið hafði tekið stakkaskiptum. Gömlu karlarnir með hattana og stóíska yfirbragðið voru nær horfnir og þeir fáu sem eftir voru höfðu espast upp. Gömlu konurnar voru einnig á undanhaldi. Hins vegar var skrautlegur hópur búinn að taka torgið yfir. Bar þar mikið á fólki í litskrúðugum fatnaði, sumir með göndul-lokka ættaða frá Jamæku en einnig voru hanakambar á ófáum kollum og lokkar í nösum. Margir slógu drumbur og hver sem vettlingi gat valdið skók alla skanka í afrísku hljóðfalli. Þótti mér nýlundan hressandi en allmargir heimamenn fundu henni flest til foráttu. Sögðu sóðagang hinn mesta fylgja flokki þessum, fyllerí og fíkniefni fyrir utan það að ekki væri flóafriður og þar að auki væri ósómi af þessu fyrir bæinn. Hátíð þessi, Etnosur, stóð í þrjá daga og sóttu hana mörg þúsund manns. Leikið var af fingrum fram frá morgni fram á rauða nótt. Ekki veit ég til þess að upp hafi komið mál vegna kynferðislegrar áreitni, stimpinga né slagsmála. Ekki sá ég slagandi fólk né fyrirgangssamt og bærinn var ávallt orðinn hreinn að morgni. Tónlistin var heldur ekki með þeim hætti að hún ætti að valda pirringi. Mig grunar að það sé helst útgangur gestanna sem espar margan heimamanninn svona upp. Það er nefnilega svo oft sem yfirborðið ræður afstöðu okkar. Annars veit ég það ekki. En hitt veit ég að á meðan ég hlustaði á Nelidu Karr frá Miðbaugs-Gíneu syngja á torginu urðu göndul-lokkarnir, hanakambarnir, gömlukarlahattarnir, straujuðu skyrturnar, gullhringarnir og allur útgangur yfirleitt, fínn eða forugur, að hjómi einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Einn föstudaginn er ég opnaði útidyrnar tók megn hassangan á móti mér. Leit ég þá í kringum mig og sá að þorpið hafði tekið stakkaskiptum. Gömlu karlarnir með hattana og stóíska yfirbragðið voru nær horfnir og þeir fáu sem eftir voru höfðu espast upp. Gömlu konurnar voru einnig á undanhaldi. Hins vegar var skrautlegur hópur búinn að taka torgið yfir. Bar þar mikið á fólki í litskrúðugum fatnaði, sumir með göndul-lokka ættaða frá Jamæku en einnig voru hanakambar á ófáum kollum og lokkar í nösum. Margir slógu drumbur og hver sem vettlingi gat valdið skók alla skanka í afrísku hljóðfalli. Þótti mér nýlundan hressandi en allmargir heimamenn fundu henni flest til foráttu. Sögðu sóðagang hinn mesta fylgja flokki þessum, fyllerí og fíkniefni fyrir utan það að ekki væri flóafriður og þar að auki væri ósómi af þessu fyrir bæinn. Hátíð þessi, Etnosur, stóð í þrjá daga og sóttu hana mörg þúsund manns. Leikið var af fingrum fram frá morgni fram á rauða nótt. Ekki veit ég til þess að upp hafi komið mál vegna kynferðislegrar áreitni, stimpinga né slagsmála. Ekki sá ég slagandi fólk né fyrirgangssamt og bærinn var ávallt orðinn hreinn að morgni. Tónlistin var heldur ekki með þeim hætti að hún ætti að valda pirringi. Mig grunar að það sé helst útgangur gestanna sem espar margan heimamanninn svona upp. Það er nefnilega svo oft sem yfirborðið ræður afstöðu okkar. Annars veit ég það ekki. En hitt veit ég að á meðan ég hlustaði á Nelidu Karr frá Miðbaugs-Gíneu syngja á torginu urðu göndul-lokkarnir, hanakambarnir, gömlukarlahattarnir, straujuðu skyrturnar, gullhringarnir og allur útgangur yfirleitt, fínn eða forugur, að hjómi einu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar