Samninganefndir náðu sáttum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2018 18:14 Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, fagnar því innilega að komin sé niðurstaða. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu saman í gær og sendi ríkissáttasemjari frá sér yfirlýsingu þess efnis að ljósmæður hefðu samþykkt miðlunartillögu sem lögð var fram. Samkomulagið byggir að mestu á samningum frá því í júní, sem ljósmæður felldu með 70 prósent atkvæða, en eftir að Landspítalinn steig inn náðust sáttir. “Þetta þýðir það að við erum að fá inn smá hækkun á grunnlaunaröðuninni. Þetta þýðir það líka að okkar helsta krafa um að fá leiðréttingu, raunverulega leiðréttingu, á launaröðuninni verður send í Gerðardóm og við verðum að treysta því að Gerðardómur skoði málið vel og í hann veljist faglega hæft fólk sem skilar góðu mati. Ég trúi því og treysti,” segir Katrín. Tillagan verður kynnt félagsmönnum og fjármála- og efnahagsráðherra á næstu dögum og greiða samningsaðilar atvæði um hana fyrir klukkan 12. miðvikudaginn 25. júlí næstkomandi. Byrjað er að kynna samningana fyrir ljósmæðrum og Katrín segir að heilt yfir taki konur jákvætt í þetta. “Landspítalinn kom fram núna með það sem uppá vantaði svo við sæum okkur fært að samþykkja þetta. Miðlunartillagan felur svo einnig í sér að okkar helsta ágreiningsmál að fá mat á menntun okkar og ábyrgð í starfi, með tilliti til launa, borið saman við aðrar stéttir sem sambærilega menntun og ábyrgð í starfi,” segir hún. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, fagnar því innilega að komin sé niðurstaða. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu saman í gær og sendi ríkissáttasemjari frá sér yfirlýsingu þess efnis að ljósmæður hefðu samþykkt miðlunartillögu sem lögð var fram. Samkomulagið byggir að mestu á samningum frá því í júní, sem ljósmæður felldu með 70 prósent atkvæða, en eftir að Landspítalinn steig inn náðust sáttir. “Þetta þýðir það að við erum að fá inn smá hækkun á grunnlaunaröðuninni. Þetta þýðir það líka að okkar helsta krafa um að fá leiðréttingu, raunverulega leiðréttingu, á launaröðuninni verður send í Gerðardóm og við verðum að treysta því að Gerðardómur skoði málið vel og í hann veljist faglega hæft fólk sem skilar góðu mati. Ég trúi því og treysti,” segir Katrín. Tillagan verður kynnt félagsmönnum og fjármála- og efnahagsráðherra á næstu dögum og greiða samningsaðilar atvæði um hana fyrir klukkan 12. miðvikudaginn 25. júlí næstkomandi. Byrjað er að kynna samningana fyrir ljósmæðrum og Katrín segir að heilt yfir taki konur jákvætt í þetta. “Landspítalinn kom fram núna með það sem uppá vantaði svo við sæum okkur fært að samþykkja þetta. Miðlunartillagan felur svo einnig í sér að okkar helsta ágreiningsmál að fá mat á menntun okkar og ábyrgð í starfi, með tilliti til launa, borið saman við aðrar stéttir sem sambærilega menntun og ábyrgð í starfi,” segir hún.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira